Af hverju er geimurinn svartur?

Einfalda svarið er að í geimnum er ekki loft til að dreifa ljósi. En það er líka til mun flóknari skýring.

Alheimurinn

Lestími: 1 mínúta

 

Þetta virðist einföld spurning en í rauninni er erfitt að útskýra hvers vegna geimurinn er svartur.

 

Segja má að svörin séu tvö. Einfalda skýringin er sú að séð utan úr geimnum er hann svartur vegna þess að þar er ekkert loft til að dreifa ljósinu. Frá jörðu séð er himinninn blár af því að loftsameindir dreifa ljósinu.

 

Flóknari skýringin byggist á því hvernig alheimurinn er byggður. Væri alheimurinn bæði óendanlega stór og óendanlega gamall ættum við, alveg sama hvert við horfðum, að sjá ljós frá óendanlega mörgum stjörnum. Þar af leiðandi ætti næturhiminninn að vera bjartur – reyndar bærist þá svo mikil geislun langt að úr geimnum að það væri ókleift að lifa hana af.

 

En það að himinn skuli vera svartur kallast mótsögn Olberts. Nú telja vísindamenn að mótsögnin skýrist af því að alheimurinn er hvorki óendanlega gamall né óendanlega stór. Alheimurinn varð til fyrir um 13,7 milljörðum ára og það þýðir að við sjáum ekki lengra út í geiminn en 13,7 milljarða ljósára og það takmarkar mjög fjölda sýnilegra stjarna og ljós þeirra.

 

 

Birt: 09.10.2021

 

 

 

Lestu einnig:

(Visited 623 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR