Rússi lýsti geimflaug í smáatriðum strax 1903

Konstantin Tsiolkovskji (1857-1935) var frumkvöðull á sviði þróunar eldflauga og geimrannsókna. Strax árið 1903 lýsti hann því í ritsmíð hvernig hægt væri að yfirvinna þyngdaraflið og komast á braut um jörðu með því að nota fjölþrepa eldflaug sem m.a. væri knúin fljótandi súrefni – rétt eins og Bandaríkjamenn gerðu 65 árum síðar í Apollo-geimferðunum.

Tsiolkovskji hélt sig þó einvörðungu við fræðasviðið og reyndi aldrei sjálfur að byggja eldflaugar. Hann var mannafælinn einfari sem varði mestum hluta ævinnar í afskekktum bjálkakofa og lengi var hann einskis metinn af samtíðarmönnum. Á 3. áratugnum uppgötvaði þýski eðlisfræðingurinn Hermann Oberth verk hans og upp frá því naut Tsiolkovskji æ meiri viðurkenningar.

Subtitle:
Old ID:
1061
878
(Visited 36 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.