Lifandi Vísindi

Fornkrókódílarnir konungar hafsins

Steingervingafræði Í Patagóníu í Suður-Argentínu hafa vísindamennirnir fundið steingerða hauskúpu af áður óþekktum forsögulegum krókódíl sem hefur herjað í höfunum fyrir um 135 milljónum ára. Skepnan, sem nú hefur hlotið latneska heitið Dakosaurus andiniensis, virðist eins konar blanda af kródódíl og Tyrannosaurus-eðlu. Hauskúpan er um 80 sm löng og vísindamennirnir telja að skrokkurinn hafi verið 4 - 5 metrar. Dýrið...

Hversu miklum hraða hefur maðurinn náð?

Geimfararnir þrír, Thomas P. Stafford, John W. Young og Eugene Cernan, settu hraðamet þegar þeir fóru í gegnum gufuhvolf jarðar á 11.107 metra hraða á sekúndu - eða næstum 40.000 km hraða - árið 1969 í Apollo 10. eftir að hafa verið á braut um tunglið. Mennirnir þrír biðu engan skaða af og í sjálfu sér eru engin takmörk fyrir...

Kóperníkus fannst undir kirkjugólfi

Fornleifafræði Skammt frá altari dómkirkjunnar, þar sem Kóperníkus starfaði árum saman sem kirkjulegur ráðgjafi og læknir, grófu fornleifafræðingarnir upp höfuðkúpu og bein sem samkvæmt niðurstöðum réttarlækna eru af karlmanni um sjötugt, en þegar Kóperníkus lést árið 1543 var hann einmitt 70 ára. Árum saman hafa menn leitað beina Kóperníkusar í kirkjunni án þess að hafa heppnina með sér. Í 500...

Eignast dýr líka samvaxna tvíbura?

Samvaxnir tvíburar eru ekki óþekkt fyrirbrigði í dýraríkinu. Oftast sést þetta meðal húsdýra og í dýragörðum. Ástæða þess er þó líklega sú að þessi dýr eiga litla lífsmöguleika úti í villtri náttúru. Undantekningar finnast þó. Í september árið 2005 fannst ung tvíhöfða skjaldbaka á Kúbu. Þessi skjaldbaka var vandlega rannsökuð af sérfræðingum sædýrasafns í nágrenninu og reyndist fullfrísk og heilbrigð...

Hjá hvaða dýrum er mestur stærðarmunur?

Það er einkum meðal spendýra sem karldýr eru stærri en kvendýr. Mesta stærðarmun kynjanna er að finna hjá sæfílum. Tarfarnir geta orðið allt að 4 tonn en kýrnar eru ekki nema um 500 kg. Það gerist líka alloft að kýrin kremjist til bana við kynmök. Líkast til hafa tarfarnir þróast í þessa stærð vegna þess að þeir þurfa sannarlega á...

Vondi tvíburinn rannsakaður

Á vorum dögum velta vísindamennirnir enn fyrir sér hvort hugsanlega gæti leynst líf á Venusi, þó reyndar í mun minna mæli en forðum. Þótt þessi reikistjarna sé vissulega fjandsamleg öllu lífi mætti þó hugsa sér að örverur gætu hafst við í 60 km hæð upp í gufuhvolfinu þar sem hitastig er 50 - 70° og nokkuð stöðugt. Þar er líka...

Page 73 of 74 1 72 73 74

Pin It on Pinterest

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.