Jörðin
Mesta fall sögunnar í CO2-losun
Losun CO2 á heimsvísu kann að falla um allt að 5,5% árið 2020 vegna niðurkælingar hagkerfis þjóða. Þetta er fyrsta minnkun losunar frá fjármálakreppunni þegar losunin féll um 1,4% og þetta kann að reynast mesta minnkun í sögunni. En það dugar ekki til að draga úr hnattrænni hlýnun.
Ósongatið yfir suðurpóli lokast
Baráttan fyrir loftslaginu: Upp úr 1980 fylgdust vísindamenn áhyggjufullir með framvindu mála. Ósonlag hnattarins var að tætast í sundur sem bein afleiðing af gríðarlegri losun manna
Af hverju er himinninn blár?
Á leið sinni gegnum gufuhvolfið dreifist ljós á stystu bylgjulengdunum mest. Í hinum sýnilega hluta ljósrófsins eru bylgjulengdir bláa ljóssins stystar og því dreifist meira af bláu ljósi um himinhvolfið en öllum öðrum litum.Það eru minnstu sameindirnar í gufuhvolfinu, svo sem súrefni (O2) og köfnunarefni (N2), sem dreifa ljósinu misjafnlega eftir litum. Stærri eindir, t.d. vatnsúði eða ryk, dreifa ljósinu...
Hvað verður um jörðina þegar sólin brennur upp?
Sólin getur ekki skinið til eilífðar. Hvað verður um jörðina og hinar reikistjörnurnar þegar hún brennur upp?
Mest um þrumur í Afríku
Veðurfræði Þótt loftslag í Sahara sé skraufaþurrt, kemur það - þótt ótrúlegt sé - ekki í veg fyrir að oft myndist öflug þrumuveður yfir sunnanverðri eyðimörkinni. Að þessu hafa vísindamenn við Utah-háskóla nú komist á grundvelli mælinga frá bandarísk-japanska gervihnettinum TRMM (Tropical Rainfall Measuring Mission Satellite), sem hefur vaktað öll þrumuveður á jörðinni á tímabilinu frá 1988 – 2004. TRMM-gervihnötturinn...
Vélfiskur fylgist með mengun í höfninni
Á árinu 2010 fengu fiskar í höfninni við Gijón á Spáni 5 nýja félaga. Þessir nýju fiskar eru vitvélar sem vísindamenn hjá Essex-háskóla í Englandi hafa þróað og þeir eiga að greina mengun í höfninni með innbyggðum efnaskynjurum. Vélfiskarnir eru um 1,5 metrar að lengd og synda eins og aðrir fiskar gera. Hver og einn kostar um 23.000 evrur í framleiðslu. Fiskarnir eru...
Loftslagsbreytingar drápu loðfílana
Kafloðnir mammútar, eða loðfílar, höfðust við á sléttum Norður-Ameríku miklu lengur en talið hefur verið. Þetta sýna rannsóknir á DNA-sameindum sem varðveist hafa í sífreranum í Alaska.Í meira en 100 ár hafa menn deilt um ástæður þess að loðfílar og fleiri stórvaxnar dýrategundir dóu út í lok ísaldar. Á tiltölulega skömmum tíma hurfu um tveir þriðju allra stórvaxinna spendýrategunda í...
Dagatal
M | Þ | M | F | F | L | S |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Valmynd
Um okkur
- Klapparstígur 25
- 101 Reykjavík
- Sími: 570-8300
- Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
- lifandi@visindi.is
Áskrift
Hægt er að ganga frá áskrift með því að smella hér.
Ef erindið er að segja upp áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is