Loftlag og umhverfi
Mesta fall sögunnar í CO2-losun
Losun CO2 á heimsvísu kann að falla um allt að 5,5% árið 2020 vegna niðurkælingar hagkerfis þjóða. Þetta er fyrsta minnkun losunar frá fjármálakreppunni þegar losunin féll um 1,4% og þetta kann að reynast mesta minnkun í sögunni. En það dugar ekki til að draga úr hnattrænni hlýnun.
Ósongatið yfir suðurpóli lokast
Baráttan fyrir loftslaginu: Upp úr 1980 fylgdust vísindamenn áhyggjufullir með framvindu mála. Ósonlag hnattarins var að tætast í sundur sem bein afleiðing af gríðarlegri losun manna
Sjóþrýstidælur eiga að bjarga lofthjúpnum
Loftslag Ljós ský á himni gera loftslaginu gott. Þau endurvarpa nefnilega sólargeislunum í stað þess að drekka þá í sig og þannig dregur úr gróðurhúsaáhrifum á jörðinni. Það er sem sagt skynsamlegt að hafa sem allra flest ský svo ljóslit sem mögulegt er. Stephen Salter, prófessor í verkfræði við Edinborgarháskóla í Skotlandi, er meðal talsmanna þessarar skoðunar. Ásamt breskum og...
Líffræðingar vilja flytja til lífverur jarðar
Jörðin hefur orðið fyrir hitaslagi og skipan náttúrunnar er í óreiðu. Rísandi hitastig og gjörbreytt úrkoma hefur þegar útrýmt fjölmörgum tegundum. Jafnframt hefur hnattræn hlýnun leyst úr læðingi umfangsmikinn tilflutning dýra og plöntutegunda frá því á síðustu ísöld. Ótal tegundir halda nú í átt til pólanna eða upp í fjöll í meiri hæðir. Líffræðingum er hins vegar ljóst að fjöldi...
Við getum enn snúið þróuninni við
Fyrir aðeins átta kynslóðum síðan tóku menn að nýta vélar og fyrir aðeins fjórum kynslóðum settust menn í fyrstu bílana. Orkan fyrir vélarnar og farartækin er sótt í kol, gas og olíu, og í fyrstu voru menn algjörlega grunlausir um að bruni þeirra hefði afleiðingar fyrir loftslagið. Nú er raunin önnur þökk sé þúsundum vísindamanna sem lagt hafa til ýmislega...
Vindorkan geysist fram
Vindurinn er ókeypis og mikið til af honum. Vindmyllur eru nú orðnar svo þróaðar að í verði eru þær orðnar samkeppnisfærar við hefðbundin orkuver þar sem raforkan er framleidd með kolum eða jarðgasi. Af þessum sökum er nú hraðfara útþensla á vindorkusviðinu. Framleiðslan mun tvöfaldast á hverjum þremur árum á næstunni og í Evrópu einni bætast nú við 20 vindmyllur...
Ísinn er ótraustur
Þetta hefur aldrei verið gert áður. Fyrst boruðu vísindamenn á Andrill-borpallinum holu í gegnum 84 metra ís á hinni risavöxnu fljótandi íshellu, Ross-íshellunni, á Suðurskautslandinu. Síðan var borpallinum komið fyrir í vatni af bráðnum ís svo hann myndi haldast fastur í sömu hæð meðan íshellan reis og féll með sjávarföllunum. Borstrengnum var sökkt hægt niður gegnum 850 metra sjó meðan...
Valmynd
Um okkur
- Klapparstígur 25
- 101 Reykjavík
- Sími: 570-8300
- Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
- lifandi@visindi.is
Áskrift
Hægt er að ganga frá áskrift með því að smella hér.
Ef erindið er að segja upp áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is