Eldri siðmenningar og fornleifafræði

Fyrir 60.000 árum ristu menn skilaboð í strútsegg

Fyrir 60.000 árum ristu menn skilaboð í strútsegg

Í Suður-Afríku hafa fornleifafræðingar fundið 270 brot úr strútseggjaskurn sem rist hefur verið í. Brotin eru 60.000 ára gömul. Uppgötvunin bendir til að listamaðurinn hafi bæði verið fær um óhlutbundna hugsun og tjáskipti. Skeljarnar voru notaðar undir vatn og hugsanlega hafa skreytingarnar sýnt hver var eigandi tiltekins vatnsíláts.

Hvenær komu menn til Ameríku?

Hvenær komu menn til Ameríku?

Fyrir um 13.500 árum fluttu asískir veiðimenn sig frá Síberíu eftir þurrlendisræmu til Alaska í leit að stórum veiðidýrum. Þaðan dreifðu þeir sér á tiltölulega fáum öldum bæði um Norður- og Suður-Ameríku. Þetta hefur áratugum saman talist viðurkenndur sannleikur, en kenningin mætir nú öflugri mótspyrnu. Á síðari árum hafa vísindamenn tekið að setja fram aðrar hugmyndir um það sem kallað...

Stór gullsjóður fannst í ensku akurlendi

Stór gullsjóður fannst í ensku akurlendi

Fyrir 2.000 árum var krukka með 825 afar verðmætum gullpeningum grafin í jörðu í suðausturhluta Suffolk á Englandi. Þar hefur fjársjóðurinn legið allt þar til hann fannst nýlega með málmleitartæki. Icenar bjuggu þá á þessum slóðum, en hvort ætlunin var að fela fjársjóðinn fyrir aðsteðjandi óvinum eða hann var hugsaður sem fórnargjöf er nú ómögulegt að segja til um. Subtitle:...

Víkingar í litklæðum

Víkingar í litklæðum

Klæði víkinga voru litríkari en talið hefur verið. Þetta segir nú sænski fornleifafræðingurinn Annika Larsson. Rannsóknir á fatnaði, m.a. frá Svíþjóð og Rússlandi, sýna að einkum karlmenn hafa verið hrifnir af sterkum litum, breiðum silkiborðum og litlum ísaumuðum speglum. Kenningin er sú að víkingarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá Austur-Evrópu og til þeirra borist efni frá silkileiðinni svonefndu, en eftir...

Flakleitarmenn finna sokkið sjúkraskip

Flakleitarmenn finna sokkið sjúkraskip

Eftir meira en 60 ár á hafsbotni er ástralska sjúkraskipið Centaur nú komið í leitirnar á rúmlega 2 km dýpi. Japanskur kafbátur sökkti skipinu með tundurskeyti þann 14. maí 1943 út af Brisbane í Ástralíu og af 332 um borð lifðu aðeins 64 af, meðal þeirra ein af 12 hjúkrunarkonum. Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að...

Stærstu steinaxir heims

Stærstu steinaxir heims

Fjórar axir, hver um sig meira en 30 sm að lengd, eru stærstu steinverkfæri sem fundist hafa. Axirnar fundust á síðasta áratug 20. aldar í uppþurrkuðu stöðuvatni í núverand Kalahari-eyðimörk, en hafa ekki verið rannsakaðar fyrr en nú, þegar vísindamenn við Oxford-háskóla komust á snoðir um tilvist þeirra. Aldursgreiningar hafa ekki verið gerðar, en axirnar gætu verið allt frá 10...

Page 2 of 7 1 2 3 7

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR