Dýr og plöntur
Eitruðustu efni veraldar
Eitruðustu efnin eru banvæn, jafnvel í smásæjum skömmtum. Ekki þarf nema einn milljarðasta af grammi til að það kosti þig lífið.
Genabreyttar flugur eiga að útrýma sinni eigin tegund
Nokkuð mótsagnakennd aðferð við að halda moskítóflugum niðri byggir á því að sleppa miklum fjölda þeirra út í náttúruna.
Býflugur
Ekki nóg með að þær séu færar um að framleiða alveg einstakt lím sem aldrei þornar heldur hafa vísindamenn nú komist að raun um að þær skilja reikniaðgerðir. Hér eru fjórar örfréttir úr heimi býflugna.
Líffræðingar róa lífróður til að bjarga viðkvæmum bryndrekanum
Styrjan lætur ekki að sér hæða. Hún hefur haldið brynvörðu útliti sínu og lifað óbreytt í 250 milljónir ára. Hins vegar eru biksvörtu hrognin í kvið hennar, sem ættu að tryggja framtíð styrjunnar, svo eftirsótt að styrjan er nánast í útrýmingarhættu.
Af hverju verpa hænur svona mörgum eggjum?
Flestir hænsnfuglar verpa mörgum eggjum á varptímanum. Sumar tegundir kornhænsna verpa allt að 30 eggjum í hreiðrið. Aðrar tegundir láta sér nægja færri egg en verpa oftar á ári. Rannsóknir á eggjastokkum tamdra hæna sýna að þær geta verpt mörg þúsund eggjum á ævinni. Það er þó sjaldgæft, þar eð hænur eru yfirleitt ekki látnar lifa svo lengi.Rétt eins og...
Geta dýr leyst upp fóstur?
Er það rétt að tíkur geti leyst upp fóstur sín ef ekki árar til að fæða hvolpa?
Krossfiskar með eigin hitastilli
Krossfiskurinn Pisaster ochraeus á við vanda að etja. Þegar sjór fellur út lendir hann í sólskini sem getur þurrkað upp vökvann úr líkamanum. Vísindamenn, m.a. hjá Suður-Karólínuháskóla í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að Pisaster, sem lifir við vesturströnd Norður-Ameríku, hefur þróað krók á móti bragði. Dýrið fyllir hólf í örmunum með köldum sjó, sem viðheldur kælingu í líkamanum. Sjórinn lækkar...
Valmynd
Um okkur
- Klapparstígur 25
- 101 Reykjavík
- Sími: 570-8300
- Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
- lifandi@visindi.is
Áskrift
Hægt er að ganga frá áskrift með því að smella hér.
Ef erindið er að segja upp áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is