Forsöguleg dýr og steingervingafræði

ARDI sýnir okkur hver við vorum

ARDI sýnir okkur hver við vorum

Uppgötvun meira en 4 milljóna ára, næstum heillar beinagrindar leiðir vísindamennina mun framar í þróunarsögu mannsins en nokkru sinni fyrr. Og þvert gegn fyrri hugmyndum bendir margt til að þessi gamli forfaðir hafi ekki verið árásargjarn api og líkastur simpansa, heldur umhyggjusamur prímati. Karlarnir færðu björg í bú og tóku þátt í umönnun ungviðisins.

Risaslangan sem var ámóta löng og strætó

Risaslangan sem var ámóta löng og strætó

Steingervingafræði Í kolanámu í Kólumbíu hefur nú fundist steingervingur af 13 metra langri slöngu sem talið er að hafi vegið ríflega 1,1 tonn. Að uppgötvunninni stóðu m.a. vísindamenn við Toronto-háskóla og slangan er sú stærsta sem nokkru sinni hefur fundist. Hryggjarliðirnir hafa verið yfir 300 talsins og þeir stærstu stærri en mannshnefi. Steingervingurinn er 58-60 milljón ára gamall og fannst...

220 milljón ár  – og enn í toppformi

220 milljón ár – og enn í toppformi

Krókódílarnir hafa lifað af risaeðlur, árekstra loftsteina og ótal loftslagsbreytingar. Þessar lífseigu skepnur hafa í tímans rás komið fram í formum sem fá okkur til að sperra upp augun: Frá ægilegum skrímslakrókódílum sem gátu auðveldlega étið risaeðlur til háfættra sérkennilegra smákrókódíla er líkjast helst hundum. Þróunin hefur jafnvel boðið upp á plöntuætukrókódíla. Í meira en áratug hefur steingervingafræðingurinn Paul Serrano...

Svakalegasta rándýrið fannst á Svalbarða

Svakalegasta rándýrið fannst á Svalbarða

Ógnvekjandi skriðdýr sem lifði í sjó á krítartímanum hefur nú fundist á Spitzbergen í Svalbarðaeyjaklasanum. Skepnan telst ekki til forneðlanna (dynosaurus) heldur annarar gerðar sem nefnist pliosaurus. Hér er um að ræða alveg nýja tegund og hugsanlega nýja ætt þessara sjávarskriðdýra. Af steingervingunum má ráða að skepnan hafi verið a.m.k. 15 metra löng og vegið um 45 tonn. Hauskúpan var...

Risafuglar

Risafuglar

Það er fallegur sumarmorgun á argentísku sléttunum fyrir 5 milljón árum. Lítill hópur af Brachytherium, spendýrum sem líkjast nokkuð hestum, eru á beit í morgunsólinni. Ekkert dýranna hefur uppgötvað feiknarmikinn ógnarfugl sem leynist þar nærri. Höfuð ránfuglsins hreyfist sitt á hvað í litlum rykkjum til að tryggja nákvæmt mat á fjarlægðinni til bráðarinnar. Skyndilega ræðst fuglinn fram með miklum hraða. Á fáeinum...

Lítill Velociraptor lifði í Kanada

Lítill Velociraptor lifði í Kanada

Þessi segllaga kló er af minnstu ráneðlu sem leifar hafa fundist af í Norður-Ameríku. Steingervingurinn fannst í Kanada. Forneðlan hefur fengið heitið Hesperonychus elizabethae og hún þykir líkjast mjög smærri útgáfu af ráneðlunni Velocipractor. Steingervingurinn er um 75 milljóna ára og vísindamennirnir telja sig geta ályktað að skepnan hafi gengið á tveimur fótum, vegið um 1,9 kg og verið um...

Page 1 of 3 1 2 3

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR