Orka og faratæki
Nú eiga eldflaugar að sigla til jarðar
Gamlar skotflaugar eru til vandræða í geimnum þar sem þær hringsóla nú um jörðu ásamt öðru geimrusli og valda hættu á árekstrum við t.d. gervihnetti. En nú hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu EADS Astrium, sem framleiðir evrópsku eldflaugina Ariane 5, stungið upp á óvæntri lausn: Á eldflaugarnar má einfaldlega setja segl.Hlutar þeirra eldflauga sem notaðar eru til að skjóta upp gervihnöttum,...
Saltorka fram á sviðið í Noregi
Heimsins fyrsta saltorkuver verður tekið í notkun í ár. Það verður skammt frá Osló og nýtir þá orku sem losnar þegar sjór og ferskvatn mætast. Fyrir fáum árum litu fræðimenn á saltorku sem skringilegt fyrirbæri – nú eru um heim allan miklar vonir bundnar við þessa orkulind.
Ný LED-pera lýsir í 17 ár
Þegar endalok glóðarperunnar eru nú á næsta leyti keppast margir stórir framleiðendur við að finna heppilegasta ljósgjafann til að taka við.Sparperurnar hafa marga kosti, en líka ýmsa galla. T.d. er í þeim mikið af eitruðum efnum. Nú setur General Electric á markað valkost án eiturefna. Þetta er LED-pera sem aðeins þarf 9 wött en lýsir á við 40 watta glóðarperu....
Snúður sér um jafnvægið
Ný uppfinning, kölluð „Gyrowheel“ gæti nú gjörbylt því hvernig börn læra að hjóla. Í stað stuðningshjólanna sem ekki kenna börnunum almennilega að halda jafnvægi, getur þetta nýja hjól kennt þeim það smátt og smátt. Það er svonefndur snúður eða „gýróskóp“ sem heldur jafnvæginu. Þetta er skífa sem snýst á miklum hraða inni í framhjólinu. Hún er knúin rafhlöðu sem endist...
Vökvakæld pera sparar straum og lýsir með glóð
Dagar glóðarperunnar eru taldir. Sparperur og ýmis konar LED-ljós taka við. En birtan frá þessum vistvænu ljósgjöfum þykir mörgum of kuldaleg. Þess vegna teflir Eternaleds-fyrirtækið nú fram LED-peru sem fyllt er með fljótandi paraffíni. Þessi olía skapar perunni glóð sem bæði gefur eðlilegri birtu og sparar rafmagn. Til að lýsa á við 25 watta glóðarperu þarf þessi aðein 4 wött....
Nýr kafbátur byggður með sama lagi og flugvél
Breski uppfinningamaðurinn Graham Hawkes hefur nú smíðað tveggja manna kafbát, „ Deep Flight Super Falcon Submerside“, sem nær 11 km hraða og kemst á 450 metra dýpi.Skrokkurinn er mjósleginn, gerður úr koltrefjum og út úr honum standa tveir vængir ásamt stéluggum. Útlitið er þannig ekki ósvipað flugvél. Sjálfur segir uppfinningamaðurinn að bátnum sé líka stjórnað meira í líkingu við flugvél...
Getur meðvindur fleytt manni yfir hljóðhraða?
Farþegaflugvélar komast skjótar á leiðarenda í meðvindi. Getur venjuleg flaug flogið hraðar en jafnvel hljóðið, þegar meðvindur er nægilega sterkur?
Dagatal
M | Þ | M | F | F | L | S |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Valmynd
Um okkur
- Klapparstígur 25
- 101 Reykjavík
- Sími: 570-8300
- Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
- lifandi@visindi.is
Áskrift
Hægt er að ganga frá áskrift með því að smella hér.
Ef erindið er að segja upp áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is