Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Ótalmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að D-vítamín skiptir sköpum fyrir heilsuna. Krabbamein, sykursýki, mænusigg, þunglyndi og ófrjósemi kunna öll að eiga rætur að rekja til D-vítamínskorts. Nú síðast komust vísindamenn að raun um að ekki er unnt að virkja ónæmiskerfið án D-vítamíns. Því má segja að þetta tiltekna vítamín gegni þremur mikilvægum hlutverkum.

BIRT: 19/07/2023

Sólin getur framleitt vítamínið og ofgnótt er að finna í feitum fiski en engu að síður fáum við alltof lítið af því.

 

Fæstir íbúar á norðurhveli jarðar fá nógsamlega mikið af D-vítamíni.

 

Ríflega helmingur Breta og Bandaríkjamanna fær of lítið magn af D-vítamíni og rúmlega tíu af hverjum hundrað líða beinlínis D-vítamínskort.

 

Á Íslandi eru hlutföllin mun meira sláandi. Um fjórðungur kvenna og 8 % karla nær ekki lágmarksþörf fyrir vítamínið og aðeins fjórðungur sex ára barna fékk ráðlagðan dagskammt eða meira af D-vítamíni. (Landlæknisembættið)

 

Þessar staðreyndir eru mjög óheppilegar, því vísindamenn hafa fundið óyggjandi sönnur fyrir því að samhengi er milli D-vítamínskorts annars vegar og hættunni á að veikjast af ýmsum kvillum og sjúkdómum hins vegar.

D-vítamínskortur gerir einkum vart við sig á veturna, sem er í samræmi við litla sólarglætu hér á norðurhjara veraldar á veturna.

 

Á sumrin nægir 20 mínútna útivera í sól til að hlaða algerlega upp D-vítamínforðabúrin, en það magn svarar til 250 míkrógramma.

 

Ef ætlunin væri að fá sama magn á annan hátt en frá sólinni þyrftum við að innbyrða eitt kíló af laxi, 50 glös af mjólk eða 50 fjölvítamíntöflur, sem er fimmtíufaldur skammtur miðað við þau fimm grömm á dag sem yfirvöld margra ríkja mæla við að við fáum daglega.

 

Of mikið D-vítamín?

Er þá einnig hægt að fá of mikið D-vítamín? Rannsóknir hafa leitt í ljós að fullorðnum einstaklingi er óhætt að taka inn meira en 1000 míkrógrömm áður en hann fer að kasta upp, fær höfuðverk eða hjartaóþægindi.

 

Hins vegar er þörf fyrir fleiri rannsóknir sem geta leitt í ljós allar hugsanlegar aukaverkanir sem fylgt geta of mikilli inntöku og fyrir vikið eru yfirvöld treg í tilmælum sínum.

 

Mjög margir vísindamenn eru þó þeirrar skoðunar að ráðleggja eigi fólki að taka inn stærri skammt af D-vítamíni en tíðkast í dag og byggja þeir þá skoðun sína á mörgum rannsóknum sem leitt hafa í ljós ágæti vítamínsins.

 

Carsten Geisler er þeirrar skoðunar að huga þurfi vel að þeim almenna D-vítamínskorti sem hann segir hrjá hátt hlutfall fólks í dag.

 

„Við vitum enn ekki hversu hátt hlutfall af D-vítamíni í blóði er ákjósanlegast til að verja okkur gegn sjúkdómum og sýkingum, en hitt er þó vitað að jafnvel fullorðið fólk hefur gagn af að taka inn D-vítamín sem bætiefni í fyrirbyggjandi skyni“, segir hann.

Á allra síðustu árum hafa margar rannsóknir komið vísindamönnum verulega á óvart en í ljós hefur komið að D-vítamín veitir mjög góða vörn gegn öllu mögulegu, allt frá krabbameini yfir í ófrjósemi og geðræna kvilla.

 

Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla öðluðust fyrir skemmstu afgerandi vitneskju um það á hvern hátt vítamínið ver okkur gegn kvillunum.

 

Vísindamennirnir, með prófessor Carsten Geisler í broddi fylkingar, sýndu fram á í afar áhugaverðri rannsókn, að D-vítamín gegnir lykilhlutverki í að virkja framverði ónæmiskerfisins, hinar svonefndu T-frumur.

 

Vítamín þarf til að ræsa erfðavísi

Þegar allt er með felldu flakka T-frumurnar um í blóðinu í eins konar óvirku dvalaástandi en komist óvirk T-fruma í snertingu við vaka, þ.e. efni sem vekur ónæmissvar, sem hún hefur viðtaka gegn á yfirborði sínu, binst hún vakanum um viðtakann og drepur hann.

 

Til þess að þetta gerist þarf T-fruman þó fyrst að næmast. Vísindamennirnir komust að raun um að einn af fyrstu viðtökunum sem T-fruman getur bundist er D-vítamínviðtaki, sem bindur D-vítamínið til þess að virkja tiltekinn erfðavísi sem vekur T-frumurnar úr dvalanum. Ef ekkert D-vítamín væri að finna í blóðinu gætu T-frumurnar ekki orðið virkar.

D-vítamín – Stjórnar starfsemi ónæmiskerfisins • Stjórnar frumuvexti • Stjórnar hormónajafnvægi.

„Það kom okkur á óvart að erfðavísirinn sem vekur T-frumurnar úr dvalanum skuli einungis virkjast ef D-vítamín er fyrir hendi í nægilegu magni“, sagði Geisler.

 

D-vítamínið er með öðrum orðum eins konar rafgeymir fyrir T-frumurnar og jafnframt forsenda þess að þær geti ráðist til atlögu. Þessi nýja vitneskja skýrir enn frekar hvernig D-vítamínið starfar í líkama okkar.

 

Vitað var fyrir að vítamínið ætti stóran þátt í að hafa hemil á ónæmiskerfinu til þess að það missi ekki stjórn á sér í líkamanum, sem leitt gæti til sjálfsofnæmissjúkdóma í líkömum okkar.

 

Á allra síðustu árum hefur enn fremur verið sýnt fram á að vítamínið geti átt þátt í að verja okkur gegn sykursýki 1 og 2, krabbameini, mænusiggi og geðrænum kvillum á borð við geðklofa og þunglyndi.

 

Svo virðist sem engin takmörk séu fyrir jákvæðum eiginleikum D-vítamíns.

 

Hvernig skyldi svo standa á því að um það bil helmingur manna er með of lítið af D-vítamíni í blóðinu úr því að um er að ræða þvílíkt undraefni sem á svo stóran þátt í jafn fjölhæfri og lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi og raun ber vitni?

 

Vísindamenn telja að sívaxandi D-vítamínskortur eigi ekki hvað síst rætur að rekja til tíðra viðvarana gegn geislum sólar.

 

Vitað er að of mikil sól getur haft í för með sér húðkrabbamein en ýmislegt virðist hins vegar benda til þess að við fáum ekki nægilega sól á kroppinn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.