Brasilíuhnetur eru geislavirkar

Brasilíuhnetur eru þúsundfalt geislavirkari en flestar aðrar fæðutegundir.

Eðlisfræði

Lestími: 3 mínútur

 

Sporöskjulaga Brasilíuhnetan er eilítið frábrugðin öðrum hnetum.

 

Hún felur nefnilega í sér örlítið magn af geislavirka frumefninu radíum sem gerir það að verkum að geislavirkni hnetunnar nemur allt að 444 Bq/kg.

 

Þetta er þúsundfalt meira en við á um flestar aðrar fæðutegundir en þó langur vegur frá markgildi ESB sem nemur 600 Bq/kg.

 

Brasilíuhnetan er þó engan veginn eins geislavirk og margt annað á jörðinni.

 

Geislavirkni úranmálms nemur 25 milljón Bq/kg. Þetta gerir það að verkum að úran er 56.300 sinnum geislavirkara en Brasilíuhnetur.

 

Úran er eitt algengasta frumefnið í skorpu jarðar þar sem það kemur fyrir sem úranmálmur. Hægt er að auðga málminn þannig að hann feli í sér meira magn af geislavirkasta ísótópanum, úran-235 sem bæði er notaður í kjarnorkuverum og -sprengjum.

 

3 geislavirkar fæðutegundir

 

Brasilíuhnetan er ekki eina fæðutegundin sem inniheldur geislavirkt frumefni.

 

Geislavirkni er nefnilega að finna víðs vegar á hnettinum og þar með talið einnig í matvælum sem við neytum. Tilteknar fæðutegundir á borð við Brasilíuhnetur eru með hátt innihald af kalíum sem er frumefni með óstöðugum atómkjörnum.

 

Óstöðugu atómkjarnarnir umbreytast í annað efni þegar kjarninn sundrast. Ferlið er geislavirkt og fyrir bragðið geta matvæli með miklu magni af kalíum orðið geislavirkari en matvæli sem fela í sér minna magn af því.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) eru þessar þrjár fæðutegundir geislavirkari en flestar aðrar:

 

Bananar

Guli bananinn er þekktur fyrir mikið magn af frumefninu kalíum en hann inniheldur 130 Bq/kg.

Gulrætur

Gulrætur fela í sér mikið af betakaróteni og C-vítamíni. Þessi gula rót felur einnig í sér um það bil 130 Bq/kg.

Rautt kjöt

Líkt og bananar og gulrætur felur rautt kjöt aðallega í sér kalíum en einnig agnarögn af radíum. Rautt kjöt inniheldur fyrir vikið rétt rúmlega 110 Bq/kg.

 

Orðskýring: Bekerel (Bq)

Bekerel er mælieining fyrir geislavirkni sem segir til um magnið af geislavirkni í tilteknu efni, þ.e. hversu mikið af jónandi geislun efnið sendir frá sér. Eitt Bq er sú geislavirkni sem samsvarar einni kjarnabreytingu á hverri sekúndu.

(Visited 1.142 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR