Geta karla til að verða feður minnkar með aldrinum

Trúið ekki hugarburðinum um að frjósemi karla minnki ekki með aldrinum

Maðurinn

Lestími: 1 mínúta

 

Leikarinn Charlie Chaplin eignaðist barn 73 ára að aldri og Mick Jagger var á sama aldri þegar yngsta barn hans til þessa kom í heiminn í desember árið 2016.

 

Karlar geta orðið feður fram eftir öllum aldri en frjósemi kvenna rennur hins vegar út fyrir fimmtugt.

 

Þó svo að þessi tvö dæmi séu hér nefnd um aldraða herramenn sem orðið hafa feður þá táknar það ekki að þetta eigi við um alla menn.

 

Auðveldara að eignast barn á unga aldri

 

Rannsóknir sem gerðar voru við læknisfræðimiðstöðina í Beth Israel Deaconess og læknadeildina í Harvard háskóla leiddu í ljós að aldur karla hefur mikil áhrif á getu þeirra til að verða feður.

 

Vísindamennirnir fylgdust með 7.750 pörum sem voru í meðhöndlun gegn ófrjósemi á árunum 2000 til 2014. Konur eldri en fertugar áttu í meira basli með að verða þungaðar en þær yngri, líkt og talið hafði verið. Aldur makans virtist engin áhrif hafa á niðurstöðurnar.

 

Þegar vísindamennirnir skoðuðu betur pörin þar sem konan var ung kom í ljós annað mynstur. Ef konan var undir þrítugu voru 76% möguleikar á að hún yrði þunguð ef makinn var á aldrinum 30 til 35 ára. Möguleikar hennar minnkuðu hins vegar niður í 46% ef hann var á aldrinum 40 til 42 ára.

 

Orsökin óþekkt

 

Ástæðan fyrir ófrjósemi kvenna er vel þekkt en vísindamenn hafa hins vegar enga hugmynd um hvers vegna aldur karla hefur áhrif á tækifæri þeirra til að stunda bleiuskipti í einkalífinu.

 

Ein kenningin er sú að það eigi sér stað DNA-skemmdir á sáðfrumum eftir því sem árin líða, í takt við þær skemmdir sem verða á öllum frumum líkamans þegar aldurinn færist yfir okkur.

 

 

31.05.2021

 

 

Berit Viuf

 

 

(Visited 693 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR