Heilsa

Skiljum fjölgun kórónuveirusmita

Með hækkandi fjölda smita í allri Evrópu raðast spurningarnar upp. Virka bóluefnin – og tekst okkur nokkru sinni að vinna bug á faraldrinum?

BIRT: 19/11/2021

1. Hvers vegna fjölgar kórónuveirusmitum núna?   2. Virka kórónabóluefnin?   3. Á að bólusetja börn? 4. Tekur faraldurinn aldrei enda?

LESTÍMI: 5 MÍNÚTUR

1. HVERS VEGNA FJÖLGAR KÓRÓNUVEIRUSMITUM NÚNA?

 

Evrópa er aftur orðin miðpunktur faraldursins. Smitum fjölgar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur hættu á hálfri milljón dauðsfalla af völdum Covid-19 fram í febrúar.

 

Á fjórum vikum í október og fram til 5. nóvember fjölgaði smitum í Evrópu um 55% að sögn WHO og þann dag greindust 37.000 smit í Þýskalandi – nýtt met.

 

Á þessum sama tíma varð hlutfall smitaðra í Evrópu hærra en nokkru sinni fyrr eða 200 af hverjum 100.000 íbúum.

 

Samanburður smita á hverja 100.000 íbúa í nokkrum löndum frá upphafi faraldursins. Á síðunni Our world in data er hægt að velja lönd inn á slíkt samanburðarkort. Kortið sýnir hlaupandi 7 daga meðaltal.

 

Covid-19 er að einhverju leyti árstíðabundinn sjúkdómur og víða höfðu yfirvöld varað við fjölgun smita þegar kæmi fram á vetur.

 

Það er hluti af skýringunni að vetrarkuldinn veitir veirunni betri skilyrði og hér á norðurhveli erum við einmitt að sigla inn í veturinn.

 

Í samanburði við haustið í fyrra hafa miklar afléttingar eða jafnvel alls engar hömlur auðveldað veirunni að dreifa sér.

 

2. VIRKA KÓRÓNUBÓLUEFNIN?

 

Í mörgum Evrópulöndum eru fleiri en 80% íbúanna fullbólusettir. Hin mikla fjölgun bóluefna gerir þá tilhugsun áleitna að bóluefnin hafi brugðist og virki ekki eins og til var ætlast.

 

En í meginatriðum standa bóluefnin undir því sem lofað var.

 

Tölur um virkni bóluefnanna í raunveruleikanum koma heim og saman við niðurstöður tilraunanna og tryggja að 85% þeirra sem smitast þurfa ekki að leggjast inn á sjúkrahús.

 

Jafnframt er það fólk sem þarf sjúkrahúsdvöl almennt minna veikt en í fyrri bylgjum.

 

Myndskeið: Bóluefnin hafa sannað gildi sitt

 

Bólusettir geta þó vissulega sýkst að Covid-19 og smitað aðra.

 

Nokkrir þættir draga úr áhrifamætti bóluefnanna og munu trúlega hækka hlutfall bólusettra meðal þeirra sem þurfa sjúkrahúsinnlögn í tölfræðinni.

 

* Bóluefnin eru ekki jafn áhrifarík í öllum aldurshópum. T.d. verður eldra fólk og fólk með veiklað ónæmiskerfi ekki jafn vel varið og aðrir. Þessir hópar eru viðkvæmari fyrir Covid-19.

 

* Virkni bóluefnanna fer þverrandi með tímanum. Eistnesk rannsókn sýndi að mótefni í blóði fóru minnkandi, þannig að bóluefni sem í upphafi hafði 90% virkni, var komið niður í 70% virkni eftir 6-7 mánuði.

 

* Hættan á því að bólusettir smitist vex þar sem fáir eru bólusettir vegna þess að óbólusettir smita meira. Og svo lengi sem Covid-19 gengur í samfélaginu getur veiran líka stökkbreytt sér þannig að hún standist bóluefnin betur.

 

Rannsóknir hafa sýnt að hættan á sjúkrahúsinnlögn er 29 sinnum meiri hjá óbólusettum en fullbólusettum.

 

Óbólusettir sem þurfa innlögn eru að meðaltali 20 árum yngri en þeir sem eru fullbólusettir.

 

3. Á AÐ BÓLUSETJA BÖRN?

 

Fólk undir 18 ára aldri var framan af víðast ekki bólusett nema það teldist í sérstakri áhættu.

 

Ein ástæðnanna var sú að börn og unglingar sluppu yfirleitt vel frá Covid-19. Delta-afbrigðið sem nú er í mestri útbreiðslu skapar hins vegar öllum erfiðari og lengri veikindi.

 

Í Bandaríkjunum hefur fjöldi 5-11 ára barna sem þurfa innlögn, fimmfaldast eftir að Delta-afbrigðið kom til sögunnar.

 

Börn, 15 ára og yngri, eru verulegur hluti óbólusettra. Víða hafa þessi börn því tekið að skipta miklu máli varðandi það markmið að ná 80% heildarbólusetningu. Þannig er t.d. í Danmörku talað um 86% þröskuld og stefnt að því að það hlutfall verði bólusett.

 

Þegar svo hátt hlutfall hefur verið bólusett fer hið margumtalaða hjarðónæmi að verða í sjónmáli en náist það verða allir nánast sjálfkrafa varðir.

 

Sú áhætta sem fylgir bólusetningu er samkvæmt rannsóknum miklu minni en hættan sem fylgir því að fá Covid-19.

4. Tekur faraldurinn aldrei enda?

 

Áður voru það stökkbreytingar. Nú er það ný smitbylgja sem vekur ugg í mörgum löndum.

 

Veirufræðingar og faraldursfræðingar hafa þó ekki áhyggjur. Hjá WHO er þess vænst að á árinu 2022 verði Covid-19 stöðugur og viðvarandi sjúkdómur sem heilbrigðiskerfi heimsins geti ráðið við.

 

Margir sérfræðingar telja núverandi bylgju vera síðustu verulegu ógnina en eftir hana verði svo stór hluti heimsbyggðarinnar bólusettur eða ónæmur af náttúrulegum ástæðum að hjarðónæmi muni draga verulega úr nýjum smitbylgjum og halda þeim niðri.

 

Þriðja sprautan eða örvunarskammturinn, virðist líka auka smitvörnina til muna og veita vernd til talsvert lengri tíma en tvær sprautur.

 

 

Hjá WHO gera menn sér vonir um að 70% heimsbyggðarinnar hafi fengið bólusetningu fyrir árslok 2022.

 

 

Birt: 19.11.2021

 

 

JEPPE WOJCIK

 

 

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Vinsælast

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

6

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

4

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

5

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

6

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jarðkúlunni er skipt í 25 tímabelti sem hvert hefur sinn staðartíma. Hvenær var farið að skipta í tímabelti og hver átti hugmyndina að því?

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is