Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Þýskir skriðdrekar fóru inn í Júgóslavíu í apríl 1941 og innan við tveimur vikum síðar var allt landið hernumið. Samtímis því sem föðurlandsvinir kommúnistaleiðtogans Títós viðhöfðu árangursríkar skæruárásir á Þjóðverja ofan úr fjöllunum, ríktu blóðug átök milli einstakra þjóðabrota í landinu.

BIRT: 13/10/2022

 

Að morgni 6. apríl 1941 réðust herir Þýskalands, Ítalíu, Ungverjalands og Búlgaríu inn í Júgóslavíu.

 

Hermenn möndulveldanna streymdu inn í landið úr öllum áttum og samtímis gerði þýski flugherinn loftárásir á höfuðborgina Belgrad.

 

Allt frá stofnun ríkisins 1918 hafði Júgóslavía staðið óstyrkum fótum. Nú féll þetta samsetta ríki í rústir eins og spilaborg.

 

Herinn gafst upp eftir aðeins 10 daga bardaga og Petar konungur flúði til London ásamt ríkisstjórninni.

 

Myndband: Sjáðu þýskar flugvélar ráðast á Belgrad árið 1941:

Af hálfu Króata og Slóvena var nánast ekki haldið uppi neinum vörnum. Í þessum héruðum voru menn búnir að fá alveg nóg af ofríki Serba.

 

Margir Slóvenar og Króatar tóku innrásinni sem frelsun og buðu þýsku hermennina velkomna. Hið sama gerðist í Makedóníuhéraði þegar Búlgarar birtust þar.

 

Í augum Búlgara var þetta löngu tímabær hefnd eftir niðurlægjandi ósigur 1913, þegar Búlgaría missti stærstan hluta Makedóníu til Serbíu og Grikklands.

 

Nasistar hófu þýskun

Eftir uppgjöf Júgóslavíu var landinu skipt upp í hluta. Megnið af Slóveníu var innlimað í Þýskaland og „þýskun“ hafin án tafar.

 

Serbnesk svæði þar sem margir voru þýskumælandi voru líka innlimuð í Þýskaland.

 

Ítalía fékk í sinn hlut Dalmatíuströndina í Króatíu ásamt yfirráðum yfir vesturhluta Makedóníu, Kósovó og Svartfjallalandi sem taldist sjálfstætt að forminu til.

 

Ungverjar notuðu tækifærið til að innlima landsvæði sem fram til 1919 höfðu verið ungversk.

 

Öll Bosnía-Hersegovína var innlimuð í nýtt ríki Króata. Króatíski fasistinn Ante Pavelic sem fylgdi Mussolini að málum stýrði ríkisstjórn hinnar nýju Króatíu.

„Þar sem serbneska gröf er að finna, þar er serbneskt land” 

Slagorð Dragoljub Mihailovic.

Seinna, eftir að Ítalir gáfust upp, tóku Þjóðverjar völdin í landinu. Í Serbíu settu Þjóðverjar á fót leppstjórn undir forystu Milan Nedic fyrrverandi varnarmálaráðherra. 200.000 serbneskir hermenn voru sendir í fangabúðir í Þýskalandi.

 

Einn þeirra Serba sem komst undan fangaflutningi til Þýskalands var Dragoljub Mihailovic ofursti.

 

Hann komst á flótta til vesturhluta Serbíu ásamt litlum herflokki. Þar skipulagði hann andspyrnusamtök sín, „cetnika“ (hópmeðlimir).

 

Mihailovic naut lengi stuðnings júgóslavnesku útlagastjórnarinnar í London og í áróðri bandamanna var hann hylltur sem hetja fyrir andspyrnu sína gegn Þjóðverjum.

 

Bretar útnefndu andspyrnuhóp hans sem hina opinberu andspyrnuhreyfingu í Júgóslavíu og sendu ráðgjafa til höfuðstöðva Mihailovic.

 

Fjöldamorð á borgurum

Helsta takmark Mihailovic var að endurreisa konungdóminn og skapa Stór-Serbíu sem átti að ná yfir Bosníu-Hersegovínu og stærstan hluta Króatíu.

 

„Þar sem serbneska gröf er að finna, þar er serbneskt land,“ var slagorð hans.

 

Í seinni heimsstyrjöld réðist Mihailovic bæði gegn Króötum og múslímum, svo sem í Foca í Bosníu, þar sem 5.000 múslímum var slátrað 1941-42 og 9.000 í viðbót árið 1943.

Þýski herinn tók stefnuna á Belgrad, höfuðborg Júgúslavíu, í apríl 1941.

Cetnikar Mihailovic skáru fórnarlömb sín iðulega á háls og fleygðu líkunum í nærliggjandi ár eða fljót.

 

Tveimur mánuðum eftir innrásina í Júgóslavíu hófu Þjóðverjar „Operation Barbarossa“, innrásina í Sovétríkin eða þann 22. júní 1941.

 

Friðarsamningur Hitlers og Stalíns var þar með fallinn úr gildi. Um leið og það gerðist bárust júgóslavneska kommúnistaflokknum boð frá Moskvu um að hefja skæruhernað að baki víglínu möndulveldanna.

 

Leiðtoginn Tító

Leiðtogi júgóslavneskra kommúnista var Króatinn Josip Broz, betur þekktur sem Tító. Kommúnistar létu sér kynþætti og þjóðerni í léttu rúmi liggja og þar sem þjóðernisblöndun var svo mikil reyndist það fljótlega mikill kostur.

 

Liðsmenn hreyfingarinnar kölluðust partisanar rétt eins og rússneskir andspyrnumenn og tóku eindregna afstöðu gegn öllum hugmyndum um stórserbneskt eða stórkróatískt ríki.

 

Kommúnistar urðu þannig valkostur þeirra sem vildu sjá framtíð Júgóslavíu þannig að þjóðerni fengi ekki að skipta neinu máli.

Þýskar hersveitir háðu harða bardaga gegn hópum partisana í Júgóslavíu.

Haustið 1941 hittust Mihailovic og Tító til að samhæfa andspyrnuna gegn hersetuliðinu. En þegar partisönum kommúnista óx mjög fiskur um hrygg 1942 skiptu cetnikar um lið.

 

Með samvinnu við möndulveldin og leppstjórn Nedics í Belgrad gátu menn Mihailovics beitt sér að vild í Bosníu og Króatíu. Undir stjórn Nedics tóku Serbar að drepa gyðinga í landinu. Haustið 1943 mátti heita að gyðingum í landinu hefði verið útrýmt.

 

Innbyrðisátök andspyrnuhópa

Þjóðernisátök færðust sífellt í aukana. Í Króatíu brást fasistahreyfingin Ustasja (Uppreisnarmenn) hratt við með Serbahatri sínu. Á árunum 1941-43 voru 400.000 Serbar hraktir frá Króatíu.

 

Fólki var skipað að skipta um trú, ráðist á það eða hreinlega framin fjöldamorð. Í sumum króatískum héruðum þar sem Serbar voru í meirihluta átti grimmd Ustasja sér nánast engin takmörk.

 

Gyðingum og rómafólki var líka útrýmt til að skapa króatíska Króatíu. Meira en 80% af öllum króatískum og bosnískum gyðingum voru myrt í stríðinu.

 

Myndaband: Sjáðu landakort yfir umráðasvæði partisana 1941-1945

Partisanar réðu yfir stórum hlutum Júgóslavíu í stríðinu gegn nasistum. Að lokum rak Rauði herinn Þjóðverja á brott.

Tító og Mihailovic litu báðir á Ustasja og Þjóðverja sem helstu óvinina en partisanar Títós og þjóðernissinnar Mihailovics börðust líka innbyrðis.

 

Framan af gengu tiltölulega fáir Serbar til liðs við partisana. Mestur hluti þeirra studdi þá enn Mihailovic og cetnika hans.

 

En smám saman tókst Tító að draga að sér æ fleiri Svartfellinga, Slóvena, Króata og Bosníumenn.

 

Flúði til Bosníu

Haustið 1941 hófu Þjóðverjar stórsókn í vesturhluta Serbíu, bæði gegn partisönum Títós og serbneskum íbúum.

 

Nasistarnir beittu miskunnarlaust þeirri hegningu að taka 100 óbreytta borgara af lífi fyrir hvern fallinn þýskan hermann.

 

Eftir árásir Þjóðverja flúði Tító með partisana sína upp í fjalllendið í norðurhluta Bosníu 1942. Skógi vaxin fjöllin mynduðu kjöraðstæður fyrir skæruhernað.

 

Í Bosníu óx hin þjóðernisblandaða hreyfing partisana bæði að mannfjölda og hernaðarstyrk. Strax árið 1942 voru partisanar Títós orðnir að fjölmennasta andspyrnuherliði í Júgóslavíu.

 

Sama ár útnefndi útlagastjórnin í London Mihailovic sem stríðsmálaráðherra og cetnik-leiðtoginn gerði sér vonir um breska innrás til að endurreisa hið serbneska konungdæmi í Júgóslavíu.

 

Tító beið á hinn bóginn eftir sovéskri innrás til að geta gert Júgóslavíu að kommúnistaríki.

 

Þann 26. nóvember 1942 skipulögðu partisanarnir fyrsta fund AVNOJ (andfasíska ráðið til frelsis Júgóslavíu). Fundurinn skyldi haldinn í Bihac-héraði í Bosníu og allir andfasistar voru velkomnir.

Júgóslavía varð til eftir fyrra stríð

Ýmsar slavneskar þjóðir hafa ráðið ríkjum á Balkanskaga síðan á 7. öld og á miðöldum mynduðu Serbar og Króatar sín eigin ríki og konungdæmi á svæðinu.

 

Tungumál þessara tveggja þjóða eru skyld en þær tilheyra hvor sinni trúargreininni.

 

Serbar teljast til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar vegna áhrifa frá Konstantínópel en Króatar urðu rómversk-kaþólskir vegna náinna tengsla við Ítalíuskagann.

 

Á 14. öld færði múslímska Ottómanaveldið út kvíarnar og teygði sig til Evrópu.

 

Serbar lentu undir stjórn Ottómana rétt eins og Albanir, Bosníumenn og Makdedónar. Króötum og Slóvenum var hins vegar stjórnað af Austurrísk-ungverska stórveldinu i norðri.

 

Árið 1914 var ríkisarfi Austurríkis-Ungverjalands, Franz Ferdinand, skotinn í borginni Sarajevo í Bosníu. Þetta markaði upphaf fyrri heimsstyrjaldar en í henni nutu Serbar stuðnings Rússa, Breta og Frakka.

 

Þegar stríðinu lauk fjórum árum síðar, höfðu Serbar þegar unnið sigur á Balkanskaga og þeir fóru því með stjórnartaumana í því nýja ríki sem var myndað með því að taka Króatíu og Slóveníu undan Austurríki ásamt því sem landsvæði voru færð frá Ungverjalandi og Ottómanaveldinu. Úr þessu varð hið nýja konungsríki Júgóslavía.

Á fundinum í Bihac var samþykkt mikilvæg ályktun sem tryggði öllum þjóðabrotum jöfn réttindi í Júgóslavíu framtíðarinnar.

 

Fyrir stríð höfðu aðeins Serbar, Króatar og Slóvenar verið viðurkenndir en í texta ályktunarinnar voru nú Svartfellingar og Makedónar einnig nefndir (Bosníumenn öðluðust ekki viðurkenningu fyrr en 1967). 

 

Það mátti þó minnstu muna að áætlanir kommúnista næðu aldrei lengra en í þessa yfirlýsingu. Árið 1943 urðu þeir fyrir ítrekuðum árásum Þjóðverja og þær bitnuðu illa á hreyfingunni.

 

Í tengslum við orrustuna við Neretvafljót vorið 1943 réðust Þjóðverjar, Serbar og Ítalir gegn partisönum.

 

En með því að sprengja brýrnar á fljótinu tókst Tító að koma Þjóðverjum til að halda að herlið hans hyggðist brjóta sér leið út úr herkvínni á allt öðrum stað.

 

Samhliða því sem augum Þjóðverja var beint í aðra átt með sprengingunum byggðu partisanar bráðabirgðabrú þar sem erfitt var að koma sprengjuflugvélum að og yfir þá brú komst langstærsti hluti liðsins.

 

Reyndu að yfirbuga Tító

Í tengslum við önnur hernaðarátök gerðu Þjóðverjar aftur árás við Sutjeskafljót í Bosníu.

 

Höfuðstöðvar Títós og hersjúkrahús voru umkringd. Sprengja varð breskum hernaðarráðgjafa og hundi Títós að bana en leiðtogi partisananna slapp sjálfur með sár á handlegg.

 

Þrátt fyrir algera yfirburði Þjóðverja, tókst um tveimur þriðju af liði partisana að brjóta sér leið út úr herkvínni. Eftir þetta varð Tító að enn meiri þjóðhetju en fyrr og nýliðar streymdu til liðs við partisana hans.

Bosnískir hermenn börðust í króatíska hernum með Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld.

Á þessum tíma urðu þýsku nasistarnir og bandamenn þeirra fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Í febrúar 1943 neyddist þýski herinn í Stalíngrad til að gefast upp og í júlí sama ár gengu bandamenn á land á Sikiley.

 

Tveimur mánuðum síðar gáfust Ítalir upp. Eftir uppgjöf Ítala losnaði um tök Þjóðverja á Króatíu og fleiri Króatar gengu til liðs við Tító og kommúnistahreyfingu hans.

 

Þann 29. nóvember var annar AVNOJ-fundurinn haldinn í Jajce í Bosníu þar sem partisanar komu á fót bráðabirgðaríkisstjórn.

 

Sem forseta sambandsríkisins útnefndi fundurinn Króatann Ivan Ribar sem ekki var kommúnisti en Tító – sem raunverulega fór með völdin – varð marskálkur í Júgóslavíu.

LESTU EINNIG

Churchill studdi partisana

Í janúar 1944 blés svo Mihailovic líka til ráðstefnu með fjölmörgum stjórnmálamönnum gömlu Júgóslavíu.

 

Markmiðið var að endurreisa konungdæmið að stríðinu loknu. Júgóslavía skyldi áfram verða samsett úr Serbíu, Króatíu og Slóveníu og bæði Króatar og Slóvenar áttu að hafa vissa sjálfsstjórn.

 

Aftur á móti voru önnur þjóðabrot ekki nefnd á nafn í ályktun ráðstefnunnar.

 

Þótt cetnikar Mihailovics hefðu gerst sekir um alvarleg glæpaverk í samstarfi við Ítali og Þjóðverja, var það ekki fyrr en í ársbyrjun 1944 sem Churchill ákvað að styðja fremur partisanahreyfingu Títós.

 

Þá var orðið ljóst að Þjóðverjar myndu tapa styrjöldinni og að kommúnistahreyfing Títós hlyti að ná völdum í Júgóslavíu.

 

Tító stóð nærri kommúnistastjórninni í Moskvu en partisanahreyfingin var þó algerlega sjálfstæð og laut ekki stjórn Stalíns.

 

Á eftirstríðsárunum var Tító (hvítklæddur) einn mikilvægasti leiðtogi óformlegs bandalags þjóða sem hvorki hölluðu sér að Bandaríkjunum né Sovétríkjunum. Hér er hann á tali við Nasser, forseta Egyptalands.

Tító lét Stalín aldrei kúga sig

Í seinni heimsstyrjöld var Tító kommúnisti á línu Stalíns. Partisanar Títós drápu mörg þúsund Slóvena, Króata, Ungverja og þýskumælandi borgara í miklum hefndaraðgerðum. Í maí 1945 afhenti breski herinn partisönum t.d. 100.000 júgóslavneska flóttamenn.

 

Margir þeirra voru teknir af lífi og aðrir dóu á langri göngu til suðurs.

 

Þegar stríðslokin nálguðust mynduðust þó sprungur í sambandi Títós og Stalíns.

 

Partisanar Títós höfðu lagt undir sig svæði í Austurríki og Ítalíu, þar sem íbúar voru að hluta slavar. Stalín vildi hins vegar ekki lenda í neinum vandræðum gagnvart bandamönnum og neyddi Tító til að draga her sinn til baka.

 

Síðar gerði Tító tilraun til að mynda kommúnískt sambandsríki á Balkanskaga og fá þar einnig Albani og Grikki til þátttöku.

 

En þá tilraun stöðvaði Stalín líka. Júgóslavía klofnaði þannig frá öðrum kommúnistaríkjum í austurblokkinni. Eftir styrjöldina ráku Júgóslavar því bæði sjálfstæða efnahagsstefnu og utanríkismálastefnu.

 

Stalín reyndi að myrða Tító

Þetta jók vinsældir Títós meðal Júgóslava og fór jafnframt mjög í taugarnar á Stalín. Eftirmaður Stalíns, Krústshjov, sagði síðar að Tító hefði beinlínis ógnað Sovétleiðtoganum í bréfi:

 

„Hættu að senda hingað leigumorðingja. Verði þessu ekki hætt, sendi ég mann til Moskvu.“

 

Tító var einvaldur í Júgóslavíu allt til dauðadags 1980. Hann stýrði með járnaga og um hans daga hélst friður með þjóðabrotunum.

 

Áratug eftir dauða hans hófst borgarastyrjöld milli þjóðabrotanna sem nú hafa myndað sjálfstæð ríki.

Það var ekki fyrr en eftir að Bretar og Bandaríkjamenn viðurkenndu kommúnistastjórn Títós sem Moskva bauð andspyrnuhreyfingu hans virkan stuðning.

 

Í maí 1944 gerðu Þjóðverjar lokaatlögu að Tító. Hann flúði til eyjarinnar Vis í Adríahafi en Bretar höfðu þá hertekið hana.

 

Mánuði síðar setti útlagastjórnin í London Mihailovic af sem stríðsmálaráðherra. Til viðbótar neyddu Bretar konung Júgóslavíu sem var í útlegð í London, til að viðurkenna Tító sem leiðtoga landsins.

 

Tító heimsótti Stalín í Moskvu í september. Skömmu síðar komu sovéskir hermenn til Júgóslavíu og þann 20. október frelsaði Rauði herinn Belgrad.

 

Mihailovic flúði undan sovéska hernum en í mars 1945 tóku partisanar hann til fanga og hann var tekinn af lífi árið eftir.

 

Vorið 1945 náðu partisanar Títós loks öllum völdum í Króatíu.

 

Grimmdarverk Rússa

Innrás Rauða hersins í Serbíu varð mörgum Serbum áfall. Hermennirnir sýndu grimmd sigurvegaranna en ekki mildi frelsaranna.

 

Menn Stalíns gerðu tilraunir til að byggja upp njósnanet og komu sér upp flugumönnum í partisanahreyfingu Títós. Erfiðasta reynslan var þó meðferð Rússa á óbreyttum borgurum.

 

Júgóslavneskar heimildir greindu frá 1.219 nauðgunum, 329 nauðgunartilraunum, 111 nauðgunarmorðum og 1.204 ránum, frömdum af sovéskum hermönnum.

 

Framkoma rússneskra hermanna átti sinn þátt í klofningnum milli Sovétríkjanna og Júgóslavíu. Tító hafnaði Stalín og öll kaldastríðsárin rak Júgóslavía tiltölulega sjálfstæða stefnu, alveg óháð kommúnistablokkinni í Austur-Evrópu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Sanimir Resic

© IBL BILDBYRÅ, © SZ Photo/IBL Bildbyrå, © AKG-IMAGES/RITZAU SCANPIX, © CENTRAL PRESS/HULTON ARCHIVE/GETTY IMAGES,

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

NÝJASTA NÝTT

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Vinsælast

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Lifandi Saga

Edmund Kemper: Hrottafenginn raðmorðingi var vinur lögreglunnar

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Jafnvel þótt aðeins minnstu kjarnorkuveldin tækju upp á því að nota vopnabúrið sitt hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir plánetuna okkar. Lítil ísöld skapaðist, uppskerubrestur yrði um heim allan og baráttan um fæðuna myndi hefjast.

Menning og saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.