Hvenær var skák fundin upp?

Skák var upprunalega indverskt hernaðarspil þar sem borðið var vígvöllurinn. Borðspilið varð fyrst gríðarlega vinsælt eftir að hinir múslimsku Márar fínpússuðu reglurnar.

Lifandi saga – Skák

Lestími: 2 mínútur

 

Í öndverðu kom útgáfa af borðspilinu skák fram á norðanverðu Indlandi á 6. öld. Spilið – sem var kallað chaturanga – var hernaðarspil:

 

Borðið var vígvöllurinn og spilararnir notuðu taflmenn með mismunandi eiginleika til að vinna sigur með því að drepa kóng andstæðingsins.

 

Þó mátti drottningin sem var þá kölluð ráðgjafi, aðeins fara skáhallt á næsta reit í allar áttir. Eins gat biskupinn – sem nefndist þá fíllinn – fara tvo reiti í allar áttir og hann gat stokkið yfir aðra taflmenn.

 

Frá Indlandi breiddist spilið á 7. öld til Persíu, þar sem reglurnar þróuðust áfram.

 

Sem dæmi fundu Persar upp á því að spilari skyldi segja upphátt „shah“ eða „shah mat“ („kóngur“ og „kóngur dauður“ á persnesku), þegar ráðist var á hinn mikilvæga kóng.

 

 

Borðspilið barst líklega til Evrópu á 10. öld með múslímskum Márum.

 

Á næstu öldum varð spilið vinsæl dægradvöl við evrópskar hirðir og þróaðist í taflskák nútímans.

 

Margir taflmenn öðluðust nýtt form – t.d. riddarinn, hrókurinn og drottningin – og reglurnar breyttust smám saman til að gera spilið æsilegra.

 

M.a. fengu drottningin og hrókurinn mun veigameiri hlutverk á taflborðinu.

 

Fyrsta skákmót nútímans var haldið í London árið 1851, þar sem 16 frægustu spilarar Evrópu tóku þátt. Þjóðverjinn Adolf Anderssen hlaut sigurverðlaunin.

 

 

 

Birt 29.09.2021

 

 

 

Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

 

 

Lestu einnig:

(Visited 400 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR