Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Upp úr miðri 19. öld kröfðust læknar þess að þungunarrof yrði bannað í Bandaríkjunum en að öðrum kosti næðu fátæklingar völdum í landinu. Þessi áform voru þau höfð að engu við dómstól árið 1973.

Samfélag – Saga Bandaríkjanna

Lestími: 2 mínútur

 

Árið 1857 höfðu bandarískir læknar fengið sig fullsadda. Á meðan fátæklingarnir í Bandaríkjunum eignuðust urmul barna fóru margar millistéttarkonur í fóstureyðingu til að eignast færri börn.

 

Ef enginn aðhefðist neitt myndu lélegir erfðavísar fátæklinganna grafa undan erfðamengi þjóðarinnar, álitu læknar sem hófust handa við að mótmæla þungunarrofi. Læknunum varð svo vel ágengt að fóstureyðingar voru brátt bannaðar í flestum ríkjum.

 

Dómur leiddi af sér frjálsar fóstureyðingar

 

Um það bil hundrað árum síðar kunngjörði hópur lagasérfræðinga frumvarp sem átti eftir að verða til þess að gera þungunarrof löglegt ef konan hafði verið beitt nauðgun eða verið fórnarlamb sifjaspella.

 

Frumvarpið vakti áhuga ýmissa róttækra hópa á þungunarrofi: Femínistar kröfðust frjálsra fóstureyðinga á meðan öfgafullir kristnir hópar héldu því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggði réttinn til lífs – einnig fyrir fóstur.

 

Endanlega uppgjörið hófst árið 1970 þegar kona nokkur lögsótti fylkið Texas í því skyni að komast í fóstureyðingu. Árið 1973 féll dómur hæstaréttar (Roe gegn Wade) á þann veg að rétturinn til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskránni.

 

Norma McCorvey (t.v.) vann tímamótasigur árið 1973 þegar hæstiréttur Bandaríkjanna lögleiddi þungunarrof.

 

… en bannið varir við

 

Fræðilega séð var rétturinn til þungunarrofs tryggður í Bandaríkjunum. Í framkvæmd reyndu andstæðingar þungunarrofs að grafa undan dóminum með því m.a. að skipta út hæstaréttardómurum, til þess að unnt yrði að ógilda dóminn.

 

Þetta tókst að einhverju leyti árið 1992 þegar nýr dómur féll sem veitti nokkrum ríkjum meira frelsi til að takmarka aðgengi að þungunarrofi.

 

Síðan hafa mörg ríki hert lögin um þungunarrof. T.a.m. í Texas, þann 19. maí í ár, var þungunarrof bannað eftir sjöttu viku meðgöngu.

 

 

Birt: 14.06.2021

 

 

Emrah Sütcü

 

 

(Visited 114 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR