Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Því hefur oft verið fleygt að eyru okkar og nef haldi áfram að stækka alla ævina. Á þetta við rök að styðjast?

Maðurinn – Líkaminn

Lestími: 2 mínútur

 

„Eyru þín og nef halda áfram að stækka alla ævina“. Þetta hefur oft heyrst, en ef marka má læknisfræðileg rit er enginn fótur fyrir staðhæfingunni.

 

Að öllu jöfnu stöðvast vöxtur þessara líffæra þegar við að öðru leyti höfum náð fullri stærð, sem í flestum tilvikum er kringum 16 eða 18 ára aldur.

 

Þess vegna pössum við yfirleitt í sömu skóna alla ævi.

Þyngdaraflið togar í eyrun

Engu að síður virðist oft sem svo að eyrun og nefið haldi áfram að vaxa þegar við eldumst.

 

Ef má má suma vísindamenn er ástæðan sú að þyngdaraflið togar andlit okkar niður á við með þeim afleiðingum að allt, einnig nef og eyru, sígur niður með árunum og lífæri þessi virðast fyrir vikið stærri.

 

Aðrir fræðimenn halda því fram að eyru og nef í raun stækki með árunum sökum þess að vefurinn verði slappari.

 

Slappur vefurinn láti sem sé eyru og nef virðast lengri, en ekki sé um að ræða stækkun, líkt og við þekkjum úr barnæsku þegar við lengjumst og þreknumst.

 

Ef marka má gamla enska rannsókn sem gerð var við Royal College of General Practitioners lengjast eyrun sem samsvarar 0,22 millímetrum á ári.

 

Sjúkdómar geta valdið stækkun

Þá er einnig um að ræða tiltekna sjúkdóma sem truflað geta vöxt tiltekinna líkamshluta.

 

Innkirtlasjúkdómurinn æsavöxtur, sem orsakast af æxli í heiladingli, býr um sig í líkamanum í fimm til tíu ár með þeim afleiðingum að andlit, fætur og hendur stækka hægt og örugglega.

 

Æsavöxtur er einkar sjaldséður sjúkdómur sem getur valdið því að líkamshlutar á borð við hendur, fætur, tungu og enni taka að stækka.

 

Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður geta breytingarnar orðið geigvænlegar. Meðferðin er oft fólgin í skurðaðgerðum, sem og lyfjagjöf.

 

 

Birt 20.09.2021

 

 

 

 

Lestu einnig:

(Visited 1.636 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR