Fimm sjúklegar staðreyndir sem þið þekktuð ekki um bólur

Eitruð blanda af dauðum húðfrumum og skaðlaus baktería. Úr þessu eru bólur gerðar. Í banvænum tilvikum getur blanda þessi endað í heilanum. Lesið hér fimm staðreyndir um helsta óvin unglinganna.

Maðurinn

Lestími: 3 mínútur

1. Baktería leiðir af sér bólur

 

Gelgjubólur eiga rætur að rekja til bakteríunnar Propionibacterium acnes sem lifir í hársekkjum allra og nærist á húðfitu.

 

Unglingar eru með ofgnótt af hormónaframleiðslu. Karlhormónarnir sem stúlkur eru einnig með, láta fitukirtlana framleiða meiri fitu og fá húðfrumurnar til að skipta sér hraðar en ella.

 

Dauðu húðfrumurnar loka opi hárslíðursins með þeim afleiðingum að bakteríurnar lokast inni og stækka á ógnarhraða. Ónæmiskerfið sendir fyrir vikið hvít blóðkorn á staðinn. Þetta hefur í för með sér sýkingu og bólan fyllist af gulleitum greftri.

 

2. Maður lést vegna bólu í heila

 

Árið 2013 fékk 79 ára gamall maður slæma kinnholubólgu. Læknar hans komust að raun um að sýkingin stafaði af gelgjubólubakteríu sem hafði dreift sér til heilans.

 

Ómskoðun leiddi í ljós kýli á stærð við borðtenniskúlu í ennisblöðum mannsins. Maðurinn lést að 20 dögum liðnum.

3. 633 milljónir eru með bólur

Gelgjubólur eru númer 8 á listanum yfir algengustu sjúkdómana og alls 633 milljónir þjást af kvillanum hverju sinni. Verst bitnar hann á unglingum og er sagt að unglingabólur hrjái 80-90 prósent þeirra.

4. Feit fæða veldur ekki bólum

Sharing pizza at home

Bólur eiga ekki rætur að rekja til feitrar fæðu. Mörg tilraunaverkefni hafa á hinn bóginn leitt í ljós að einföld kolvetni, líkt og t.d. fyrirfinnst í hvítu hveiti, auka insúlínmagnið sem leiðir af sér meira af karlhormónum og húðfitu. Hvort tveggja hefur í för með sér bólur.

5. Loft gerir fílapensla svarta

Fílapenslar sem eru væg gerð af unglingabólum, birtast sem litlir hvítir eða svartir nabbar á húðinni.

 

Þeir svörtu kallast einnig opnir fílapenslar því tappinn úr dauðu húðfrumunum efst í hárslíðrinu er ekki þéttur og fyrir bragðið kemst loft að. Loftið gæðir fituna súrefni svo hún verður svört.

Gorm Palmgren

 

6. 02. 21

(Visited 2.725 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.