Heitir drykkir kæla líkamann í sumarhitanum

Þótt það kunni að virðast mótsagnakennt þá getur heitur kaffi- eða tebolli á heitum sumardegi hjálpað líkamanum að opna svitaholurnar og losa hita með uppgufun.

Maðurinn / Líkaminn

Lestími: 2 mínútur

 

Þótt kaldir drykkir virðist meira freistandi í sumarhitanum getur verið betra fyrir líkamann að fá heitan tebolla.

 

Þetta uppgötvuðu vísindamenn hjá Ottawaháskóla í rannsókn árið 2016.

 

Lestu einnig:

 

Ástæðan er sú að heitir drykkir auka á líkamshitann og eftir því tekur neðsti hluti miðheilans, undirstúkan.

 

Heilinn stýrir hitalosun með uppgufun

 

Þessi heilastöð fylgist með og hefur stjórn á innri líffærum okkar og líkamshita og sendir boð til æða og svitaholanna í húðinni, sem bregðast við með því að opna sig.

 

Þetta gerir kleift að losa hita út um svitaholurnar í formi uppgufunar. Til að unnt sé að losa hitann má loftrakinn þó ekki vera of mikill.

 

Heitir drykkir kæla líkamann á sumrin

 

Inntaka heitra drykkja opnar svitaholurnar og hleypir uppgufun út gegnum húðina.

1. Undirstúkan

Inntaka heitra drykkja eykur líkamshitann. Neðsti hluti miðheilans, svonefnd undirstúka, greinir hitann og sendir boð til svitaholanna og æða í húðinni.

2. Æðar

Æðarnar víkka og hleypa meira blóði í gegn, en úr því streymir hiti út í svitaholurnar.

 

3. Svitaholur

Svitaholurnar (bláir spíralar) opnast þannig að húðin nær að losa hitann sem uppgufun. Hitalosunin verður meiri en sem svarar hita í drykknum.

Nægilegur vökvi er mikilvægur í hita

Þótt heitir drykkiri geti þannig kælt líkamann, er engu að síður mikilvægt að drekka nægan vökva í sumarhitanum – og þá líka kalda drykkir.

 

Of lítið magn vökva getur leitt af sér alvarleg óþægindi á borð við vöðvaverki, svima og hraðan hjartslátt.

 

 

Birt 21. júní 2021

 

 

 

JONAS GROSEN MELDAL

 

 

(Visited 690 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR