Hvers vegna vaxa hárin ekki eins?

Hvernig getur staðið á því að augnhár vaxa öðruvísi en hár á höfðinu, svo dæmi sé nefnt?

Maðurinn er með á að giska fimm milljónir hára á líkamanum, sem skiptast þannig að um 100.000 vaxa í hársverðinum en afganginn er að finna víðs vegar um líkamann, að undanskildum lófum og iljum.

 

Hvert einasta hár myndast í sínum eigin hársekk, sem stjórnast af boðefnum líkamans um að láta hárið vaxa, stöðva vöxtinn og leggjast í dvala ellegar að sleppa taki á hárinu með þeim afleiðingum að það dettur af.

 

Lengd háranna ræðst svo af lengd vaxtarskeiðsins en slíkt skeið getur staðið yfir í nokkur ár þegar höfuðhár eiga í hlut en á hinn bóginn vaxa augabrúnir aðeins í örfáa mánuði í senn.

 

Vaxtarhraði hársekkjanna stjórnast af ýmsum hormónum en hársekkirnir bregðast ekki eins við þeim og því vaxa hár með ólíkum hætti á hinum ýmsu stöðum líkamans. Kynhormónar karla hafa til dæmis aðeins takmörkuð áhrif á vöxt hára í hársverðinum en meiri áhrif á vöxt augabrúna og skeggs.

 

Kynhormón kvenna takmarka vöxt í andliti og sjá jafnframt til þess að halda hársekkjum í hársverðinum á sínum stað meðan á vaxtarskeiði þar stendur til þess að hárin þar vaxi í mörg ár í senn.

 
 
(Visited 67 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR