Nýjustu rannsóknir: Fríið búið áður en það byrjar

Nýjustu rannsóknir gefa til kynna að atburðir sem við hlökkum til vari skemur og að lengra sé í þá en raun ber vitni.

Maðurinn – sálfræði

Lestími: 2 mínútur

 

Margir hlakka til þess að standa upp frá skrifborðinu og komast út í góða veðrið. Þó skyldi gæta þess að setja ekki væntingarnar of hátt, ef marka má nýlega skýrslu frá fræðimönnum við Ohio State háskólann.

 

Fræðimenn komust að sömu niðurstöðu í fjórum ólíkum rannsóknum sem birtust í tímaritinu Consumer Psychology: Atburðir sem við hlökkum til virðast í meðvitundinni vara skemur en ella og biðtíminn eftir þeim hins vegar virðist langtum lengri en raun ber vitni.

 

Því meira sem við hlökkum til næsta frís, þeim mun skemur mun okkur finnast það standa yfir, jafnframt því sem okkur finnst það vera lengra undan en ella, ef marka má nýlegar rannsóknir.                       © Shutterstock

 

Alls 451 þátttakandi tók þátt í einni rannsókninni sem snerist um að gefa einkunn á kvarðanum 1-100 fyrir það hversu skemmtilegt yrði um næstu helgi. Að því loknu var metið á sama kvarða upphaf þessarar sömu helgar, svo og lok hennar, að mati þátttakendanna.

 

Tengslin voru greinileg. Því meira sem fólk hlakkaði til helgarinnar þeim mun lengra fannst því vera í helgina, auk þess sem tímabilið milli upphafs hennar og loka virtist styttra.

 

Ef þátttakendur hlökkuðu mikið til helgarinnar skynjuðu þeir iðulega að upphaf hennar og lok sköruðust og að helginni væri fyrir vikið lokið áður en hún hófst.

 

Við þekkjum það mæta vel að tíminn flýgur þegar við skemmtum okkur vel og þetta á enn fremur við um væntingar til skemmtunar í framtíðinni, ef marka má rannsóknirnar.

 

 

Birt 13.08.2021

 

 

SØREN STEENSIG

 

 

 

Lestu einnig:

(Visited 455 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR