Dauður páfi grafinn upp og réttað yfir honum

Í janúar 897 lét Stefán VI. páfi grafa upp lík fyrirrennara síns, Formosusar páfa, og stilla því í sæti sakbornings í einhverjum fáránlegustu réttarhöldum sögunnar.

 

Líkið sat í hásæti meðan Stefán VI. las yfir því ákærur sínar.

 

Einn af þjónum kirkjunnar annaðist málsvörn hins látna, sem að lokum var dæmdur sekur um að hafa rænt páfatitlinum af fyrirrennara sínum. Þegar dómur hafði verið kveðinn upp voru tignarklæðin tekin af líkinu, þrír fingur skornir af og allar tilskipanir hins látna páfa lýstar ógildar.

 

Líkið var síðan grafið í fljótheitum en skömmu síðar grafið upp á nýjan leik, bundið við lóð og fleygt í ána Tíber.

 

Þessi einstæðu réttarhöld sneru almenningsálitinu gegn Stefáni VI. og sögusagnir hermdu að lík Formosusar, sem skolað hafði upp á bakka fljótsins, gerði kraftaverk. Á endanum var Stefán VI. tekinn af lífi með kyrkingu.

 

Í nóvember 897 ógilti Theodor II. páfi réttarhöldin og lét aftur jarðsetja lík Formosusar með viðhöfn í Péturskirkjunni. Fáeinum árum síðar urðu aftur valdaskipti og enn einn í röð fjölmargra páfa á þessum tíma, Sergius III, lýsti réttarhöldin gild og lét setja lofsamleg ummæli á legstein Stefáns VI.

 
(Visited 772 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR