Menning og saga

Fjallið sigrar

Leiðin á hæstu tinda heims er einhver hin lengsta og mannskæðasta sem menn hafa tekist á við. Hún hefst með mælingum Breta á fjallinu á miðri 19. öld en það er ekki fyrr en upp úr 1920 sem þeir eru reiðubúnir að sigrast á Mount Everest. Hvað eftir annað krefst fjallið nýrra fórnarlamba en árið 1924 er útlit fyrir að loks takist að sigrast á því.

BIRT: 04/11/2014

Klukkan 12.50 léttir til svo að grillir í tind Everest. Skyndilega er efsti fjallakamburinn sýnilegur og frá bergsyllu í tæpra 8 km hæð skimar Noel Odell upp eftir pýramídlaga tindinum í von um að eygja félaga sína. Langt í burtu kemur hann auga á tvo agnarsmáa svarta díla sem eru greinilegir þar sem þá ber við glitrandi hvítan snjó um 250 m frá toppnum. Annar depillinn nálgast brattan klettavegg og rétt á eftir fylgir hinn; báðir fara hratt yfir. Síðan sveipast fjallið skýjum og George Mallory og Andrew Irvine hverfa sjónum hans.

 

Odell er sannfærður um að mennirnir tveir stefni á toppinn. Dagurinn fyrir þessa atlögu að hinum 8.850 m háa tindi gæti vart verið heppilegri: Þegar sólin dreifði fyrstu geislum sínum yfir Himalaya var frostið heilar 50 mínusgráður en himininn heiðskýr, útsýnið ágætt og léttur andvari.

 

Þrátt fyrir að vissulega væru skýjabakkar að hlaðast upp í vestri um áttaleytið, var veðrið um hádegisbil þann 8. júní 1924 enn ákjósanlegt.

 

Odell klifrar áfram upp að 6. búðum með matarbirgðir handa félögum sínum. Um tvöleytið nær hann til þessara efstu búða og skríður inn í tveggja manna tjald þar sem Mallory og Irvine höfðu átt næturstað. Tjaldið vegur salt á klettasyllu á vindsorfinni norðurhlið Everest í 8.168 m hæð. Í meira en 2 tíma bíður Odell eftir Mallory og Irvine og þegar þeir koma ekki fram verður hann sífellt áhyggjufyllri. Snjóstorminn hefur nú lægt og sólin gægist aftur fram en þrátt fyrir að Odell grandskoði fjallshrygginn kemur hann ekki auga á fjallgöngumennina tvo.

 

Hann klifrar nokkru hærra upp fjallið og kallar til þeirra án þess að fá svar. Þá ákveður hann að halda niður í 4. búðir þar sem John Hazard bíður spenntur eftir tíðindum.

 

Bretar vilja hefna Suðurpólsins

 

Heima fyrir í Stóra-Bretlandi halda allir niðri í sér andanum af eftirvæntingu. Áhuginn á Everest-leiðangrinum er gríðarlegur enda er vonast til að Mallory og Irvine muni skrá sig í sögubækur sem fyrstir manna til að ryðja brautina upp á eftirsóttasta tind heims.

 

Þjóðarstoltið sjálft er í húfi því að fimm árum áður, í mars 1919, hafði Konunglega breska landfræðifélagið, Royal Geographical Society, lýst því yfir í London að Bretar myndu fyrstir klífa Everest. Bretarnir voru ennþá miður sín eftir að Norðmaðurinn Roald Amundsen hafði náð á Suðurpólinn mánuði á undan þeirra eigin Robert Falcon Scott árið 1911.

 

Þá auðmýkingu átti nú að hrista af sér og sigrast á einum af þeim fáu ókönnuðu stöðum sem enn var að finna á landakortinu, Mount Everest, eða þriðja pól jarðar eins og Bretar nefndu fjallið.

 

Í leit að stærri áskorunum en hefðbundnum fjöllum Alpanna höfðu fyrstu bresku fjallgöngumennirnir þegar upp úr 1880 haldið til Himalaya þar sem fjölmargir lægri tindar voru klifnir. En fyrst þegar formaður Royal Geographical Society, Francis Younghusband, ákvað árið 1919 að stofna sérstaka Everest-nefnd, var hafist handa við undirbúning á leiðangrum sem áttu að kanna mögulegar leiðir upp á þriðja pól jarðar.

 

Heimatilbúinn leiðangur mælir fjallið

 

Árið 1921 var könnunarleiðangur Breta staddur við rætur Everest. Meðal leiðangursmanna var George Mallory sem var reyndur fjallgöngumaður og meðlimur Alpine Club til fimm ára og því sjálfkjörinn í leiðangurinn. Í fyrstu hafði Mallory verið efins um að halda af stað. Hann átti bæði fyrir fjölskyldu að sjá og kennarastarfi að sinna, og engin laun var að hafa í þessu sjö mánaða ferðalagi.

 

Hins vegar yrði hann þjakaður eftirsjá, ef hann hafnaði boði um þátttöku í ferð sem mátti teljast mesta ævintýri sem fjallgöngumaður stæði til boða. Í bréfi til vinar síns útskýrði hann vandræði sín:

 

„Ég stend gagnvart yfirþyrmandi vanda – Everest.“

 

Að lokum sigraði ævintýraþráin hagsýnina og eftir krefjandi siglingu til Indlands, langa lestarferð og torfært ferðalag um Tíbet kom Mallory loks auga á Everest þann 13. júní 1921. Þrátt fyrir að leiðangurinn hafi lent í miklum monsúnvindum og verið þjakaður af ófullnægjandi undirbúningi og takmörkuðum búnaði, í þungum frökkum með ullartrefla og heimaprjónaða sokka, líktust mennirnir einna helst vinahópi sem hafði óvænt lent í miklum snjóstormi í lautarferð á heimaslóðum; þótti hann frábærlega vel heppnaður.

 

Hópurinn hafði mælt fjallið frá þremur hliðum og með skissum og ljósmyndum teiknað upp fyrsta nákvæma kortið af Everest. Auk þess tókst Mallory, eftir fjölmargar ferðir upp fjallið, að finna heppilega leið á toppinn upp norðurhlið fjallsins.

 

 

Ári síðar var könnunarleiðangrinum fylgt eftir af leiðangri þar sem Mallory og félögum var ætlað að sigrast á Everest. Í þetta sinn voru fjallgöngumennirnir mun betur undirbúnir gagnvart komandi hindrunum. Leðurstígvélunum var skipt út fyrir skíðaskó með broddum til klifurs eða í léttari skóbúnað fyrir ferðir á láglendi og einnig hafði kosturinn verið betrumbættur. Til viðbótar við hefðbundnar kartöflur og jakuxakjöt tóku þeir með sér Heinz-spaghettí í dós, Huntersskinku, Harris-pylsur í dós, beikon og talsvert magn af rauðvíni og kampavíni.

 

Mestu skipti að nú höfðu menn yfir að ráða súrefnistækjum – að mati vísindamanna nauðsynlegur búnaður í þunnu fjallaloftinu. Fyrir ferðina höfðu samt verið heitar umræður um hvort rétt væri að taka þung og ómeðfærileg súrefnistækin með og Mallory var upphaflega andsnúinn því að nota það sem hann nefndi „enskt loft“.

 

Hver fjallgöngumaður með sinn eigin þjón

 

Sá flokkur manna sem í lok mars 1922 hélt frá indversku borginni Darjeeling við suðureyjar Himalaya var vel skipaður. Auk 100 burðarmanna og meira en 400 múldýra samanstóð hann m.a. af túlki, skósmiði, tjaldara, tveimur læknum, fjölmörgum kokkum, 10 súrefnisburðarmönnum, 40 sjerpum og að sjálfsögðu bresku fjallgöngumönnunum, ungum og dugmiklum hópi 6 manna. Sérhver fjallgöngumaður hafði sinn persónulega þjón, sem kom sér vel fyrir Mallory enda vanur því að dreifa búnaði sínum út um allt.

 

Þó að leiðangurinn á liðnu ári hefði verið þjakaður af feiknarlegum monsúnvindum var veðrið árið 1922 að líkindum enn verra. Það snjóaði og rigndi mest allan tímann og þegar Mallory og félagar hans lögðu fyrst til atlögu á toppinn þann 20. maí lentu þeir í blindbyl sem neyddi þá til að hörfa undan. Eftir að hafa vaðið snjó í mitti heilan dag sló hópurinn upp búðum fyrir nóttina í 7.600 metra hæð, en þegar þeir vöknuðu næsta morgun voru þeir illa haldnir.

 

Þrír af fingrum Mallorys voru kalnir, annað eyra Edward Nortons hafði þrefaldast vegna bólgu og Henry Morshead var svo illa leikinn af kuldanum að hann gat vart risið á fætur.

 

Engu að síður ákvað Mallory að leggja á fjallið, þó án Morshead sem beið eftir þeim í tjaldi sínu. Þrátt fyrir að vera nær örmagna tókst fjallgöngumönnunum að ná í methæð 8.225 m – án þess að nota súrefnistæki.

 

Á leiðinni niður til North Col voru mennirnir bundnir saman með reipi og þegar hinn örmagna Morshead missti fótfestuna dró hann tvo félaga sína með sér í fallinu þannig að allir þrír runnu niður fjallshlíðina í átt að úfnum jökli heilum 800 m neðar.

 

Mallory reyndist snarráður þegar hann hjó exi sinni niður í snjóinn og vatt reipinu um axarskaftið enda bjargaði hann lífi þeirra allra með viðbragðsflýti sínum.

 

Súrefnistækin loks tekin í sátt

 

Þrátt fyrir þessa skelfilegu reynslu gerði leiðangurinn fleiri tilraunir til að komast á tindinn og þann 25. maí tókst tveimur klifrurum, George Finch og Geoffrey Bruce að ná heila 8.320 m upp, einungis 530 m frá toppnum, og á hæsta punkt sem nokkur manneskja hafði til þessa komist.

 

Ólíkt Mallory og félögum höfðu Finch og Bruce notað súrefni við klifrið og frá grunnbúðum hafði það tekið þá 12 tíma og fjórðungi betur að komast svo hátt upp. Þar með var kostur súrefnisins orðinn augljós, því til samanburðar höfðu Mallory og félagar hans verið næstum því þremur tímum lengur á leiðinni án þess að komast jafn hátt.

 

Þrátt fyrir að nú hafði fallið hálfur metri af snjó og fjallgöngumennirnir í slæmu ásigkomulagi – hæðarsýki, magaveiki, alvarlegt kal og óreglulegur hjartsláttur kvaldi leiðangurinn – ákvað George Mallory að gera enn eina atlögu að tindinum. Skömmu fyrir brottför skrifaði hann vini sínum um heilabrot sín vegna þeirrar ákvörðunar:

 

„Þetta er djöfullegt fjall. Kalt og svikult. Kannski er það hrein vitfirring að halda þangað upp á ný. En hvernig á ég að geta látið það vera?“

 

Monsúntíminn var í aðsigi – þetta var síðasta tækifæri leiðangursins og Mallory vildi fyrir alla muni nýta það. Þann 7. júní barðist hann ásamt Somervell, Crawford og 14 sjerpum upp djúpan snjóinn á North Col. Um 13.30, eftir margra tíma erfiði, heyrði Mallory skyndilega djúpar drunur og í kjölfar þeirra hljóð sem líktist sprengingu. Þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað snjóskriðu var hann ekki í minnsta vafa um hvað var í vændum. Í einu vetfangi var sem snjóþekjunni væri kippt undan fjallgöngumönnunum og 9 sjerpar sem voru samanbundnir með tveimur reipum þeyttust niður í djúpa jökulsprungu, þar sem þeir grófust undir mörgum tonnum af snjó.

 

Mallory mætir mikilli gagnrýni heima fyrir

 

Í örvæntingarfullu kappi við tímann grófu Mallory og aðrir leiðangursmenn í snjóinn til að bjarga félögum sínum, en einungis tveir sjerpar fundust á lífi. Harmleikurinn var staðreynd, dauðinn hafði tekið fyrstu fórnarlömb sín á Everest og sorg og sjálfsásakanir urðu nú fylgisveinar leiðangursins.

 

                                                                                                                       George Mallory

 

Einkum var Mallory með böggum hildar: Hann taldi sig hafa leitt sjerpana í dauðann með því að gera síðustu tilraun til uppgöngu við svo hættulegar aðstæður og ásakaði sjálfan sig fyrir vikið. Þegar heim kom til Bretlands var Mallory ákaft gagnrýndur fyrir að hafa sýnt af sér lélega dómgreind. Þrátt fyrir dauðsföllin og gagnrýnina taldi Everest-nefndin samt leiðangurinn hafa verið árangursríkan: Ekki aðeins voru sett tvö hæðarmet heldur höfðu Bretarnir öðlast mikilvæga reynslu um notkun súrefnistækja. Í ljósi þess var ákveðið að senda enn einn leiðangur af stað – með hliðsjón af undirbúningi og efnahag þó fyrst árið 1924.

 

Til að skrapa saman peningum fyrir sig og fjölskylduna hélt Mallory í upphafi ársins 1923 í þriggja mánaða fyrirlestrarferð til BNA þar sem hann greindi frá reynslu sinni nærri toppi heimsins. Smám saman varð Mallory þó þreyttur vegna sífelldra sömu spurninganna frá áhorfendum og blaðamönnum. Þegar hann í 117. sinn var spurður um hvers vegna hann vildi yfir höfuð klífa Everest svaraði hann dálítið pirraður með orðum sem síðar urðu ódauðleg:

 

„Because it’s there!“

 

Hikar við að tefla lífi í tvísýnu á ný

 

Þrátt fyrir að Mallory hafi þegar verið útnefndur sem þátttakandi af valnefndinni í leiðangurinn 1924, og hafði verið á listanum frá byrjun, var hann allt fram á haustið 1923 í miklum vafa um að staðfesta þátttöku sína. Annars vegar var það óbærileg tilhugsun að aðrir hyggðust klífa Everest án hans, en hins vegar þráði hann venjulegt fjölskyldulíf heima fyrir. En fyrir áeggjan bæði konu sinnar, Ruth og Everest-nefndarinnar strokaði hann út spurningarmerkið við nafn sitt á listanum.

 

Þegar Mallory er staddur í grunnbúðunum við Rongbukjökulinn í 5.440 metra hæð þann 27. maí 1924 skrifar hann Ruth, vitandi af biturri reynslu hvaða áskorun bíður hans. Engu að síður er hann einbeittur og fullur eldmóðs.

 

„Elskan. Ég óska þess af öllu hjarta að áhyggjur þínar verði yfirstaðnar þegar þú lest þetta bréf – bestu fréttirnar berast hraðast. Líkurnar eru 50 á móti einum gegn okkur, en við viljum reyna að hreppa heiðurinn. Ástarkveðjur, þinn að eilífu, George.“

 

Leiðangurinn hófst vofveiflega þegar tveir innlendir aðstoðarmenn létu lífið eftir margra daga barning í snjóstormi og allt að 50 gráðu frosti. En loks er útlit fyrir að allt gangi eftir áætlun. Everest skal sigrað í áföngum og fjallgöngumennirnir og burðarmenn eru vel á veg komnir með að setja upp þær fimm búðir sem verða til stuðnings á uppgöngunni.

 

Síðasta máltíðin er sardínur, kex og kakó

 

Mallory hefur valið hinn 22 ára Andrew Irvine, sem er vissulega lítt reyndur, en ákaflega hraustur og þrautseigur. Fyrst og fremst er það samt lagni hans við allan vélbúnað sem ræður valinu, enda hafa súrefnistækin verið furðu dyntótt og bilanagjörn. Þessi eiginleiki hans getur skilið á milli lífs og dauða þegar lagt verður til atlögu við efsta tind Everest.

 

                                                                                      George Mallory og Andrew Irvine

Árla morguns þann 6. júní snæða þeir Mallory og Irvine steiktar sardínur, ásamt kexi og heitu kakói áður en þeir spenna á sig stór og fyrirferðarmikil súrefnistækin og gera sig reiðubúna til að halda frá fjórðu búðum ásamt átta sjerpum.

 

Mallory vill óðfús halda af stað en leyfir þó Odell að taka myndir af þeim Irvine. Síðan halda þeir félagarnir kl. 8.45 upp til fimmtu búða, hvaðan fjórir sjerpar snúa til baka um fimmleytið með þessa kveðju frá Mallory: „Hér er nær ládautt og útlitið er gott.“ Næsta dag halda þeir Mallory, Irvine og fjórir sjerpar upp að sjöttu búðum, þeim allra efstu sem eru í 8.168 m hæð á Norðurveggnum, einungis 600 m frá toppnum. Eftir að hafa komið svefnpokum og vistum fyrir í tveggja manna tjaldinu sem kúrir á vindsorfinni klettasyllu snúa sjerparnir til baka með eftirfarandi orðsendingu frá Mallory:

 

„Við höldum líklega af stað árla næsta morguns í von um gott veður. Það verður ekki of snemmt að skima eftir okkur annað hvort á leiðinni yfir á klettabeltið undir hyrnunni eða á leiðinni upp um áttaleytið.“

 

Skilaboðunum er beint til John Noels sem ætlar að mynda fjallgönguna með öflugri aðdráttarlinsu neðar í fjallinu. Hvenær Mallory og Irvine lögðu af stað næsta morgun er óvíst, en þegar Noel og Odell halda til sjöttu búða eins og um var talað kl. 8 þann 8. júní, er hann sannfærður um að fjallgöngumennirnir tveir hafi þegar verið einhverja tvo tíma á leiðinni og hljóti því að vera afar nærri toppnum, jafnvel þegar farnir að höggva þrep í ísinn á allra síðustu hyrnunni.

 

Það er ekki fyrr en 5 tímum seinna sem Odell kemur auga á agnarsmáa depla á hreyfingu, sem nálgast brattann klettavegg u.þ.b. 250 m frá toppnum. Miðað við tímaáætlun Mallorys hefur þeim seinkað mikið, en þeim vegnar vel svo Odell hefur í fyrstu engar áhyggjur af þeim. Í meira en tvo tíma bíður hann í 6. búðum eftir að félagarnir snúi til baka. Þegar ekkert bólar á þeim yfirgefur hann tjaldið og klifrar niður í 4. búðir, en skimar þó í sífellu eftir Mallory og Irvine á leiðinni.

 

Kross í snjónum til marks um ótíðindin

 

Í björtu tunglskini vakir Odell ásamt John Hazart um nóttina í von um einhver lífsmerki frá Mallory og Irvine. En ekkert gerist og næsta morgun klifrar Odell enn á ný upp í 6. búðir til að leita að félögum sínum eða finna einhver ummerki sem geta afhjúpað hvað um þá varð.

 

Búðirnar eru yfirgefnar og enginn hefur verið í tjaldinu um nóttina. Þá ályktar Odell að harmleikur hafi átt sér stað. Hann ber svefnpokana tvo út úr tjaldinu og leggur þá í snjóinn þannig að þeir myndi T-merki, en fyrirfram höfðu leiðangursmenn sammælst um að myndi þýða: Engin ummerki, hef gefið upp alla von.

 

Drjúgum 1.200 metrum neðar sér Hazard skilaboðin sem berast skömmu síðar niður eftir Everest til annarra í leiðangrinum sem eru staddir í grunnbúðunum. Sex teppi eru lögð út og mynda kross þannig að í sex kílómetra fjarlægð má greina vátíðindin.

 

Þann 17. október 1924 er haldin minningarathöfn um George Mallory og Andrew Irvine í St. Pauls Cathedral í London. Konungsfjölskyldan, oddborgarar, fjölskyldur fjallgöngumannanna og fulltrúar frá bæði Alpine Club og Royal Geological Society eru viðstaddir í fullri dómkirkjunni, þar sem biskupinn lofar „þessa tvo fremstu áskorendur sem Everest hefur nokkru sinni mætt“.

 

Irvine reynir að aftra hrapi Mallorys

Enginn í dómkirkjunni vissi hver örlög fjallgöngumannanna tveggja urðu. Fyrst 75 árum síðar var hluti ráðgátunnar leystur þegar könnunarleiðangur fann vel varðveitt lík George Mallory árið 1999. Í brjóstvasa hans fundust snjógleraugu og í öðrum vasa vasahnífur, brotinn hæðarmælir, ónýtt úr þar sem stóri vísirinn var rétt yfir tvö, skæri, eldspýtnastokkur og bréf frá fjölskyldu og vinum.

 

Um mitti Mallorys var reipi sem hafði greinilega slitnað í sundur, svo ætla má að hann hafi verið bundinn Irvine þegar hann hrapaði. Reipið var bundið um mittið með pelastikk-hnúti og hafði hert svo að Mallory að greinileg fleiður voru á húð hans. Það kann að vera til marks um að Irvine hafi af öllu afli reynt að koma í veg fyrir hrap Mallorys og að honum hafi tekist það í skamma stund áður en reipið slitnaði.

 

Það líða næstum þrír áratugir áður en Bretar gera nýja atlögu að Everest árið 1953. Í þetta sinn er leiðangurinn skipulagður eins og um hernaðaraðgerð sé að ræða. Þeir tveir útvöldu menn sem fyrstum er ætlað að sigrast á Everest, eru nýsjálenski býflugnabóndinn Edmund Hillary og tíbetski bóndasonurinn Tenzing Norgay.

 

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Lifandi Saga

Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Maðurinn

Hvers vegna þarf eldra fólk minni svefn?

Lifandi Saga

Fjöldamorðin í Katyn: Stalín hugðist brjóta Pólverja á bak aftur

Maðurinn

Matseðill morgundagsins: Skordýrabrauð með ostlíki úr geri

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Árið 2009 kom dularfullur forritari fram með heimsins fyrstu rafmynt. Það átti eftir að gjörbreyta fjárhagslífi heimsins. Rafmynt gæti gert banka ónauðsynlega og komið í veg fyrir verðbólgu – en hún er fullkominn myntfótur fyrir glæpamenn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.