Menning og saga

Hofið í frumskóginum

BIRT: 04/11/2014

Eitt af þessum hofum, sem jafna má við musteri Salómons og byggt af jafningja Michaelangelo, á skilið heiðurssess meðal fallegustu bygginga mannsandans. Stórfenglegra en allt sem Grikkir eða Rómverjar skildu eftir sig.

 

Það var með þessum orðum sem hinn franski náttúrufræðingur kynnti forviða vestrænum heimi fyrir risavaxinni hofbyggingu, sem hann hafði heimsótt djúpt inni í frumskóginum, þar sem í dag er Kambódía.

 

Svæðið hafði þá aðeins verið heimsótt af fáeinum Evrópubúum og enginn þeirra hafði nokkurn tímann séð viðlíka byggingu. Og það þarf ekki að koma á óvart því það jafnast einfaldlega ekkert á við þetta risavaxna hof í frumskóginum.

 

Angkor Wat er stórkostlegt byggingarafrek. Það samanstendur af einskonar þrepapýramída sem gnæfir 65 metra yfir umhverfið og nær yfir flatarmál sem nemur um ferkílómetra.

 

Utan um allt þetta er mikill múr og stærðarinnar virkisgröf. Þar fyrir innan er að finna fimm sammiðja garða sem eru skipulagðir eftir heimshornunum.

 

Í miðju eru fjölmargar byggingar með fimm turnum og skagar sá hæsti 42 metra upp í loftið.

 

Varfærnislegt mat kveður á um að allar byggingarnar innihaldi nærri 275 þúsund rúmmetra af steinblokkum. Gjörvallt byggingarsvæðið er ríkulega skreytt með fögrum lágmyndum hoggnum í sandstein.

 

Þær endursegja m.a. atburði frá mismunandi tímaskeiðum, orrustur og trúarlegar sögur.

 

Sjálft nafnið Angkor Wat er annars tiltölulega nýtt af nálinni og er þess fyrst getið um miðja sautjándu öld. Það þýðir eiginlega bara borgarhof, en Angor er komið úr sanskrít og þýðir bær eða höfuðborg, meðan Wat er khmer-orð fyrir hof.

 

Ekki er vitað um upprunalegt nafn staðarins því aldrei hafa fundist samtímarit sem vísa til hofsins.

 

Angkor Wat er einstakt arkitektónískt listaverk og verður einatt til að yfirskyggja þá staðreynd, að allt svæðið er nefnist Angor, býr yfir mun meiru.

 

Angkor Wat er einungis eitt af um fimmtán stærri og meira en 100 minni minnismerkjum sem liggja á víð og dreif um rúmlega 400 ferkílómetra svæði.

 

Ekki er vitað nákvæmlega hve mörg hofin eru, m.a. þar sem drjúgur hluti svæðisins hefur ekki ennþá verið hreinsaður af jarðsprengjum sem grafnar hafa verið niður í þessu stríðshrjáða landi síðari helming 20. aldar.

 

Angkor verður miðstöð

 

Byggingarstarfsemi á svæðinu hefur verið gríðarleg um margra alda skeið. Hin fjölmörgu hof hafa verið reist af samfélagi með ríkulegar auðlindir.

 

Um Angkor Wat er vitað að það var byggt meðan Suryavarman réði ríkjum á árunum 1113 – 1150. Suryavarman var einn kónga í Khmer-ríki, sem kom fram í núverandi Kambódíu á fyrri helmingi 9. aldar.

 

Khmerarnir voru herskáir og lögðu smám saman undir sig mikla hluta þess svæðis sem við í dag þekkjum sem Tæland, Laos og Víetnam.

 

Á fyrstu árum Khmer-ríkisins fluttist höfuðborgin fram og aftur, en um 980 tók Angor að vaxa sem valdamiðstöð. Þarna hóf Suryavarman fyrir um 890 árum byggingu Angkor Wat. Borgarsamfélagið Angkor var hjarta Khmer menningarinnar í um 450 ár. Endanlegt náðarhögg kom árið 1431 þegar Angor var hernumið af Tælendingum eftir sjö mánaða umsátur.

 

Þar með leið ríki Khmeranna undir lok. Höfuðborgin var síðan yfirgefin af íbúunum.

 

Sagnfræðingar og fornleifafræðingar hafa velt vöngum yfir markmiði á byggingu Angkor Wats. Ekki er að finna neinar samtímatilvísanir til staðarins og því hafa getgátur fremur ráðið ríkjum.

 

Við uppgröft hafa fundist greftrunarkrukkur undir miðturninum og hugsanlegt er að þær innihaldi jarðneskar leifar af hinum herskáa Suryavarman.

 

Líklegast er þó að byggingarnar hafi verið reistar sem lofgjörð til hindúguðsins Vishnu og síðan nýttar sem grafhýsi fyrir látna konunga.

 

Einnig er vitað að staðurinn hefur verið notaður sem búddískt hof. Það gerir hann að nokkru leyti ennþá. Khmerarnir voru upprunlega indúatrúar en turnuðust til búddisma um þrem öldum eftir að Angkor Wat var byggt.

 

Framandlegar skýringar

 

Hluti áhangenda svonefndrar archeoastronomiu, þ.e.a.s. fræðimennskunnar um manneskjur fortíðar og samband þeirra og vitneskju um himintunglin, telur sig geta sannað að Angkor Wat hafi í raun verið eins konar stjörnuathugunarstöð þar sem leiðarlínur um hina mismunandi turna vísi til punkta á sjóndeildarhringnum þar sem á mismunandi tímum ársins koma fram markverð stjarnfræðileg fyrirbæri.

 

Aðrir hafa í þessu sambandi bent á að það séu svo margar spírur og önnur kennileiti á Angkor Wat að draga megi línur sem benda á hvað sem helst. Sumir fræðimenn hafa einnig einblínt á að Angkor Wat snýr mót vestri. Langflest sambærileg minnismerki á svæðinu snúa nefnilega mót austri. Því hafa sumir haldið fram að líta beri á það sem utanaðkomandi áhrif, kannski tilkomu óþekkts ættbálks úr vesturátt. Þó er fátt sem styður þá kenningu.

 

 

Ástæðan er fremur sú að Suryavarman tileinkaði byggingu sína Vishnu, sem jafnan er tengdur sólsetri og vesturátt. Ein undarlegasta túlkunin er að byggingarnar séu í raun líkan af miðju heims og turnarnir fimm eigi að tákna hið kosmíska fjall Merú í goðsögum hindúa.

 

Merú hefur einmitt fimm tinda. Í þessu samhengi er litið á garðana fjóra sem eftirmynd af fjórum tímaskeiðum hindúa.

 

Steinarnir fluttir 45 kílómetra

 

Byggingartæknin er harla óvanaleg fyrir verk af þessari stærðargráðu. Grunnurinn samanstendur að mestu leyti af plintít, sem er djúptliggjandi jarðtegund staðarins. Plintít má móta í náttúrulegu ástandi þess, og skera það í blokkir sem verða glerharðar er þær þorna.

 

Sjálfar byggingarnar samanstanda einkum af sandsteinsblokkum. Erfiðara er að brjóta þær en plintín, en þær eru meðfærilegri þegar þær eru tilbúnar til notkunar.

 

Öllu gildir að fella má blokkirnar nákvæmlega saman og jafnframt skera í þær fagrar lágmyndir. Mikilvægi byggingarsteinanna má sjá af því að sandsteinarnir eru ekki af staðnum. Þeir hafa verið sóttir úr Kulenfjalli sem er í um 45 km fjarlægð norðaustur af svæðinu.

 

Þaðan hafa steinblokkirnar verið fluttar eftir fljótum og eftir sérgröfnum skurðum allt upp að sjálfu byggingarsvæðinu.

 

Flutningur og meðferð steinblokkanna, en sumar vega þær mörg tonn, hefur eðlilega verið bæði hægur og erfiður, en á Angor-svæðinu hefur maður hins vegar notið góðs af togkrafti sem ekki er að finna á mörgum öðrum stöðum í heiminum við byggingu stórra minnismerkja, nefnilega afli fílanna.

 

Harla lítið er vitað um verktilhögun en undirbúningurinn hefur augljóslega verið mikill og góður.

 

Mouhot uppgötvaði t.d. að holur er að finna í flestum steinblokkunum og einatt fleiri eftir því sem steinarnir eru stærri.

 

Holurnar ná ekki langt inn í steinanna, oft aðeins 8 – 10 sm, og mikið hefur verið um þær ritað. Sú skoðun er fyrirferðarmest að þetta hafi verið burðarholur, sem hafi gert mönnum kleift að koma böndum á steinana. Þannig mátti draga þá í mismunandi áttir og eins stýra þeim með mikilli nákvæmni.

 

Engin steypa er notuð í byggingarnar og Khmerarnir virðast ekki hafa lært tæknina um sjálfberandi hvelfingar, sem þekkjast m.a. frá mörgum rómverskum brúm í Evrópu.

 

Þar sem þyngdaraflið er hið eina sem heldur fjölmörgum byggingarsteinunum saman setur það eðlilega arkitektónískar takmarkanir.

 

Til að styrkja byggingarnar hafa verið höggnir út sérstakir tappar í steinana sem passa í samsvarandi holu á aðliggjandi stein og hefur þetta verið mikil nákvæmnisvinna.

 

Tækni þessi er ekki óþekkt á öðrum stöðum í heiminum en yfirleitt látin duga við lægri og smærri byggingar, mest tvær hæðir. Í Angkor Wat nær þessi byggingartækni algerum hápunkti – jafnvel hæsti turninn í þessu stórkostlega hofi er þegar öllu er á botninn hvolft einungis margar lausstaflaðar steinblokkir.

 
 

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Skortur á stáli ýtti undir sköpunarkraft bandamanna í baráttunni við hina illræmdu kafbáta nasistanna. Ein ótrúlegasta tilraunin átti sér stað á stöðuvatni einu í Kanada.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.