Rómverskt musteri stórt sólarúr

Pantheon hefur verið eins konar vörumerki Rómar allar götu síðan þessari 43 metra háu byggingu var lokið árið 128 e.Kr.

 

En þetta hátt í 2.000 ára gamla musteri varðveitir sérstakan leyndardóm að áliti Roberts Hannah, fornleifafræðings hjá Otago-háskóla.

 

Hannah telur musterið ekki aðeins hafa verið reist guðunum til dýrðar – Pantheon merkir „allir guðir“ – heldur hafi byggingin einnig verið hugsuð sem risavaxið sólúr sem Rómverjar notuðu m.a. til að sjá hvenær jafndægur væri – þeir tveir sólarhringar á vori og hausti þegar dagur og nótt eru jafnlöng. Vorjafndægur ber yfirleitt upp á 21. mars en haustjafndægur 23. september.

 

Byggingin er hringlaga og kúpulþakið nákvæm hálfkúla með hringlaga gati efst. Að stærðinni undantekinni er lögunin hin sama og á þeim sólúrum sem Rómverjar notuðu. Á jafndægri líður sólargeislinn um skilin milli veggja og lofts og á hádegi skín sólin í gegnum rimlaop yfir inngangsdyrunum og út í súlnaganginn við norðurhlið musterisins.

 

Robert Hannah telur útilokað að þetta sé tilviljun. Sólargeislann sem nær gegnum opið á jafndægri segir hann tákn um samband guðanna og keisarans sem tilbað guðina í súlnagöngunum. Þannig náðu keisararnir að upphefja sjálfa sig og undirstrika sinn eigin guðdómleika.

 
(Visited 78 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR