Slagorð skrifuð á rómverska mynt

Ísraelskir fornleifafræðingar hafa fundið næstum 1.900 ára gamlan fjársjóð í afskekktum helli í Hebronfjöllum. Þarna fundust um 120 peningar og ýmis vopn sem uppreisnarmenn gegn Rómverjum hafa trúlega skilið eftir sig.

 

Gyðingar, sem voru á flótta eða gerðu uppreisn, héldu oft til í hellum og báru þangað með sér allt mögulegt, allt frá mat og drykk til handrita. Peningarnir sem þarna fundust eru rómverskir að uppruna, en sumum þeirra hefur verið breytt og gyðingleg tákn sett í stað hinna rómversku, m.a. má sjá musterið í Jerúsalem og slagorð, svo sem „Fyrir frelsi Jerúsalem“. Þessi uppreisn hófst árið 132 e.Kr. en var brotin á bak aftur árið 135.

Fjársjóðurinn fannst í afhelli sem aðeins verður komist inn í um mjótt og þröngt op. Þetta er að líkindum ástæða þess að ræningjar hafa ekki látið hér greipar sópa fyrir löngu.

 
 
(Visited 59 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR