Menning og saga

Stærstu teikningar veraldar

BIRT: 04/11/2014

Vinnuhlé geta verið til margra hluta nytsamleg – jafnvel nýst til meiri háttar uppgötvana. Þetta sannaðist á tveimur aðstoðarmönnum við fornleifauppgröft við Cantallo skammt frá Nazca-sléttunni dag einn í september 1926. Þeir nýttu sér vinnuhléið til að klifra upp á hæð í nágrenninu og njóta útsýnisins yfir eyðisléttuna.

 

Sjálfum sér – og yfirmanninum Julio Tello – til mestu undrunar uppgötvuðu þeir að Nazca-sléttan var hreint ekki jafn auð og álitið hafði verið. Hún var þvert á móti þakin risavöxnum teikningum sem greinilega voru gerðar af mönnum.

 

Nazca-sléttan er í suðurhluta Perú, á milli Andesfjalla og Kyrrahafs. Þessi háslétta er meira en 1.300 ferkílómetrar að stærð og á henni eru línur, flatarmálsform og myndir hundruðum saman.

 

Uppruni þeirra og tilgangur er fornleifafræðingum mikil ráðgáta. Leirkerabrot, leifar af eldstæðum og búðum hafa verið aldursgreind til tímabilsins frá því um 300 f.Kr. – 540 e.Kr. og því er reiknað með að línurnar hafi verið gerðar á þessum tíma, en öllu meira er ekki vitað um þær.

 

Engin athygli í 500 ár

 

Línurnar sem mynduðu ýmis mynstur voru nokkuð daufar og sáust ekki greinilega nema ofan frá eða með því að standa í einni þeirra og horfa langsum eftir henni. Það verður engu að síður að teljast merkilegt að enginn skyldi hafa tekið eftir þessum línum fyrr.

 

Vegur hafði verið lagður um þann hluta þjóðleiðarinnar sem liggur yfir Nazca-sléttuna 10 árum fyrr en enginn hafði minnst einu orði á línurnar, þótt vegurinn hefði verið lagður þversum yfir allmargar þeirra. Spánverjar sem hér höfðu iðulega verið á ferð allt síðan á 16. öld, virtust heldur ekki hafa tekið eftir neinu, því hvergi er minnst á línurnar í ferðadagbókum þeirra.

 

Sérkennilegast af öllu var þó að teikningarnar skyldu enn vera til. Þær línur sem mynda teikningarnar voru gerðar þannig að örþunnt lag úr dökkur smásteinum á yfirborðinu voru fjarlægðir þannig að gulur eyðimerkursandurinn kom í ljós.

 

Annars staðar í heiminum hefðu vindar, veður eða gróður fyrir löngu þurrkað slíkar línur út, en á þessari eyðisléttu rignir nánast aldrei og langoftast er blankalogn. Hér er gróðri heldur ekki fyrir að fara.

 

Á fjórða áratugnum flugu menn yfir svæðið og kortlögðu allmargar af teikningunum, en enginn treysti sér enn til að skýra tilgang þeirra.

 

Árið 1938 ákváðu menn hjá Long Island-háskólanum að rannsaka fyrirbrigðið nánar og sendu fornleifafræðinginn Paul Kosok hingað til að rannsaka hvort hugsanlegt væri að línurnar væru leifar fornra áveituskurða.

 

Kosok varð fljótlega ljóst að sú hugmynd fékk engan veginn staðist, en aftur á móti tók hann eftir því eitt sinn að kvöldi dags að sólin settist nákvæmlega fyrir enda beinnar línu sem hann stóð þá við.

 

Jafndægur á suðurhveli var nýliðið og þetta kom honum til að velta fyrir sér hvort línurnar kynnu að hafa haft stjörnufræðilega þýðingu.

 

Háskólinn veitti honum leyfi til að vinna áfram að málinu. Til rannsókna sinna þurfti hann aðstoðarmann sem byggi yfir mikilli þekkingu á stærðfræði og stjörnufræði. Þetta varð til þess að hann komst í samband við Maríu Reiche sem átti heima í Cusco þar sem hún var kennari og fékkst við þýðingar vísindatexta.

 

Með þeim tveimur tókst samvinna sem hélst allt þar til Kosok sneri heim árið 1948. En eftir það hélt María Reiche áfram starfi sínu allt þar til hún lést árið 1998.

 

Sléttan of mjúk fyrir geimskip

 

Það kom fljótt í ljós að myndir og línur voru talsvert fleiri en áður hafði verið talið. Kosok og Reiche uppgötvuðu líka að hér var að finna margar gerðir af teikningum.

 

Mest áberandi eru langar og beinar línur eða mynstur. Sumar línurnar eru allt að 8 km langar og eru dregnar af ótrúlegri nákvæmni. Frávik þeirra frá nákvæmlega réttri stefnu eru ekki nema 1 – 2 metrar.

 

Þar fyrir utan er sléttan skreytt með stórum flatarmálsmynstrum, m.a. mjög nákvæmlega teiknuðum þríhyrningum og tíglum. Hér eru líka gríðarstórar myndir af dýrum og plöntum, þar á meðal eru 18 fuglamyndir sem eru allt frá 8 upp í 140 metrar að lengd.

Einnig er hér að finna mynstur sem gerð eru úr litlum steinhrúgum og kynnu að hafa verið eins konar skissur að stóru myndunum. Auk teikninganna á sléttunni eru líka mynstur í hlíðunum í kringum hana.

 

Kosok og Reiche sendu fyrst frá sér umfjöllun um Nazcalínurnar árið 1947 en hún vakti takmarkaða athygli. Í kringum 1970 fóru ýmsir rithöfundar að nýta línurnar til að rökstyðja kenningar sínar um að mannkynið hefði til forna verið í sambandi við geimverur og notið tilsagnar þeirra.

 

Áhangendur þessarar kenningar töldu útilokað að menn hefðu getað dregið Nazcalínurnar hjálparlaust á þessum tíma. M.a. var því haldið fram að ógerlegt hefði verið að teikna þessar risavöxnu myndir án þess að geta flogið og til þess hefðu listamennirnir að sjálfsögðu þurft utanaðkomandi aðstoð. Þessar kenningar vöktu miklar umræður, ferðamenn tóku að streyma á svæðið og rökræður um spurningarnar; hver? hvers vegna? og hvernig? hófust nú fyrir alvöru.

 

María Reiche hreifst síður en svo af geimverukenningunum. Ein þeirra byggðist t.d. á því að stóru flatarmálsmyndirnar hefðu verið lendingarbrautir fyrir geimför, en Reiche benti á að undir smásteinunum á yfirborðinu sé að megninu til sandur á þessari sléttu og því ekki heppilegur lendingarstaður.

 

Almennt taldi María Reiche ekki neitt sérstaklega leyndardómsfullt við það hvernig línurnar hefðu verið gerðar. Hún sýndi fram á að tiltölulega einfalt hefði verið að yfirfæra litla teikningu á stóran flöt með því að notast við snúrur og staura.

 

Og eftir því sem tímar liðu fram fann hún líka allmarga staura eða hæla sem notaðir hafa verið við formun teikninganna, nákvæmlega þar sem þeirra mátti vænta.

 

Hún fann líka víða ummerki þess að litlar teikningar hefðu fyrst verið dregnar áður en þær voru yfirfærðar í fulla stærð.

 

María Reiche gerði líka fjölmargar athuganir sem virtust sýna að línurnar á hásléttunni hefðu fyrst og fremst stjörnufræðilega þýðingu.

 

Þær sýna hvar á himni ákveðin stjörnumerki koma upp eða setjast á ýmsum árstímum, svo og stöðu sólar við sólhvörf á vetri og sumri og við jafndægur á vori og hausti.

 

En aðrir stjörnufræðingar hafa síðan farið yfir þessa útreikninga og ekki getað séð þetta samhengi milli atburða á stjörnuhimninum og stefnu línanna.

 

Önnur útbreidd kenning segir Nazcalínurnar fyrst og fremst hugleiðslu- og tilbeiðslustíga.

 

Um þessa stíga átti fólk sem sagt að ganga til að ná sambandi við æðri máttarvöld. Slík fyrirbrigði eru þekkt annars staðar í Suður-Ameríku, en á hinn bóginn er óvíst hvort það hefur verið tilgangurinn með þessum risastóru teikningum.

 

Stærsti vandinn við rannsóknir á teikningunum er fólginn í því að þjóðin sem gerði þær hefur nánast ekki skilið nein önnur spor eftir sig. Hvorki finnast neina skrifaðar heimildir né aðrar myndir en þessar og þau fáu leirkerabrot og leifar af eldstæðum sem fundist hafa segja í rauninni ekkert um hverjir þessir listamenn voru eða hvernig þeir lifðu.

 

Kafna í frægðinni

 

Nazcalínurnar eru það fyrirbrigði sem dregur hvað flesta ferðamenn til Perú.

 

Sú mikla frægð sem þær hafa hlotið er jafnframt stærsta ógnin við tilvist þeirra. Línurnar eru afar viðkvæmar og þótt loftslagið á hásléttunni hafi varðveitt þær í meira en 2.000 ár hefur aukin ásókn ferðamanna valdið því að margar teikningar hafa skemmst eða jafnvel eyðilagst.

 

Enn má greina flestar myndirnar en það er aðeins að takmörkuðu leyti unnt að fara milli þeirra á jörðu niðri. Það kemur reyndar ekki mikið að sök þar eð línurnar sjást fremur illa á jörðu niðri.

 

Best yfirlit yfir þær fæst t.d. með því að fara upp í útsýnisturn úti á jaðri sléttunnar eða með því að fara í útsýnisflug.

 

Enn eru línurnar rannsakaðar og reynt að rýna í merkingu þeirra af mikilli ákefð. Við háskólann í Dresden hefur t.d. verið sett upp sérstök deild til minningar um Maríu Reiche og starf hennar. Tilgangur þessarar deildar er að skrá og varðveita allar teikningar og línur fyrir framtíðina.

 

Einnig eru í gangi allmörg japönsk rannsóknaverkefni sem miða að því að kortleggja syðri hluta Nazca-sléttunnar og nærliggjandi svæði í þeim tilgangi að tengja teikningarnar inn í stærra landslagssamhengi og greina útbreiðslu þeirra.

 

Vorið 2006 tilkynntu japanskir vísindamenn um uppgötvun hátt í 100 áður óþekktra teikninga sem þeir höfðu fundið með því að rýna í gervihnattamyndir af nokkuð ósléttari svæðum á suðurhluta sléttunnar. Í framtíðinni gætu því enn fleiri teikningar átt eftir að koma fram.

 
 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is