Menning og saga

Tröllið tamið

Þegar Bretar komu til Nepal árið 1953 er leiðangurinn skipulagður rétt eins og hernaðaraðgerð. Liðnir eru þrír áratugir frá því að Mallory og Irvine hurfu á Everest og nú skal loks sigrast á fjallinu. Fyrsta lokaatlagan er við það að fara úrskeiðis, en þegar nýsjálenskur býflugnabóndi og tíbetskur sjerpi fá tækifærið mætir Everest sínum harðskeyttustu andstæðingum.

BIRT: 04/11/2014

Sú vera sem kemur skjögrandi niður fjallið í morgunskímunni þann 26. maí 1953 líkist helst snjómanninum hræðilega. Fáum metrum aftan við hann kemur önnur manneskja í ljós. Báðar eru klakabrynjaðar og hreyfa sig með stífum skrykkjóttum skrefum. Með fyrirferðarmikla bakpoka, súrefnisgrímu fyrir andlitið og hár sem stendur frosið í allar áttir skjögra mennirnir hljóðir í átt að Edmund Hillary og George Lowe sem koma til móts við þá neðan frá búðunum. Svo aðframkomnir eru þeir að þeir geta vart talað og það er ekki fyrr en Tenzing Norgay kemur hlaupandi með tvo bolla af heitri súpu sem hann færir upp að vörum þeirra að líf snýr aftur í þjakaða líkama þeirra. Charles Ewans og Tom Burdillon þiggja aðstoð til að komast í tjöld sín og fyrst góðum klukkutíma síðar hafa þeir jafnað sig og geta sagt frá raunum sínum.

 

Uppgjöf 90 metrum frá toppi

 

Fjallgöngumennirnir tveir höfðu ekki náð toppi Everest. En þeir voru nær því en nokkrir aðrir í sögunni. Einungis 90 hæðarmetra skorti til að þeir hefðu sigrast á eftirsóttasta tindi heims. Til að byrja með hafði fjallgangan gengið vel en síðan hafði morgunþoka lagst yfir og mikil snjókoma tafði mennina. Á South Summit, suðurtindi Everest, urðu mennirnir að taka þá erfiðu ákvörðun að snúa til baka. Þeir áætluðu að taka myndi um 5 tíma að ná upp á topp og aftur til baka, en súrefnið var á þrotum og hið sama mátti segja um tímann og kraftana, svo vonsviknir fjallgöngumennirnir héldu niður í búðir áður en nóttin skall á. Eftir þessar raunir þar sem þeir höfðu nær hrapað til bana eru þeir nú í öryggi búðanna – örmagna og kalnir en samt lifandi og færir um að deila mikilvægri reynslu frá efsta hluta Everest með félögunum tveim sem valdir hafa verið í aðra atlögu að fjallinu: Nýsjálenska býflugnaræktandanum Edmund Hillary og sjerpanum Tenzing Norgay.

 

Meðan fyrri breski Everest-leiðangurinn hafði reynt að klífa upp norðurhlið fjallsins frá Tíbet hefur 1953-leiðangurinn undir forystu John Hunts verið nauðbeygður til að leggja á fjallið úr suðri frá nepölsku svæði.

 

Stjórnmálaerjur höfðu breytt klifurleiðinni því þótt Nepal hafi verið lokað útlendingum frá miðri 19. öld og fram til 1949 hafa hlutverkaskipti orðið frá 1950, þannig að nú er það Tíbet sem er lokað land.

 

Því er leiðangurinn kominn til Khumbu-skriðjökulsins í apríl 1953 við rætur fjallsins þar sem Bretarnir, sjerpar þeirra og um 350 burðarmenn hafa slegið upp búðum mitt í völundarhúsi jakadyngja á stærð við hús.

 

                                                                                                          Khumbu-skriðjökullinn

Þaðan hefur Hunt ofursti skipulagt lokaatlögu að tindinum rétt eins og það væri hernaðaraðgerð með aðeins eitt markmið: Að sigrast á óvininum – sem er í þessu tilviki Everest.

 


Fyrsta ráðagerð hans fólst í að klífa bjargið frá efstu búðum, 8. búðum við South Col, en eftir misheppnaða tilraun Evans og Burdillons er ljóst að næsta par verður að hefja förina frá enn hærri búðum. Þann 28. maí 1953 halda Hillary og Tenzing upp fjallið frá 9. búðum. Framvarðarsveit þriggja manna með vistir, tjald og súrefnisbúnað fer fyrir upp fjallið og á eftir fylgja Hillary og Tenzing, hvor þeirra með heil 20 kg á bakinu.

 

Höggva út klettasyllu fyrir síðustu búðir

 

Í 8.500 m hæð eru þeir skildir eftir með búnað sinn og meðan aðstoðarmennirnir klifra niður fjallið reynir Hillary að finna heppilegan næturstað.

 

Valkostirnir eru fáir – eina mögulega tjaldstæðið í brattri fjallshlíðinni er mjó og vindsorfin klettasylla þar sem nauðsynlegt er að höggva ísinn burt til að koma tjaldinu fyrir. Áður en mennirnir skríða ofan í svefnpoka sína gáir Hillary til veðurs. Það er heiðskýrt og stjörnubjart sem lofar góðu fyrir áfanga morgundagsins.

 

Eftir órólega nótt í kulda og blæstri gefst Hillary upp á að reyna að sofa meira klukkan 4 að morgni 29. maí. Kuldinn nístir merg og bein og með erfiðismunum kemur hann sér úr svefnpokanum og að tjaldopinu.

 

Frostið hefur gert það stíft eins og bretti en þegar honum loks tekst að opna mætir honum stórbrotið útsýni: Í morgunskímunni teikna tindar Himalayafjalla egghvassan bakgrunn gegn djúpbláum himni meðan dalskorningarnir liggja langt fyrir neðan í niðamyrkri.

 

Hitamælirinn sýnir 27 gráðu frost – einkar ásættanlegt í 8.500 m hæð þar sem 40 – 50 mínusgráður eru ekki óvanalegar.

 

 

Áður en þeir yfirgefa tjaldið bera fjallgöngumennirnir feitt krem á andlit sín til varnar nístandi vindinum og íklæðast vindþéttum nælonbuxum sem og jökkum yfir fjölmörg lög af klæðum: Nærbol, ullarbol, peysu úr Shettlandsull, föðurlandi, dúnfóðruðum buxum og dúnjökkum. Á hendurnar setja þeir þrjú pör af vettlingum – fyrst úr silki, síðan ullarvettlinga og að lokum vettlinga úr vindþéttu efni.

 

Klukkan er 6.30 þegar Hillary og Tenzing skríða úr tjaldinu í hæstu búðum heims, þar sem þeir eru staddir á lítilli klettasyllu með vindinn gnauðandi um eyrun og spenna tæplega 14 kg þungan súrefnisbúnað á bakið. Þyngdin þvingar þá nánast á hnén en á sama augnabliki koma þeir grímunum fyrir og draga djúpt andann og þá er sem byrðin verði léttari.

 

Samanbundnir með nælonreipi og hvor vopnaður sinni ísöxi hefja menn ferðina upp á toppinn. Fyrir ofan þá gnæfir nánast lóðrétt bergið sem er hulið þykku lagi af lausamjöll og þegar Tenzing stígur fyrsta skrefið upp þessa óþekktu stigu sekkur hann í snjónum upp að hnjám.

 

Fyrstu 10 – 20 mínúturnar eru hreyfingar mannanna afar þunglamalegar, en eftir því sem vöðvarnir hitna ná Tenzing og Hillary góðum takti. Markvisst plægja þeir sig í gegnum snjóinn og eftir stutta stund koma þeir auga á fyrsta áfangastaðinn, South Summit, sem er baðaður sólarljósi. Mennirnir skiptast á að leiða. Margsinnis verða þeir að höggva þrep í ísinn en verstir eru þeir staðir þar sem vindurinn hefur slípað glerharða ísskán ofan á snjóinn. Stundum heldur yfirborðið þyngd þeirra en annars staðar troða þeir í gegnum klakann, þannig að þeir velta um og halda spenntir niðri í sér andanum. Óttinn við að leysa úr læðingi snjóflóð eða renna fram af bjargbrún er eilífur fylgdarsveinn þeirra, en viljastyrkurinn knýr þá áfram upp. Varfærnislega leggja Hillary og Tenzing hvern metrann af öðrum að baki sér.

 

Íshella losnar á bjargbrúninni

 

Þegar klukkan er rúmlega 8 nálgast félagarnir South Summit. Sá fjallshryggur sem leiðir upp á suðurtindinn er hvass eins og hnífsegg og eins og línudansarar með um 3 km dýpi á báðar hendur vega mennirnir sig áfram meðan klakahellan brestur undan fótum þeirra. Skyndilega losnar u.þ.b. 1 x 2m íshella undir Hillary og meðan hann berst við að halda fótfestu fylgist hann felmtri sleginn með henni þeytast niður fjallið.

 

Atvikið hefur mikil áhrif á Hillary sem finnur nú í fyrsta sinn óöryggið hríslast um sig. Kannski er skynsamlegast að snúa við. Hann horfir spyrjandi á félaga sinn: „Hvað heldur þú, Tenzing?“ „Mjög slæmt, mjög hættulegt,“ svarar hann strax á takmarkaðri ensku sinni. „Finnst þér að við ættum að halda áfram?“ spyr Hillary sjálfan sig þó hann viti svarið fyrirfram. „Ef þú vilt,“ heyrist stuttaralega frá félaganum sem er þegar tekinn að klifra á ný.

 

Óendanlega hægt vinna þeir sig upp fjallið. Fyrir hvert skref er rétt eins og þeir renni tvö til baka á spegilsléttu yfirborðinu, en klukkan 9 hefur þeim tekist að ná til South Summit þar sem þeir höggva sér hvíldarstað og varpa mæðinni.

 

Þaðan er útsýnið á þríhyrningslagaðan tind Everest 90 metrum ofar bæði stórfenglegt og ógnvekjandi: toppurinn lýsir hvítur og lokkandi en fjallshryggur sá sem liggur síðasta áfangann að markinu er, rétt eins og Burdillon og Evans hafa varað við, ógnanlega mjór og brattur og líkist við fyrstu sýn óyfirstíganlegum þröskuldi.

 

Við nánari eftirgrennslan virðist snjórinn bæði harður og fastur og einmitt þær aðstæður geta skilið á milli feigs og ófeigs. Hefði snjórinn verið mjúkur og laus, væri lífshættulegt að leggja til atlögu við tindinn en svo virðist sem unnt sé að höggva þrep upp brattann. Vissulega erfitt, en ekki ómögulegt, að mati Hillarys. Skömmu síðar dynja taktföst axarhögg niður fjallshlíðar Everest. Meðan Tenzing tryggir félaga sinn með föstu gripi um reipið, hamast Hillary við að höggva ný þrep.

 

Lóðréttur ísveggur tálmar frekari för

 

Eftir því sem nær dregur virðist verkið engan endi ætla að taka og þar sem mennirnir höfðu um morguninn verið fullir óþreyju og eftirvæntingar finna þeir nú fyrir næstum algjörri örmögnun. Verkinu miðar átakanlega hægt og framundan er stærsta hindrunin: klakabrynjað lóðrétt bjarg sem gnæfir 12 metra í loft upp eins og óyfirstíganlegur veggur.

 

Hillary og Tenzing hafa grandskoðað ísvegginn á loftmyndum, en þar sem þeir standa nú við rætur hans missa þeir móðinn um stund: Ólíkt því sem þeir höfðu áætlað virðist engin leið framhjá honum. Hillary grandskoðar hvern þumlung á veggnum og sér til mikils léttis uppgötvar hann að á einum stað hefur ísinn losnað frá bergveggnum og opnað sprungu sem er einmitt nógu stór til að maður geti þröngvað sér þar upp. Með hrygginn skorðaðann við klakavegginn spyrnir hann mannbroddunum inn í ísinn og mjakast áfram skref fyrir skref upp þrönga sprunguna, allan tímann meðvitaður um að ísinn geti losnað á hvaða augnabliki sem er með hörmulegum afleiðingum. Slysalaust en með síðustu kröftum sínum tekst Hillary að komast upp vegginn þar sem hann síðan heldur í reipið þannig að Tenzing eigi léttara með að klifra upp. Eins og risavaxinn fiskur sem hefur nýverið dreginn á land liggur Tenzing þarna uppi skömmu síðar og varpar mæðinni. Í fyrsta sinn í öllum leiðangrinum vogar Hillary sér nú að trúa á árangur. „Ekkert getur stöðvað okkur núna,“ hugsar hann meðan hann kannar tindinn framundan.

 

 

Á síðasta áfanganum á þessum sundurtætta fjallshrygg verða félagarnir hvað eftir annað að höggva þrep í ísinn fyrir hvert skref upp á við. Í hvert sinn sem þeir ná upp á hæð vonast þeir til að hún verði sú síðasta en stöðugt taka aðrar og hærri við og meðan klifrið heldur svona óendanlega áfram dvín baráttuþrekið.

 

Eftir tveggja tíma þrotlaust erfiði við að höggva þrep sem Hillary finnst vera heil eilífð, ná félagarnir upp á snævi þakinn tind þar sem þeir skima án árangurs eftir næstu hæð. Klukkan er 11.30. Svo rennur upp fyrir þeim að loksins eru þeir komnir á tind sem er hærri en allir aðrir, með sína 8.850 metra, hærri en allir aðrir í heimi.

 

Í fögnuði sem á sekúndubroti hafði breyst úr létti yfir í sigurvímu horfir Hillary á Tenzing. Á bakvið ísaða súrefnisgrímuna glittir í breitt bros og þegar Hillary tekur eitt skref fram til að taka í hönd félaga síns eins og breskum séntilmanni sæmir mætir honum útbreiddur faðmur. S

 

igri hrósandi faðmast mennirnir og klappa hvor öðrum á bakið en síðan tekur Tenzing fram fána sem hann hafði vafið utan um skaftið á ísöxi sinni. Meðan hann heldur fánanum upp gegn bláum himni tekur Hillary fjölda mynda, beygir sig síðan niður og krafsar í yfirborðið eftir nokkrum völum sem hann setur í vasa sinn til minja. Á meðan fer Tenzing með bæn í hljóði og grefur síðan dálítið súkkulaði og kex niður í snjóinn sem fórnargjöf handa guðum fjallsins.

 

 

Símskeyti til London með slæmar fréttir

 

„We knocked the bastard off“ – fagnar Edmund Hillary þegar hann og Tenzing eftir ískalda næturvist á fjallinu nálgast leiðangurinn sem bíður þeirra spenntur í búðum 4.

 

Ennþá eiga aðrir heimsbúar eftir að heyra um afrekið en með leiðangrinum er blaðamaðurinn James Morris frá the Times. Hann hraðar sér niður í grunnbúðir við Khumbu-skriðjökulinn, þar sem hann dregur ritvél sína fram og sendir símskeyti til ristjórnarinnar:

 

„Snow condition bad hence expedition abandoned advance base on 29th and awaiting improvement being all well.“

 

Fyrir óinnvígða er símskeytið niðurdrepandi lesning – atlögunni að tindinum hefur verið aflýst vegna slæms veðurútlits – en Morris hefur fyrirfram afráðið einmitt þennan kóða til þess að koma í veg fyrir að aðrir blaðamenn geti nappað fréttinni. Þegar símskeytið berst til ritstjórnarinnar í London vita samstarfsmenn hans nákvæmlega hvernig ber að túlka það: „Toppnum náð þann 29. maí hjá Hillary og Tenzing.“

 

 

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.