Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Köngulær eru ekki matvandar og belgja sig út á skordýrum og öðrum köngulóartegundum. Nema þær sleppi því bara að éta.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Margir halda að köngulær, einkum þær sem spinna vefi, lifi nánast einvörðungu á flugum, en það er alrangt. Köngulær lifa á hvers kyns skordýrum, allt frá smæstu mýflugum upp í stór fiðrildi og hrossaflugur.

 

Köngulær þessa heims éta árlega 400-800 milljón tonn af skordýrum, lirfum og öðrum smádýrum, sem að öðrum kosti myndu leggja undir sig akra og garða og eyðileggja uppskeru.

 

Köngulær af ættinni Pholcidae éta aðrar köngulær. Þrátt fyrir fremur veikburða útlit hafa þær t.d. í fullu tré við fullvaxnar húsaköngulær.

Köngulær geta verið án matar vikum saman

Sumar tegundir, þeirra á meðal köngulær af ættinni Pholcidae, hafa m.a.s. sérhæft sig í að veiða og éta aðrar köngulær. Þessar köngulær eru upprunnar í Suður-Evrópu en hafa nú breiðst út, m.a. til Norðurlanda.

 

Köngulær geta sem best lifað af þar sem engin önnur smádýr er að finna. Sveltilistin er þeim nefnilega í blóð borin og allt eftir tegundum og umhverfi þola þær matarleysi vikum eða jafnvel mánuðum saman.

 

 

Birt: 14.10.2021

 

 

 

Lestu einnig:

(Visited 623 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR