Af hverju eru gervihnettir klæddir gullhúð?

Á myndum af geimskipum og gervihnöttum má sjá að yst er þunn himna úr ekta gulli. Þetta er vissulega falleg sjón en gull er dýrt og er hér einungis notað vegna þess hve góða hitaeinangrun það veitir.

 

Eitt erfiðasta vandamálið við smíði geimskipa og gervihnatta er að koma í veg fyrir ofhitnun í glóandi sólskininu úti í geimnum. Og hér kemur gullþynnan að góðu haldi.

 

Úti í geimnum verður geimfarið bæði fyrir sýnilegu og innrauðu ljósi. Ál- og silfurþynnur eru ódýrari en vernda aðeins fyrir sýnilega ljósinu. Gullþynnan endurkastar hins vegar innrauðu geisluninni auk hins sýnilega ljóss.

 

Hjálmar geimfara eru gullhúðaðir á sama hátt og af sömu ástæðu. Þeir vernda geimfarana fyrir geislun frá sólinni.

 
 
(Visited 62 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR