Aralvatn þornar fyrir augum okkar

Fram til 1960 var Aralvatn um 68.000 ferkílómetrar, eða á stærð við Írland. Nú er þetta stóra stöðuvatn í Mið-Asíu ekki nema svipur hjá sjón og það má ljóslega sjá á gervihnattamyndum. Myndin hægra megin er frá árinu 2000 og sú til vinstri er fá árinu 2014. Dökka línan er ummáli vatnsins árið 1960. 

 

Upphaflega runnu tvö fljót í Aralvatn, en eftir að farið var að veita úr þeim vatni til bómullarræktunar á eyðimerkurlandi, hefur vatnið minnkað ár frá ári. 1987 skiptist vatnið í tvennt og nú hefur suðurhlutinn enn skipst í tvö vötn. Vísindamenn reikna með að syðri vötnin tvö, sem eru mjög sölt, muni hverfa alveg, en norðurvatnið er heldur á batavegi.

 
 

 

(Visited 69 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR