Risaslangan sem var ámóta löng og strætó

Í kolanámu í Kólumbíu hefur nú fundist steingervingur af 13 metra langri slöngu sem talið er að hafi vegið ríflega 1,1 tonn.

 

Að uppgötvunninni stóðu m.a. vísindamenn við Toronto-háskóla og slangan er sú stærsta sem nokkru sinni hefur fundist.

 

Hryggjarliðirnir hafa verið yfir 300 talsins og þeir stærstu stærri en mannshnefi.

 

Steingervingurinn er 58-60 milljón ára gamall og fannst ásamt beinaleifum af 27 slöngum sömu tegundar. Í námunni fundust einnig steingervingar af fiskum, skjaldbökum og krókódílum, sem talið er að hafi verið mikilvæg fæða slöngunnar.

 

Slangan hefur hlotið latneska heitið Titanoboa cerrejonensis og af þessari uppgötvun má draga ýmsar ályktanir um loftslagið á þeim tíma sem slangan var uppi.

 

Slöngur hafa misheitt blóð og hitastigið ræður því hve stórvaxnar þær geta orðið. Því hlýrra sem loftslagið er því stærri slöngur geta lifað af. Á grundvelli stærðarinnar hafa vísindamennirnir reiknað út að meðalhiti hafi verið á bilinu 30-34 gráður. Meðalhiti á svæðinu er nú aðeins 28 gráður. Öllum vexti eru þó takmörk sett og vísindamennirnir telja að slöngutegundin hafi dáið út vegna þess að enn hlýrra hafi orðið á svæðinu.

 
(Visited 30 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR