Þegar jörðin hreykir sér 

Pýramídar og dómkirkjur blikna algjörlega í samanburði við afrek náttúrunnar sem getur skapað risastóra kristalla, súkkulaðihóla og stærðarinnar gangvegi. 

Kalk myndar hvít baðkör 

Kalk, sýra og tími hafa myndað þessi krítarhvítu baðker í Pamukkale í suðurhluta Tyrklands. Þar sprettur súrt vatn úr berginu. Þegar CO2 gufar upp úr vatninu storknar ljósleitt hvítt kalkið í formum sem líkjast baðkörum. 

Gervihnattamynd gabbaði fræðimenn

Fyrst héldu fræðimenn að „Auga Afríku“, Guelb Er Richat, hafi myndast þegar loftsteinn skall niður en síðari rannsóknir sýna að sú er ekki raunin. Jarðfræðingar telja nú að fyrirbærið sé skapað af kvikuþrýstingi neðan frá og að jarðskorpan hafi síðar myndað hringlaga sprungur.

Hraunið byggir heljarinnar tröppumyndanir. 

40.000 sexkantaðir steinar urðu til við Giants Causeway á Írlandi þegar hraun streymdi niður í árfarveg, kólnaði og storknaði. Í þessu ferli sprakk basaltið þannig að holrými varð milli súlnanna og stuðlabergið myndaðist. 

Ógnvænlegar súlur vernda ósnortna nattúru

Slétta, gegnumskorin af djúpum gljúfrum með margra metra háum kalksteinssúlum, prýðir Tsingy de Bemaraha á Madagaskar. Svæði þetta hefur myndast vegna hella sem hafa hrunið saman ásamt monsún-rigningum sem hafa á óratíma sorfið kalksteinana og myndað þennan undraheim. 

 

Sviðnir hólar prýða landslagið 

Keilulagaðar hæðir rísa bratt upp úr flötu og grænu landslaginu á eyjunni Vohor á Filippseyjum. Hólarnir eru 30 – 120 metra háir og eru frá um 40 milljón ára gömlu kóralrifi sem hefur lyfst upp, þornað og veðrast á löngum tíma. 

Veðraður sandsteinn slær dómkirkju við

Sandsteinninn er greinilega lagskiptur og í mörgum litum í Antelope Canyon í Arizona í BNA. Fyrir 185 milljón árum blés sandinn um og myndaði þessar formgerðir. Rauði liturinn markast af innihaldi hematíts sem er einnig þekkt sem ryð. 

 

Stöðugt umhverfi skapar risastóra kristalla.

Stærstu kristallar jarðar eru meira en metri á þykkt og álíka langir og lestarvagn í hellinum Cueva de los Cristales, 300 metra undir yfirborði jarðar í norðurhluta Mexíkó. Kristallarnir byggjast upp úr steindinni seleníti, gagnsætt form af kalsíumsúlfati – eða í daglegu tali, gifsi. 

 

LESTU EINNIG

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.