Hvernig virkar hitamyndavél?

Með hitamyndavél má finna mann eða dýr sem reynir að dyljast. En hvernig virkar þetta eiginlega?

Tækni

Lestími: 1 mínúta

 

Allt sendir frá sér hitageislun í formi rafsegulbylgna og árið 1879 uppgötvaði austurríski eðlisfræðingurinn Josef Stefan að rafsegulgeislun frá tilteknum hlut byggist einvörðungu á hitastigi hans.

 

Hitageislunin er einkum á bylgjulengdum innrauðs ljóss og þess vegna ekki sýnileg með berum augum en hana má greina með hitamyndavél.

 

Hitamyndavél mælir mörg þúsund punkta

 

Linsa myndavélarinnar beinir innrauðri geislun á skynjara með mörg þúsund mælipunkta.

 

Skynjarinn er svo næmur að hann greinir hitamun niður í 0,3 °C á hitabilinu frá 20 gráðu frosti upp í 2.000 stiga hita.

 

Myndavélin leggur svo liti á myndina og þá sér notandinn auðveldlega hitamuninn.

 

Myndavél sýnir innrauða geislun

 

Sýnilegt ljós er einungis örlítill hluti ljósrófsins. Til að sjá innrauða geislun þarf hitamyndavélar.

 

1. Linsan greinir innrauða geislun og túlkar hana yfir á rafboð sem send eru áfram til örflögu.

 

2. Flagan túlkar nú innrauðu geislana sem svonefnda „falska liti“. Heit svæði verða rauðleit en svalari svæði blá.

 

 

Innrauðar myndavélar eru m.a. notaðar til að finna fólk á bak við reyk í brennandi húsum eða flugfarþega sem eru með hita og á þess vegna að vísa frá.

 

Til viðbótar eru hitamyndavélar notaðar til að sýna galla í einangrun húsa eða mæla hitastig í geimnum.

 

 

13.05.2021

(Visited 253 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR