Ný steypa gerir við sig sjálf

Þegar við rispum okkur gerir húðin sjálf smám saman við skaðann. Alveg á sama hátt er nú ný gerð af sveigjanlegri steinsteypu fær um að gera við sig sjálf ef sprungur myndast.

Þessi sjálflæknandi steypa er afrakstur 15 ára þróunarvinnu við Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Hefðbundin steinsteypa brotnar ef álagið verður of mikið, t.d. í jarðskjálfta, en sú nýja er sveigjanleg. Verði álagið of mikið myndast fjöldamargar hárfínar sprungur, en hún brestur ekki. Og þegar hún vöknar síðan, t.d. af völdum rigningar, fyllast sprungurnar aftur í samspili milli koltvísýrings og kalks. Þannig öðlast steypan næstum því sama styrk og fyrr.

Nýja steypan er dýrari en hin hefðbundna, en hún endist betur og því geta sparast miklir peningar í viðhaldi.

Subtitle:
Old ID:
1028
845
(Visited 97 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.