Tækni

Nýr staðgengill Concorde fer í loftið árið 2025

Overture kallast ný hljóðfrá þota sem fer í loftið eftir fjögur ár. Þotan minnir á Concorde en veldur mun minni hávaða og hreyflarnir ganga fyrir kolefnishlutlausu eldsneyti.

BIRT: 23/08/2021

Flutningar – Flug

Lestími: 4 mínútur

 

Þann 24. október 2003 lenti Concorde-þota eftir síðasta farþegaflug sitt. Þessi bresk-franska þota var í notkun í 27 ár og ein um að ná yfir hljóðhraða en að lokum varð reksturinn of dýr og Concorde-þotunum var lagt.

 

Síðan hafa ýmist flugvélaframleiðendur haft uppi áætlanir um að endurvekja hljóðfráar farþegaþotur og Boom Supersonic hefur nú komist stóru skrefi nær því að gera hljóðfráu þotuna Overture að veruleika.

 

Eitt af stærstu flugfélögum heims, United Airlines, hefur pantað 15 háhraðaþotur frá Boom Supersonic og jafnframt hafa fyrirtækin gert með sér samning um þróun bæði þotunnar og þess sérstaka eldsneytis sem ætlunin er að nota.

 

London– New York á 3 tímum

Boom Overture á að ná 2.000 km hraða og með þessu nýja eldsneyti á vélin ekki að losa neinn koltvísýring.

 

Hraðinn tvöfaldur

Farþegaþotur fljúga yfirleitt á um 800 km hraða en flughraði Overture verður 2.000 km/klst. og þannig verður t.d. mögulegt að ferðast milli Kaupmannahafnar og New York á 3-4 tímum.

Öryggið í forgangi

Það á ekki verða neitt hættuspil að ferðast með Overture. United Airlines krefst þess að þotan standist allra ströngustu öryggiskröfur og hætta á slysi verði því nánast engin.

Hreyflarnir menga ekki

Til að þotan verði sem umhverfisvænst eiga hreyflarnir ekki að brenna hefðbundnu þotueldsneyti heldur SAF „sjálfbæru eldsneyti“, framleiddu úr aukaafurðum landbúnaðar.

 

Concorde-þotan var hönnuð á sjöunda áratugnum og verkfræðingar nútímans þurfa því að byrja alveg frá grunni.

 

Til að sjá kemur nýja þotan til með að minna á Concorde með þríhyrndri lögun en skrokkurinn verður hins vegar gerður úr nýjum og léttum blendingsefnum.

 

Hreyflarnir verða líka af nýrri gerð, lágværir og án eftirbrennara en geta þó ýtt þessari 80 tonna þotu á 2.000 km hraða. Concorde-vélarnar þurftu eftirbrennara sem juku eldsneytisnotkun til muna.

 

Hljóðfráa þotan verður til að byrja með látin flytja farþega yfir Atlantshaf, milli Evrópu og Ameríku.

Over

Overture nær talsvert meira en tvöföldum hraða hefðbundinnar farþegaþotu.

Boom-Passenger-space

Um borð verður rými fyrir 88 farþega, alla á lúxusfarrými.

 

Það er þó eldsneytið sem einblínt er á hjá Boom Supersonic. Dregið verður úr eldsneytisnotkun með því að hámarka straumlínulögun og eldsneytið verður svonefnt SAF-eldsneyti, „sustainable aviation fuel“.

 

SAF verður sjálfbært eldsneyti sem á að vinna úr aukaafurðum af ökrum bænda og koma í stað olíu. Samkvæmt áætluninni á það að gera flugið kolefnishlutlaust.

 

Overture á að hefja sig til flugs árið 2025 en hefja farþegaflug árið 2030.

 

 

Birt 23.08.2021

 

 

EBBE RASCH

 

 

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.