Tækni

Sjónvarpstæki framtíðarinnar – gjörið svo vel!

Sjónvarpsáhorfi framtíðarinnar mætti líkja við árás á skynfærin. Allur heimurinn mun vakna til lífsins heima í stofum fólks sem heilmyndir í þrívídd á pappírsþunnum skjáum sem þekja allan vegginn. Hægt verður að horfa á kvikmyndir í fyrsta flokks gæðum um leið og yngsta barnið teiknar myndir í horni skjásins, við hliðina á veðurspánni og heimasíðunum. Tæknin er nú þegar tilbúin á teikniborðum og margt slíkt verður fáanlegt í verslunum innan skamms.

BIRT: 04/11/2014

Okkar eigin heimur í þrívídd

 

Milljónir af þrívíddarsjónvarpstækjum eru á leið heim í stofur fólks

 

Við kippumst við þegar lífshættuleg risaeðlan stekkur inn í stofu til okkar. Með því að ýta á takka er þó hægt að stöðva risaeðluna í miðju stökki og fara fram og sækja meira kaffi. Óhætt er að fara að koma sér vel fyrir í hægindastólnum, því þrívíddarsjónvörpin eru innan seilingar og fara að láta á sér kræla í stofum fólks fyrr en varir. Strax á þessu ári verður hafist handa með stafræna þrívíddartækni og árið 2013 verða hugsanlega fleiri en 10 milljónir þrívíddarsjónvarpstækja í Evrópu einni.

 

Hægt er að skapa þrívíddarmyndir með margs konar tækni og fyrst í stað verður beitt tvenns konar aðferðum, þ.e. því sem kallast virkt og óvirkt þrívíddarsjónvarp. Báðar aðferðirnar byggja á þrívíddarsjáraðferð, þar sem tvær upptökuvélar eru notaðar. Virka lausnin er fólgin í sérstöku sjónvarpstæki með innrauðum sendi, þar sem áhorfandinn notar rafeindagleraugu með móttökubúnaði. Á skjánum birtast samtímis tvær myndir í svokallaðri háskerpu og gleraugun sjá til þess að aðgreina myndirnar tvær, hvora fyrir sitt auga. Fyrir vikið skynjar heilinn myndirnar í þrívídd.

 

Í þeirri tækni sem nefnd hefur verið óvirk þrívídd er aftur á móti ekki þörf fyrir gleraugu með rafeindabúnaði, því þar er stuðst við sjónvarpstækni sem er til fyrir. Í sjónvarpstæki er unnt að birta alla myndina samtímis á öllum skjánum eða þá sjónvarpið birtir aðra hverja línu á skjánum frá botni til topps skjásins áður en það fer aftur niður og fyllir upp í línurnar sem vantaði upp á. Í síðarnefnda tilvikinu lýsa línurnar til skiptis í 50-60 sekúndur og með óvirku þrívíddarsjónvarpi eru notuð pólaríseruð gleraugu, sem gera það að verkum að sjónskynjanirnar tvær mynda eina þrívíddarsjónhverfingu.

 

Á allra næstu árum er sennilegt að á markað komi þrívíddartækni sem ekki krefst sérstakra gleraugna. Þessari tækni verður þá að öllum líkindum beitt á auglýsingaskiltum, úti á vegum og á lestarstöðum þar sem gert er ráð fyrir að skynjunin verði mjög raunveruleg og verði sambærileg þeirri tækni sem býðst í kvikmyndahúsum í dag.

 

Plast sem lýsir gerir kleift að hafa sjónvörp örþunn

 

Sjónvarpstæki sem virðist vera límt við vegginn. Nýju OLED sjónvarpstækin, sem væntanleg eru á markað, eru örþunn. Tæknin byggir í grófum dráttum á því að litlum kolefnissameindum er komið fyrir milli tveggja rafeinda og straumi er hleypt á. Við það lýsa sameindirnar í ýmsum litum og mynd verður til. OLED sjónvörpin nota mjög lítið rafmagn og þau geta nánast verið eins og pappír á þykkt. Tæknin hefur í rauninni verið tiltæk í mörg ár í litlum skjáum í bílútvarpstækjum og farsímum en fyrst núna hefur tæknin verið nægilega þróuð til að hana megi nota á sjónvarpsskjáum. OLED sjónvarpstæki verða að öllum líkindum orðin þó nokkuð útbreidd árið 2012.

 

Heilmikil áskorun verður fólgin í að fjöldaframleiða gallalaus OLED sjónvarpstæki í mjög stórum hlutföllum. Þá verður enn fremur erfitt að lengja líftíma lífrænna efna. Þess má þó geta að viðlíka erfiðleikar blöstu við þegar framleiðsla LCD-skjáa hófst og slík tæki eru framleidd í milljónatali í dag, án nokkurra vandkvæða.

 

Hægt verður að beygja litla ferðaskjái og rúlla þeim upp

 

Nú á dögum er unnt að horfa á sjónvarp í farsímanum en brátt verður unnt að toga skjáinn út úr lítilli einingu á stærð við kúlupenna. Skjárinn verður beygjanlegur og tæknin sem notuð verður í slíka ferðaskjái er þegar fyrir hendi. Að öllum líkindum verða notaðir skjáir með OLED tækni, ásamt E Ink (electronic ink), en um er að ræða ofurþunna filmu sem sýnt getur stafrænar myndir. Enn sem komið er er þó óvíst hvenær almennir neytendur geta fengið slíkar vörur í hendurnar en fram til þessa hefur einungis verið unnt að birta 16 grá litbrigði á fimm þumlunga skjáum. Framtíðarhorfurnar eru þó mjög bjartar. Þegar tæknin verður fullgerð má búast við að beygjanlegir skjáir muni halda innreið sína í daglegt líf okkar.

 

LED-ljós í heimabíóið

 

Jafnframt því sem tækninni í sjónvarpstækjum framtíðarinnar fleygir fram eru einnig stundaðar tilraunir á öðru sviði til þess að fá hvað best myndgæði heima í stofum fólks. Með þessu er verið að vísa í hefðbundin sýningartjöld, en því fer fjarri að þau hafi runnið sitt skeið á enda. Nú eru nefnilega komnir á markað fyrstu skjávarparnir sem útbúnir eru ljóstvistum en í hugum margra er um að ræða mestu byltinguna á þessu sviði undanfarna hálfa öld. Slíkir skjávarpar þurfa nefnilega alls ekki á að halda stórum lampa, eins og er í hefðbundnum skjávörpum. Rafmagnsnotkunin er fyrir vikið tvisvar til fjórum sinnum minni en gengur og gerist og ljóstvistarnir hafa enn fremur í för með sér miklu hreinni hvítan lit og talsvert stærra litrými. Alls eru þrjár perur í slíkum skjávörpum, ein fyrir hvern grunnlit. Síðan er hægt að senda ljósið áfram með prisma og linsum gegnum LCD-plötu eða DLP-kubb, sem myndin verður til á.

 

 

Öflugri myndgjörvi leiðir af sér mjög skarpa mynd

 

Öll sjónvarpstæki hafa yfir að ráða myndgjörva, sem gegnir því hlutverki að vinna úr myndefninu og bæta gæði þess. Stóru sjónvarpstæki framtíðarinnar, með mikilli upplausn, krefjast gífurlega öflugra gjörva og því róa vísindamenn að því öllum árum að bæta afköst gjörvanna. Allt frá árinu 1971 hefur þróunin fylgt svonefndu Moores lögmáli, sem felst í því að tvöfalda fjölda hugsanlegra smára í hverri straumrás á tveggja ára fresti. Nú í seinni tíð hefur útbreiðsla háskerpusjónvarpstækja átt stóran þátt í að ýta við þróuninni, því sjónvarpstæki sem búin eru ófullnægjandi myndgjörva eru ekki fær um að vinna úr háskerpumyndum.

 

Eitt af hlutverkum myndgjörvans er að stjórna litum og myndeindum. Nú til dags nemur hæsta þekkta upplausnin í hefðbundnum sjónvarpstækjum 1920 myndeindum með 1080 línur, sem einnig kallast 1080p. Á næstu árum þykir sennilegt að upplausnin verði komin upp í alls 7860 x 4320 myndeindir í risasjónvarpstækjum, sem þekja munu veggina. Þá er einnig brýnt að myndgjörvinn ráði við að gera myndina skýra, þrátt fyrir að myndefnið sé á hreyfingu. Myndgjörvinn á enn fremur að vera fær um að leiðrétta smávægilega myndgalla, sem í dag birtast oft sem örsmáar útlínur í kringum fólk á myndum, svo dæmi sé nefnt.

 

Öll þessi tækni krefst öflugs búnaðar en myndgjörvinn má samt sem áður ekki vera of fyrirferðarmikill. Toshiba ráðgerir að setja á markað í ár sjónvarpstæki, sem búið er öflugum raðbundnum Cell-gjörvum. Sjónvarpstæki þetta á að geta vistað efni frá átta sjónvarpsrásum í einu á innbyggðan harðan disk, sem rúmar alls þrjú terabæti (3.000 gígabæti).

 

Heilmyndir er hægt að sjá og snerta

 

Vísindamenn skapa tálsýnir sem unnt er að snerta.

 

Mörg okkar hafa séð heilmyndina af Leiu prinsessu í Star Wars myndinni frá árinu 1977. Nú er enn fremur farið að nota heilmyndagerð í auknum mæli í raunverulegu lífi. Í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, árið 2008, var tekið upp fyrir CNN myndskeið af fréttakonu í Chicago og síðan tók spyrill í New York viðtal við heilmynd af fréttakonunni í upptökuveri. Heilmyndin var í raun og veru ekki stödd í upptökuverinu og sást einungis á skjáum áhorfendanna en aðferðin vakti heilmikla athygli og áhuginn fyrir að sýna alvöru heilmyndir hefur aukist hratt allar götur síðan. Heilmyndir verða þó sennilega ekki að raunveruleika heima í stofum okkar fyrr en kringum 2020.

 

Hægt er að skapa heilmyndir á marga vegu en myndefninu er þó í öllum tilvikum varpað upp. Eigi að vera hægt að sýna myndefni í 360 gráður er nauðsynlegt að mynda hlutinn sem um ræðir frá öllum sjónarhornum og myndin síðan sköpuð með því að varpa henni upp. Oftast er leysigeisli notaður sem ljósgjafi til þess að mynda heilmyndir. Árið 1962 voru fyrstu heilmyndirnar skapaðar með leysigeisla og tæknin hefur verið fyrir hendi allar götur frá árinu 1947. En leiðin að stóru, hreyfanlegu myndefni var hins vegar afar löng. Heilmyndir hafa verið notaðar í einföldustu útgáfu í þó nokkur ár, m.a. sem upplýsingar á rúðum fyrir framan flugmenn orrustuflugvéla ellegar á bílrúðum, en slíkar heilmyndir gera flugmönnum og bílstjórum kleift að lesa upplýsingar beint fyrir framan sig, án þess að taka augun af veginum eða af framrúðu flugstjórnarklefans. Á allra næstu árum má vænta bifreiða sem notast við heilmyndir í auknum mæli.

 

Nýjasta tæknin á rætur að rekja til háskólans í Tokyo og þykir sennilegt að hún eigi eftir að vekja mikla ánægju í tölvuleikjaiðnaðinum. Sérfræðingar á þessu sviði hafa þróað heilmyndir, sem skynja staðsetningu handarinnar með aðstoð tveggja Wii-stjórntækja. Til þess að tölvuleikjanotendum finnist þeir í raun vera að snerta eitthvað verður úthljóðakerfi notað til að skapa þrýsting á höndina þannig notendunum finnist þeir í raun og veru koma við hlutina sem þeir sjá.

 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is