Alheimurinn

1,9 milljón km/klst: Óvænt fyrirbæri þýtur nú í gegnum vetrarbrautina okkar

Óþekkt reikistjörnukerfi kemur helstu stjörnufræðingum heims á óvart. Virðist vera á leið út í tómið.

BIRT: 19/02/2025

Árið 2011 leitaði hópur stjörnufræðinga á Nýja-Sjálandi að ljóssmerkjum frá reikistjörnum sem eru á braut um aðrar stjörnur en sólina – svokölluðum fjarreikistjörnum.

 

Vísindamennirnir fundu það sem þeir leituðu að – sem reyndist svo vera mun merkilegra en búist var við.

 

Óvenjulegt stjörnukerfi sendi frá sér merki sem geimsjónaukarnir áttu erfitt með að túlka.

 

Nú geta stjörnufræðingarnir, í samstarfi við NASA, upplýst að mögulega sé um að ræða stjörnu með reikistjörnu í eftirdragi, sem þjóta saman í gegnum Vetrarbrautina okkar á methraða.

 

Raunar hreyfist kerfið næstum tvöfalt hraðar en okkar eigið sólkerfi, sem gerir það að hraðskreiðasta þekkta fjarreikistjörnukerfinu til þessa.

Teikningin sýnir stjörnur nálægt miðju Vetrarbrautarinnar. Lituð slóð þeirra gefur til kynna hraða þeirra – því lengri og rauðari sem slóðin er, því hraðar hreyfist stjarnan. „Vísindamenn hjá NASA hafa nýlega uppgötvað stjörnu sem hreyfist á methraða og hefur reikistjörnu á braut um sig.

Hætta á að yfirgefa vetrarbrautina

Eftir að hafa greint 14 ára gögn telja stjörnufræðingar að kerfið samanstandi af lágmassastjörnu og óþekktri reikistjörnu.

 

NASA hefur reiknað út að þau ferðist á um 540 kílómetra hraða á sekúndu – sem jafngildir 1.944.000 km/klst.

 

Á svo miklum hraða er hætta á að stjarnan og reikistjarnan yfirgefi Vetrarbrautina og ferðist loks út í tómið á milli stjörnuþokanna, að mati vísindamanna.

 

Parið er talið vera í um 24.000 ljósára fjarlægð. Til samanburðar er þvermál Vetrarbrautarinnar á bilinu 100.000–200.000 ljósár.

Fjarreikistjörnur

Fyrir 30 árum vissi enginn hvort reikistjörnur væru til við aðra stjörnur en sólina – en ný kynslóð sjónauka hafa hjálpað stjörnufræðingum mikið.


Árið 2022 náði fjöldi þekktra fjarreikistjarna 5000, og í dag telja vísindamenn að flestar stjörnur á himni séu umkringdar reikistjörnum.


Þær eru þó að öllum líkindum mun fleiri. Við erum rétt nýbyrjuð að uppgötva fjarreikistjörnur, svo hinn eiginlegi fjöldi lífvænlegra pláneta í Vetrarbrautinni skiptir líklega hundruðum milljóna.

 

Þessi uppgötvun er ekki aðeins met, heldur einnig einstakt fyrirbæri, ef kenning stjörnufræðinganna reynist rétt.

 

„Ef þetta er rétt, verður þetta fyrsta reikistjarnan sem fundist hefur á braut um svokallaða ofurhraðastjörnu – það er, stjörnu sem ferðast svo hratt að hún getur sloppið undan þyngdarkrafti vetrarbrautarinnar,“ segir NASA í fréttatilkynningu.

 

NASA leggur áherslu á að frekari athuganir séu nauðsynlegar til að staðfesta nákvæmt eðli kerfisins.

 

Sjónaukar framtíðar, eins og t.d. Nancy Grace Roman Space Telescope, geta hjálpað til við að varpa meiri ljósi á hvort þetta geti virkilega verið rétt – og hvernig slík kerfi geti náð þessum ógnarhraða.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© NASA/JPL-Caltech/R. Hurt (Caltech-IPAC),© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is