Tölvuskjár með tvö andlit

Hvort á maður að velja lestölvu sem ekki þarf að hlaða nema örsjaldan, eða skjá sem nota má til að horfa á bíómynd en tæmir rafhlöðuna á tveimur tímum. Þessi valkvíði hverfur innan skamms á vit fortíðarinnar.   Ný lófatölva, Notion Ink Adam á nú að veita iPad frá Apple harða samkeppni. Skjárinn verður búinn […]

Músin fellur að höndinni eins og hanski

Eftir að hafa lengi þjáðst af verkjum vegna of mikils álags við notkun tölvumúsarinnar, ákvað Kanadamaðurinn Mark Bajramovic að hanna hina fullkomnu tölvumús.   Afraksturinn kallast AirMouse og tækið þróaði hann í samvinnu við námsfélaga sinn, Oren Tessler. Músinni er smeygt upp á höndina svipað og hanska og leysigeisli sér um sambandið við tölvuna.   […]

Þangplöntur drepa kóralla

Ofur venjulegt sjávarþang á sinn þátt í auknum erfiðleikum kóralrifja í Kyrrahafi og Karabíuhafi.   Vísindamenn hjá Georgia-tæknistofnuninni í Bandaríkjunum hafa rannsakað þangplöntur og kóralla sem algeng eru kringum Fiji-eyjar og undan strönd Panama og komist að raun um að 70% þangplantnanna framleiða eiturefni sem drepa kórallana. Sum kóraldýr drepast á tveim dögum, en önnur […]

Tveggja metra eðla faldi sig í trjánum

Það er ekki daglegur viðburður að vísindamenn uppggötvi stór hryggdýr sem áður voru óþekkt. En í fjalllendinu Sierra Madre á norðurhluta Filippseyja hafa bandarískir líffræðingar fundið tveggja metra langa varan-eðlu, sem íbúar á svæðinu þekkja að vísu ágætlega, en hefur verið vísindamönnum allsendis ókunnug. Þessi eðla er talsvert frábrugðin skyldum tegundum í grenndinni, stór og […]

Eyðimerkurmaurar ganga langt til að frelsa ættingja

Eyðimerkurmaurar af tegundinni Cataglyphis cursor gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa vini í neyð.   Þegar vísindamenn við Mount Holyake-skólann í Suður-Hadley í Massachusetts í Bandaríkjunum tóku maur, bundu hann niður með nælonsnúru og grófu hálfan niður í sand, leið ekki á löngu áður en björgunarleiðangur birtist á vettvangi glæpsins í […]

Genameðferð dregur úr mænusköddun

Tafarlaus meðhöndlun kynni í framtíðinni að bjarga hreyfigetu fólks sem hryggbrotnar.   Ákveðin genameðferð hefur allavega reynst draga úr mænusköddun í músum og rottum. Bandarískir vísindamenn, m.a. hjá Maryland-læknaháskólanum, hafa komist að því að það getur haft afar jákvæð áhrif að loka fyrir ákveðið gen í þessum dýrum eftir hryggbrot.   Það gildir bæði um […]

Forfeður okkar stunduðu sjó fyrir 130.000 árum

Jafnvel fleiri hundruð þúsund ára gömul steináhöld sem fundist hafa á Krít benda til að forfeður okkar hafi verið færir um langar sjóferðir og nýtt landnám löngu áður en menn hafa talið. Bandarískir og grískir vísindamenn hafa fundið um 2.100 áhöld á suðurströnd þessarar grísku eyju. Aldursgreining sýnir að þau séu a.m.k. 130.000 ára en […]

Uppsölulyf bjargar litlum pokadýrum

Lífshættulegar matarvenjur setja nú pokamörðinn í Norðaustur-Ástralíu í mikla hættu.   Þessi dýr eiga til að éta eitraða tegund froskdýra, svonefndar sykurreyrkörtur.   Svo eitruð er tegundin að ein karta dugar til að drepa pokamörð.   En nú veita menn tegundinni aðstoð. Vísindamenn hjá Sydneyháskóla hafa kennt 30 pokamörðum að forðast sykurreyrkörturnar.   Þeir fönguðu […]

Vatnaplanta skapar skipum nýtt yfirborð

Tækni: Innan tíðar verður hægt að klæða stór skip þannig að núningsmótstaða verði minni og það getur aftur leitt til allt að 10% orkusparnaðar. Það eru vísindamenn m.a. hjá Rheinische Friedrich-Wilhelm-háskólanum í Bonn í Þýskalandi sem nú eygja þessa von eftir að hafa rannsakað vatnaburknann Salvinia molesta, sem hrindir vel frá sér vatni.   Vísindamennirnir […]

Hve margir hafa farið út í geim?

Í janúar árið 2018 höfðu 533 manns frá 38 löndum farið út í geim. Til að teljast með, þarf maður að hafa farið í 100 km hæð.   

Kælir hvass vindur loftið?

Þótt hitamælirinn sýni hita yfir frostmarki, getur loftið virst ískalt þegar vindurinn blæs.   Ástæðan er þó ekki sú að vindurinn kæli loftið, heldur verða loftskipti við húðina hraðari og hún nær því síður að verma upp loftlagið næst sér. Þetta fyrirbrigði kallast almennt vindkæling.   Þegar líkaminn framleiðir hita, flytur blóðið hann til allra […]

Hvernig virkar tónkvísl?

Það var tónlistarmaðurinn John Shore sem fann upp tónkvísl árið 1711. Tónkvísl er úr stáli þar sem armarnir tveir mætast í stuttu skafti. Tónninn ræðst af lengd armanna og hver einstök tónkvísl hefur þannig sína sérstöku tíðni. Algengastur er tónninn A, einnig stundum nefndur kammertónninn.   Þegar tónkvíslinni er slegið við eitthvað, taka armarnir að […]

Geta tré fengið krabbamein?

Tré geta fengið ýmsar tegundir krabba vegna sýkinga af völdum baktería, sveppa og skordýra.   Margar skordýralirfur geta sýkt laufblöð þannig að þau mynda æxli þar sem lirfurnar hreiðra um sig. Þetta gera lirfurnar með því að gefa frá sér efni sem virka á plöntuna eins og vaxtarhormón.   Plöntuvefurinn vex og myndar æxli sem […]

Ítali fann upp dulmálshjól

Ítalinn Leon Battista Alberti var einn af þúsundþjalasmiðum endurreisnartímans.   Hann var rithöfundur, listamaður, arkitekt og áhugamaður um dulmál. Árið 1467 lýsti hann kóðahjóli sem samsett var úr tveimur málmskífum.   Sú ytri var föst en þeirri innri mátti snúa. Á ytri skífunni voru bókstafirnir í stafrófsröð en mynstrið á innri skífunni var annað.   […]

Livingstone lyfti húfunni

Meðal þekktustu orða sögunnar eru þau sem blaðamaðurinn Henry Stanley sagði þegar hann fann hinn týnda kristniboða David Livingstone í núverandi Tanzaníu árið 1871: „Dr. Livingstone, I presume?“ Veikburða og sjúkdómshrjáður svaraði Livingstone játandi og lyfti slitinni, blárri húfunni. Hvort orðin eru nákvæmlega rétt eftir höfð er reyndar ekki vitað, en húfan hefur varðveist hjá […]

Konan þín mun elska þig

Rafmagnstækin héldu fyrir alvöru innreið sína á heimilin upp úr miðri 20. öld og þá einkum til að létta húsmæðrum heimilisstörfin. Þess auglýsing er frá því upp úr 1960 og sýnir hversu glöð frúin verður ef eiginmaðurinn bara gefur henni hrærivél af merkinu „Chef“. Svo glöð verður konan yfir gjöf bónda síns að hún hefur […]

Svört kona flaug yfir allar hindranir

Frá þeirri stundu þegar Bessie Coleman sá flugsýningu í fyrsta sinn, var hún gagntekin. Hún ætlaði að verða flugmaður. Að vísu var hún hið tíunda af þrettán börnum fátækra foreldra í Texas og 23 ára þurfti hún að flytja til Chicago til að vinna fyrir daglegu viðurværi.   Það var árið 1915. En draumurinn lifði […]

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is