Hvers vegna safnast vatn í dropa?

Ástæða þess að vatn myndar dropa er yfirborðsspenna sem stafar af því að vatnssameindirnar dragast hver að annarri. Vatnssameindir eru bæði innan í dropanum og á yfirborði hans. Sameind inni í vatnsdropa verður fyrir aðdráttarafli frá öllum hliðum jafnt. Sameind á yfirborðinu togast hins vegar aðeins inn á við. Þannig er ákveðinn kraftur í yfirborðssameindunum […]

Af hverju sitja köngulær í miðjum vefnum?

Allar köngulær sem spinna vefi til að fanga bráð, eru meðal tiltölulega fárra dýrategunda sem veiða bráð sína í gildru. Algengast er að sjá kringlulaga köngulóarvefi.   Þegar könguló hefur lokið við kringlulaga vef, bíður hún þess að skordýr festist í honum. Sumar tegundir fela sig utan við netið, jafnvel í sérstökum felustað sem þær […]

Ítali teiknaði kort fyrir keisarann í Kína

Meðal fyrstu Vesturlandabúa sem settust að í Kína var ítalski jesúítinn Matteo Ricci, sem þangað kom í lok 16. aldar. Hann kynnti bæði vísindi og trúarbrögð Vesturlanda við keisarahirðina. Að tillögu Wanlis keisara teiknaði Ricci árið 1602 landakort, hið fyrsta í Kína sem sýndi bæði austrið og vestrið. Á meira en 5 fermetra blað úr […]

Indlandshjálp varð af hamförum

Vísindi Vesturlanda munu breyta Indlandi. Þetta var viðkvæðið í auglýsingum Union Carbide um 1960. Og forsvarsmenn þessa efnaiðnaðarfyrirtækis reyndust hafa rétt fyrir sér. Union Carbide var fyrst bandarískra stórfyrirtækja til að koma undir sig fótunum á Indlandi og 1984 átti það sök á versta umhverfisslysi sögunnar. Í skodýraeiturverksmiðjunni í Bhopal, skammt frá Mumbai, hafði gasaðvörunarkerfi […]

Fuglsmynd dulin á glæsibúnum hjálmi

Árið 1939 fann fornleifafræðingurinn Basil Brown engilsaxneska grafreitinn Sutton Hoo í Bretlandi, en hann er frá 6. öld. Í einni af ríkmannlega búnum gröfum fannst sverð, glæsiskjöldur og veldissproti konungborins manns. Í gröfinni var líka ríkulega skreyttur hjálmur með andlitsgrímu. Augnabrúnir, nef og yfirskegg skapa mynd af fugli með þanda vængi.

Kjarkmikill flugmaður kom Frökkum á óvart

Brasilíumaðurinn Alberto Santos-Dumont (1873-1932) var í hópi helstu frumkvöðla flugsins. Strax á barnsaldri hreifst hann af hvers kyns tækni og dáði bók Jules Verne, Umhverfis jörðina á 80 dögum. Flugdraumurinn heltók Alberto litla þegar hann horfði upp í himininn heima í Brasilíu. „Ég lá í forsælunni á veröndinni og horfði upp í brasilíska himininn þar […]

Armband les úr tilfinningum einhverfra

Einhverfir eru oft álitnir vera félagslega fatlað fólk sem hafi engan áhuga á að umgangast aðra. Í raun og veru eiga einhverfir hins vegar einungis oft í basli með að tjá sig á þann hátt að aðrir geti skilið þá. Nú fæst orðið nýtt armband sem útbúið er skynjara sem les úr tilfinningum einhverfra.

Í náttúrunni úir og grúir af blekkingum og svikum

Meira kynlíf, aukaleg máltíð eða ókeypis barnfóstra. Enginn hörgull er á góðum ástæðum þegar dýr og plöntur fara á bakvið einhvern sömu tegundar, blekkja keppinautinn ellegar narra bráðina. Hjá mörgum þeirra er gabbið það sem skilur að líf og dauða. Öll brögð, allt frá fölskum angistarópum yfir í raunsanna leikþætti, eru því leyfileg þegar mestu svikahrappar náttúrunnar beita brögðum til að lokka kræsingar og álíka út úr öðrum.

Stærsta hellakerfi heims – heldur áfram að vaxa

Þegar hópur fræðimanna hélt árið 2009 í hellaleiðangur í White Rock Cave á Borneó var reiknað með að hellirinn hafi verið að fullu rannsakaður. En þegar hellakönnuðir halda niður í ein af mörgum göngum hellisins finna þeir fyrir dragsúgi og heyra í rennandi vatni. Nokkru seinna geta þeir staðhæft að Clearwater-hellakerfið er hið stærsta sem til er í heimi og alls ekki fullkannað.

Úr geimnum til jarðar

Geimrannsóknir kosta milljarða á milljarða ofan af skattfé borgaranna, en þessir peningar hverfa þó ekki bara út í tómið. Margt af því sem nú auðveldar okkur daglegt líf var upprunalega hannað fyrir geimfara og geimferðir. Hjá geimferðastofnunum er meira að segja fólk í vinnu við að úthugsa hvernig nýta megi hugmyndir úr geimrannsóknum þannig að þær komi okkur öllum til góða.

Notaðu jakkann sem svefnpoka og dýnu

Fyrir alla þá sem eiga til að verða skyndilega mjög þreyttir, koma nú góðar fréttir. Hönnuðurinn Lin Tsui-Wei vann hin virtu þýsku Red Dot-verðlaun fyrir frakka sem hefur alveg sérstaka eiginleika. Honum má breyta í uppblásinn svefnpoka og neðri hlutann má taka af og nota sem dýnu. Að auki er þetta svo frambærilegasta vetrarúlpa með […]

Risaloftsteinn gæti hafa skollið á Kongó

Risastór loftsteinn, um 2 km í þvermál gæti hafa skollið til jarðar fyrir um 146 milljón árum, þar sem nú er Lýðveldið Kongó. Þetta segja vísindamenn við Padovaháskóla á Ítalíu eftir athuganir á nákvæmum gervihnattamyndum frá bandaríska fyrirtækinu TerraMetrics Inc.   Á myndunum má grein hring, sem er 46 km í þvermál þar sem hann […]

Júpíter gleypir í sig himinhnetti

Þann 19. júlí 2009 skall lítill himinhnöttur á Júpíter og skildi eftir sig nýjan, dökkan blett á þessari risareikistjörnu.   Þegar bletturinn var sem stærstur samsvaraði hann um tvöföldu flatarmáli allra Bandaríkjanna. Svo öflugir árekstrar eru taldir afar sjaldgæfir og vísindamenn því hissa á að verða vitni að slíkum atburði aðeins 15 árum eftir að […]

Hollur fangamatur dregur úr ofbeldi

Enskir vísindamenn kynnu að hafa uppgötvað ódýra en áhrifaríka leið til að draga úr ofbeldi: góðan og hollan mat, ásamt vítamínum og fæðubótarefnum.   Sálfræðingurinn Bernard Gesch sýndi þegar árið 2002 fram á að fæðubótarefni, svo sem B-vítamín, omega-3-fitusýrur úr fiski og steinefni, geta dregið úr ofbeldi meðal ungra afbrotamanna um allt að 40%. Nú […]

Hve hratt flýgur kampavínstappi?

Þegar tappinn skýst úr kampavínsflösku gerist það á um 40 km hraða. Þetta er mælinganiðurstaða þýsks prófessors, Friedrichs Balck. Þrýstingur í kampavínsflösku er um 2,5 loftþyngdir.

Hvaða torg er stærst á hnettinum öllum?

Tiananmen-torg, Torg hins himneska friðar í Beijing er 440.000 fermetrar og þar með opinberlega stærsta torg í heimi. Flatarmálið getur eftir atvikum samsvarað um 50 fótboltavöllum. Ný torg í öðrum kínverskum borgum veita þó samkeppni. Í kínverskum borgum eru menn víða að endurreisa stórfenglegar stjórnarbyggingar, hallir og minnismerki. Tiananmen-torg á uppruna sinn um miðja 17. […]

Af hverju stökkva höfrungar kringum báta?

Það er vel þekkt að höfrungar nýta sér bylgjur á yfirborði sjávar. Þeir hafa sést stökkva víða undan ströndum þar sem háar öldur myndast. Oft nýta þeir sér líka yfirborðsbylgjur frá skipum eða bátum og eiga til að fylgja minni bátum og synda eða stökkva í kringum þá.   Ástæða þessa atferlis er líklegast sú […]

Af hverju breytir tunglið um lit?

Hvernig stendur á því að tunglið skuli stundum vera hvítt eða fölgrátt, en stöku sinnum allt að því appelsínugult að sjá?

Af hverju hangir tyggigúmmí saman?

Tyggigúmmí er gert úr náttúrugúmmíi eða gervigúmmíi. Í báðum tilvikum er í því að finna svonefnda pólímera, þar sem mörg þúsund tiltölulega einfaldar sameindir eru tengdar saman í langar keðjur. Til eru margar mismunandi gerðir en oft er hér sameindin ísópren sem hefur efnafræðiformúluna CH2=C(CH3)CH=CH2. Í gúmmíi er erfitt að rjúfa efnabindingar pólímera og þessi […]

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is