Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Strax þegar BNA fékk sjálfstæði sitt vöruðu landsfeðurnir við því að pólitískt kerfi með einungis tveimur flokkum myndi kljúfa þjóðina í sundur. Engu að síður endaði BNA með tveggja flokka kerfi. Skýringuna er að finna hér. 

BIRT: 26/06/2024

1. Kosningakerfið var arfur frá erkióvininum 

„Það er ekkert sem ég óttast jafn mikið eins og skipting á lýðveldinu í tvo stóra flokka, þar sem hvor leiðtoginn leiðir sinn flokk“.

 

Þetta sagði John Adams, einn af þeim sem undirrituðu Sjálfstæðisyfirlýsinguna árið 1787.

 

Engu að síður sáðu stofnefndur Bandaríkjanna fræjum að tveggja flokka kerfi strax tveimur árum eftir að nýja þjóðin hafði unnið sjálfstæði frá Stóra-Bretlandi. Síðan hermdu þeir eftir svonefndu fulltrúakerfi Bretanna og skiptu landinu upp í lítil kjördæmi. Sá frambjóðandi sem fékk flest atkvæði vann þar með öll atkvæði sem voru greidd, þannig að atkvæði annarra flokka fengu ekkert vægi.

 

Kerfið gagnast fyrst og fremst stóru stjórnmálaflokkunum, þar sem borgarar vilja almennt ekki hætta á að missa vægi kosningaréttar síns með því að kjósa lítinn flokk. 

Árið 1787 undirrituðu fulltrúar frá 13 fylkjum BNA nýja stjórnarskrá. Kosningakerfið var tekið nánast óbreytt upp frá Englandi. 

2. Bændur og borgarar berjast um völdin 

Árið 1789 gátu Bandaríkjamenn í fyrsta sinn haldið í kjörklefana til að velja sér forseta eða réttara sagt valdastéttin sem samanstóð af karlmönnum, því kosningaréttur tilheyrði einungis hvítum landeigendum. 

 

George Washington vann kosningarnar sem kom ekki á óvart því hann var afar vinsæll og auk þess var enginn mótframbjóðandi. 

 

En þegar landsfaðirinn steig til hliðar árið 1797 ágerðist baráttan milli sveita og borga og stjórnmálaflokkarnir urðu til. 

 

Annars vegar var um að ræða demókratíska repúblikanaflokkinn sem barðist fyrir hámarks sjálfsákvörðunarrétti einstakra fylkja og ein Bandaríki sem byggðu efnahag sinn á landbúnaði. 

 

Hins vegar var um að ræða svokallaða sambandssinna (e. federalists) sem vildu öfluga miðstjórn og efnahag sem grundvallaðist á verslun og iðnaði. 

Washington sagði af sér eftir að hafa gegnt embætti í tvö kjörtímabil. Hann óttaðist að völdin myndu spilla sér. 

Í júni 1942 siglir voldugur floti japanskra herskipa í átt að Midway til að lokka leifarnar af Kyrrahafsflota BNA í gildru. En Bandaríkjamönnum hefur tekist að ráða dulmálslykil Japana og US Navy er tilbúinn í slaginn.

3. Stríðið murkar líftóruna úr sambandssinnum

Árið 1812 lýsti BNA yfir stríði á hendur Englandi. Markmiðið var að tryggja frjálsa verslun til sjávar sem Bretar höfðu löngum stýrt og eins að skilgreina í eitt skipti fyrir öll landamærin við Kanada. 

 

Stríðið varð brátt óvinsælt meðal leiðtoga sambandsflokksins og átökin urðu svo mikil að stjórnir ríkja í m.a. Massachusetts neituðu að senda hermenn í stríðið. 

 

Þess vegna varð stjórnmálaflokkur sagður andstæðingur þjóðarinnar og vinsældir hans hröpuðu. 

 

Að stríði loknu leystist sambandsflokkurinn upp og demókratíski repúblikanaflokkurinn komst til valda áður en innanflokksátök urðu til þess að hann skiptist í tvo flokka. Nú voru það demókratar og svokallaður Whig-flokkur sem urðu leiðandi stjórnmálaflokkar. 

Í stríðinu gegn Englandi árið 1812 misstu sambandssinnar allt fylgi. Næstu tólf árin var í raun einungis einn flokkur í BNA. 

4. Lincoln stofnar nýjan flokk

Árið 1854 undirritaði bandaríski forsetinn Franklin Pierce svokallað Kansas Nebraska Act.

 

Á þessum tímapunkti var þrælahald leyft í Suðurríkjunum en bannað í Norðurríkjunum. Þessi nýja löggjöf gerði þrælahald leyfilegt í nýjum bandarískum ríkjum sem voru að verða til í vestri.

 

Til að mótmæla þessu sagði m.a. Abraham Lincoln sig úr Whig-flokknum sem studdi löggjöfina og stofnaði það sem við núna köllum Repúblikana. 

 

„Hinn voldugi Whig-flokkur er í dauðateygjunum“, hljóðaði kveðjan frá Lincoln. Nýi flokkurinn var ólíkt demókrötum eindreginn andstæðingur þrælahalds.

 

Hin miklu átök milli andstæðinga þrælahalds og hinna mögnuðust bara upp og árið 1861 braust út borgarastyrjöld milli ríkjanna í norðri og suðri. 

Eftir vel heppnaða kosningaherferð sem kostaði eitthvað sem samsvarar 320 milljón núvirtum krónum sigraði Lincoln í forsetakosningunum 1860. 

5. Kerfið stendur styrkum fótum 

Núna tekst nánast aldrei neinum frambjóðendum annarra flokka en þeirra tveggja stóru að ná kjöri til öldungadeildarinnar eða fulltrúadeildarinnar og alls ekki til embættis forseta.

 

Ströng skilyrði gera öðrum en demókrötum og repúblikönum nánast ómögulegt að komast á kjörseðilinn í öðrum ríkjum og þar með ákaflega ósennilegt að þeir geti unnið kosningar um forsetaembættið. 

 

Næst þessu komst þó sjálfstæði frambjóðandinn Ross Perot sem árið 1992 náði að vinna 19% atkvæða í forsetakosningunum.

 

Engu að síður þurfti hann að lúta í lægra haldi í kjörmannavali fyrir ýmist Bill Clinton eða George Bush og endaði á því að fá engin kjörmannaatkvæði. 

Í næstum 200 ár hefur demókrati eða repúblikani gegnt embætti forseta BNA. 

Lesið meira um bandaríska lýðræðið og tveggja flokka kerfið 

  • Sean Wilentz: The Rise of American Democracy: Jefferson to Lincoln, W. W. Norton & Company, 2006

 

  • Barbara Krasner: The Two-Party System in the United States (Current Controversies), Greenhaven Pr, 2019

HÖFUNDUR: HENRIK FRANDSEN

© Library of Congress. © Anton Otto Fischer. © Tyler Merbler.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is