Menning og saga
Á níunda áratug síðustu aldar þurrkuðu fornleifafræðingar moldina af beinaleifum 26 karla, kvenna og barna.
Við fyrstu sýn virtust þessi bein ekkert frábrugðin öðrum 6.000 ára gömlum beinum steinaldarmanna sem áður höfðu fundist.
En þegar hópur vísindamanna tók þessi bein til nánari skoðunar fyrri skömmu, reyndist þó sitthvað furðulegt við beinin.
Þau voru mikið sködduð.
Nú virðist sem hópur vísindamanna hjá Valladolidháskóla hafi uppgötvað afar furðulega greftrunarsiði á grundvelli ástands beinanna.
Fornleifafræðingarnir segja beinin bera þess merki að á þessum tíma hafi tíðkast að hluta lík sundur.
70-90% beinanna voru brotin, m.a. virtist handleggsbein hafa verið brotið alveg þvert. Á sumum beinum fundust ummerki eftir þung högg og V-laga skurðir fundust líka en þeir virtust gerðir með steináhöldum þess tíma.
Allt telja vísindamennirnir þetta bera vott um fasta greftrunarsiði og óneitanlega mjög furðulega.
„Þessum aðferðum gæti hafa verið ætlað að flýta fyrir niðurbroti líksins, þegar þess var talin þörf. Sum beinin gætu hafa verið notuð til minja eða til tilbeiðslu,“ segir Angélica Santa-Cruz sem er fornleifafræðingur hjá Valladolidháskóla.
Mjúkir líkamsvefir verða örverum að bráð á skömmum tíma eftir að lík er borið til grafar. Aftur á móti eyðast beinin ekki fyrr en löngu síðar.
Saur úr bakteríum aflitar húðina og hún verður grænleit. Á örfáum dögum verður hún líka lausari í sér og gljúpari.
Bakteríur brjóta niður mjúka vefi. Þetta losar gas á borð við metan og ammoníak og einkum maginn þenst út.
Eftir þrjár vikur er þyngd líksins orðin 20-30% af upphaflegri þyngd. Það stafar bæði af uppgufun og áti lirfa og baktería.
Bein brotna hægt niður og í kalkríkum jarðvegi geta liðið aldir eða árþúsund áður en þau leysast upp.
Mjúkir líkamsvefir verða örverum að bráð á skömmum tíma eftir að lík er borið til grafar. Aftur á móti eyðast beinin ekki fyrr en löngu síðar.
Saur úr bakteríum aflitar húðina og hún verður grænleit. Á örfáum dögum verður hún líka lausari í sér og gljúpari.
Bakteríur brjóta niður mjúka vefi. Þetta losar gas á borð við metan og ammoníak og einkum maginn þenst út.
Eftir þrjár vikur er þyngd líksins orðin 20-30% af upphaflegri þyngd. Það stafar bæði af uppgufun og áti lirfa og baktería.
Bein brotna hægt niður og í kalkríkum jarðvegi geta liðið aldir eða árþúsund áður en þau leysast upp.
Rannsóknin bendir m.a. til að brot og skurðir beri vitni um að beinin hafi verið hreinsuð fullkomlega að utan og mergur tekinn innan úr leggjum, trúlega af virðingu við hinn látna.
Vísindamennirnir segja líka hugsanlegt að þessi meðferð á beinunum beri vott um mannát fyrir greftrun.
Mannát var hefðbundið fyrir greftrun á vissum stöðum í Evrópu á steinöld. Eldri rannsóknir hafa sýnt að högg með steinaldaráhöldum hafi verið fastur þáttur í athöfninni.
Vísindamennirnir fullyrða ekkert um mannát en benda á að beinin gætu hafa verið brotin til að komast betur að vöðvum og líffærum.
Náttúran
Náttúran
Maðurinn
Alheimurinn
Menning
Lifandi Saga
Maðurinn
Alheimurinn
Læknisfræði
Jörðin
Lifandi Saga
Lifandi Saga
Elísa Guðrún ehf
Klapparstígur 25
101 Reykjavík
Sími: 570-8300
Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
lifandi@visindi.is
Hægt er að gerast áskrifandi að vefnum hér.
Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu hér.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum með því að smella hér.
Þú getur sagt upp vefáskriftinni þinni hvenær sem er inni á þínum síðum
Ef erindið er að segja upp blaða áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is
Prófaðu í 14 daga ókeypis!
Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.
Viltu lesa greinina?
Ókeypis í 2 vikur!
Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.
Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.
Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.