Náttúran

Á Suðurskautslandinu myndast dularfull vök af og til – nú vita vísindamenn ástæðuna

Hópur vísindamanna hefur uppgötvað ástæðu þess að ísinn við Suðurskautslandið opnar og lokar til skiptis vök niður í hafið.

BIRT: 17/11/2024

 Árið 2017 sást aftur gríðarstór vök í suðurskautsísnum á gervihnattamyndum.

 

Þessi vök hefur ítrekað opnast niður í hafið undir ísnum, staðið opin í fáein ár en lokast síðan aftur.

 

Fyrirbrigðið hefur vakið athygli, enda óneitanlega nokkuð sérstakt, en nú hafa vísindamenn hjá Kaliforníuháskóla og Gautaborgarháskóla fundið skýringu á því hvers vegna Maud Rise-vökin er einungis sjáanleg um tiltekið skeið.

 

Stórar vakir í heimskautaís veita mikilvægan aðgang að fæðu fyrir m.a. rostunga, hvali, þorsk og milljónir sjófugla.

 

Maud Rise-vökin myndast í um eins kílómetra þykkum ís og er ekki jafnstór í hvert skipti sem hún opnast. 1970 var stærð hennar áætluð á borð við Nýja-Sjáland.

 

Öflugir sjávarstraumar og vindar

Með því að nota tölvulíkön og gervihnattamyndir tókst vísindamönnunum að greina þrjá þætti, sem til skiptist opna vökina og loka henni.

 

Niðurstaðan er sú að það sé blanda vinda, sjávarstrauma og sérstöðu sjávarbotnsins, sem þarna beinir hita og seltu upp í íshelluna.

 

Á þeim tímabilum þegar vökin opnast eru bæði öflugri sjávarstraumar og vindar í og við Weddelhafið, þar sem vökin myndast.

 

Vindar hreyfa við ísnum þannig að lítið op myndast niður í hafið. Nýr ís tekur að myndast í þessu gati, en vindarnir gefast ekki upp og við afl þeirra bætast öflugri sjávarstraumar sem veita hárri sjávarsúlu með hlýjum, söltum sjó upp á við.

 

Þetta auðveldar umskipti hita og seltu í yfirborðinu, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar.

Gervihnattamynd af hinni dularfullu Maud Rise-vök við Weddelhafið við suðurpólinn.

Seltujafnvægi verður stöðugra viðheldur uppstreymi seltu og hita til yfirborðsins.

 

Þegar vökin lokast er ástæðan sú að sjórinn hefur kólnað og megnið af þeim salta sjó, sem legið hefur í yfirborðinu, sekkur til botns.

 

Þegar þetta er skrifað er Maud Rise-vökin orðin svo lítil að hún sést illa úr lofti.

 

Vakir í ísnum eru almennt mikilvægar fyrir vistkerfin við pólana og hafa m.a. áhrif á það hvernig hafstraumar beina för um hnöttinn.

 

Við eyjarnar norðan við Kanada eru margar vakir, en sú þeirra sem mest hefur verið rannsökuð er North Water í Baffinflóa. Við norðaustanvert Grænland er líka gríðarstór vök, sem kallast Northeast Water-vökin.

 

En í þessari rannsókn kemur ekki fram hvort að einhverju leyti megi yfirfæra niðurstöðurnar á þessar vakir.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© NASA Earth Observatory

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is