Heilsa

Aðeins 22 grömm á dag af vinsælli matvöru geta aukið hættuna á heilabilun

Hópur vísindamanna frá Bandaríkjunum hefur fundið út hvaða matvæli þú ættir að forðast ef þú vilt draga úr hættu á að fá heilabilun. Þeir benda einnig á góða valkosti sem draga úr áhættunni.

BIRT: 29/01/2025

Á hverju ári greinast um það bil 10 milljónir manns um heim allan með heilabilun og alls áætlar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, að um 55 milljónir einstaklingar séu með einhver einkenni heilabilunar.

 

Því hafa fjölmargir vísindamenn um heim allan einbeitt sér að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir þetta ástand sem getur leitt til minnistaps og skertrar frammistöðu í daglegu lífi.

 

Ný rannsókn sem gerð var af vísindamönnum frá nokkrum af virtustu háskólum Bandaríkjanna bendir til þess að aðeins lítið magn af tiltekinni tegund matvæla auki hættuna á að fá heilabilun um 13 prósent.

 

Í greiningum sínum komust vísindamennirnir að því að neysla á rauðu kjöti jók hættuna á að fá heilabilun, en einnig er hægt að draga úr hættunni með því að neyta annarrar fæðu.

 

Þetta segja vísindamenn frá Harvard, Massachusetts Institute of Technology og Mass General Brigham sjúkrahúsinu í fréttatilkynningu.

 

22 grömm af kjöti eykur hættuna

Heilabilun er ástand sem þróast í mörg ár og veikir heilann í mismiklum mæli. Alzheimerssjúkdómurinn er algengasta form heilabilunar.

 

Því fylgdu vísindamennirnir, sem unnu þessa rannsókn, 133.771 manns í 43 ár og reiknuðu út möguleg tengsl á milli matarvenja þátttakenda og hættunnar á að fá heilabilun.

 

Niðurstöðurnar sýndu að fólk sem neytti um það bil 22 grömm af rauðu kjöti eða meira á dag var 13 prósent meiri hættu á að fá heilabilun en fólk sem borðaði minna kjöt.

 

Vísindamennirnir segja í fréttatilkynningunni að það var einkum unnið rautt kjöt sem sýndi þessi tengsl.

 

22 grömm af rauðu og unnu kjöti jafngilda tveimur beikonsneiðum, einni og hálfri skinkusneið eða einni pylsu.

Alzheimer þróast í þremur þrepum

Þróun Alzheimers hefst nokkrum árum áður en fyrstu einkenni koma fram. Eftir það getur sjúkdómurinn þróast hratt – og sjúklingar deyja að meðaltali sjö árum eftir greiningu.

Sjúkdómur þróast í felum

Skaðleg efni eins og beta-amyloid og tau prótein mynda kekki í minnisstöð heilans, drekanum (gult). Heilinn hefur þó ekki enn orðið fyrir alvarlegum skaða og einkenni Alzheimers hafa ekki enn komið fram. Tímaskeið: um 7 ár.

Heilinn á erfitt með að muna

Skaðlegu kekkirnir dreifast um fleiri svæði heilans og heilafrumurnar fara að deyja. Það hefur áhrif á hæfileikann til að hugsa og muna, þannig að viðkomandi man ekki orð af og til eða hvar t.d. lyklarnir eru. Tímaskeið: um 2 ár.

Heilabilun gerir lífið erfitt

Stórir hlutar heilans hrörna hratt. Minnið er verulega skert og viðkomandi er fljótur að gleyma. Tungumál, dómgreind og skipulagshæfileikar hverfa og einstaklingurinn verður illa áttaður. Persónuleikinn getur líka breyst. Tímaskeið: venjulega 3-11 ár (fyrir andlát).

Rautt kjöt flýtir fyrir öldrun heilans

Vísindamennirnir sáu einnig fylgni milli þess að neyta meira en 90 grömm af rauðu kjöti á dag og aukinni hrörnun heilans.

 

Öldrun heilans virtist aukast um heil 1,6 ár hjá þátttakendum sem neyttu meira en 90 grömm af unnu kjöti daglega.

 

Vísindamennirnir telja að mettuð fita og salt í kjöti geti haft neikvæð áhrif á heilafrumur, en það þarf að gera fleiri rannsóknir áður en þeir vita nákvæmlega hver orsökin er.

 

Það er ekki auðvelt að finna lækningu við Alzheimer. Hér geturðu lesið um hvernig svindl tafði ferlið í mörg ár:

Falsaðar og villandi rannsóknaniðurstöður hafa seinkað þróun lyfja gegn Alzheimer um 15 ár. Fölsku niðurstöðurnar bentu á eitt stakt prótín sem sökudólginn. Nú kemur í ljós að þetta prótín er miklu frekar til gagns!

„Við höldum áfram þeirri vinnu að reyna að skilja hvað það er veldur heilabilun og vitrænni skerðingu.

 

Þetta segir Daniel Wang hjá Mass General Brigham í fréttatilkynningunni. Vísindamennirnir segja að hægt sé að skipta út rauðu og unnu kjöti fyrir prótein úr hnetum, grænmeti eða fiski og minnka þannig hættuna á að fá heilabilun um allt að 20 prósent.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Neurology.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© GBALLGIGGSPHOTO /Shutterstock,© Claus Lunau & Malene Vinther

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is