Á hverju ári greinast um það bil 10 milljónir manns um heim allan með heilabilun og alls áætlar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, að um 55 milljónir einstaklingar séu með einhver einkenni heilabilunar.
Því hafa fjölmargir vísindamenn um heim allan einbeitt sér að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir þetta ástand sem getur leitt til minnistaps og skertrar frammistöðu í daglegu lífi.
Ný rannsókn sem gerð var af vísindamönnum frá nokkrum af virtustu háskólum Bandaríkjanna bendir til þess að aðeins lítið magn af tiltekinni tegund matvæla auki hættuna á að fá heilabilun um 13 prósent.
Í greiningum sínum komust vísindamennirnir að því að neysla á rauðu kjöti jók hættuna á að fá heilabilun, en einnig er hægt að draga úr hættunni með því að neyta annarrar fæðu.
Þetta segja vísindamenn frá Harvard, Massachusetts Institute of Technology og Mass General Brigham sjúkrahúsinu í fréttatilkynningu.
22 grömm af kjöti eykur hættuna
Heilabilun er ástand sem þróast í mörg ár og veikir heilann í mismiklum mæli. Alzheimerssjúkdómurinn er algengasta form heilabilunar.
Því fylgdu vísindamennirnir, sem unnu þessa rannsókn, 133.771 manns í 43 ár og reiknuðu út möguleg tengsl á milli matarvenja þátttakenda og hættunnar á að fá heilabilun.
Niðurstöðurnar sýndu að fólk sem neytti um það bil 22 grömm af rauðu kjöti eða meira á dag var 13 prósent meiri hættu á að fá heilabilun en fólk sem borðaði minna kjöt.
Vísindamennirnir segja í fréttatilkynningunni að það var einkum unnið rautt kjöt sem sýndi þessi tengsl.
22 grömm af rauðu og unnu kjöti jafngilda tveimur beikonsneiðum, einni og hálfri skinkusneið eða einni pylsu.
Alzheimer þróast í þremur þrepum
Þróun Alzheimers hefst nokkrum árum áður en fyrstu einkenni koma fram. Eftir það getur sjúkdómurinn þróast hratt – og sjúklingar deyja að meðaltali sjö árum eftir greiningu.

Sjúkdómur þróast í felum
Skaðleg efni eins og beta-amyloid og tau prótein mynda kekki í minnisstöð heilans, drekanum (gult). Heilinn hefur þó ekki enn orðið fyrir alvarlegum skaða og einkenni Alzheimers hafa ekki enn komið fram. Tímaskeið: um 7 ár.

Heilinn á erfitt með að muna
Skaðlegu kekkirnir dreifast um fleiri svæði heilans og heilafrumurnar fara að deyja. Það hefur áhrif á hæfileikann til að hugsa og muna, þannig að viðkomandi man ekki orð af og til eða hvar t.d. lyklarnir eru. Tímaskeið: um 2 ár.

Heilabilun gerir lífið erfitt
Stórir hlutar heilans hrörna hratt. Minnið er verulega skert og viðkomandi er fljótur að gleyma. Tungumál, dómgreind og skipulagshæfileikar hverfa og einstaklingurinn verður illa áttaður. Persónuleikinn getur líka breyst. Tímaskeið: venjulega 3-11 ár (fyrir andlát).
Rautt kjöt flýtir fyrir öldrun heilans
Vísindamennirnir sáu einnig fylgni milli þess að neyta meira en 90 grömm af rauðu kjöti á dag og aukinni hrörnun heilans.
Öldrun heilans virtist aukast um heil 1,6 ár hjá þátttakendum sem neyttu meira en 90 grömm af unnu kjöti daglega.
Vísindamennirnir telja að mettuð fita og salt í kjöti geti haft neikvæð áhrif á heilafrumur, en það þarf að gera fleiri rannsóknir áður en þeir vita nákvæmlega hver orsökin er.
Það er ekki auðvelt að finna lækningu við Alzheimer. Hér geturðu lesið um hvernig svindl tafði ferlið í mörg ár:
Falsaðar og villandi rannsóknaniðurstöður hafa seinkað þróun lyfja gegn Alzheimer um 15 ár. Fölsku niðurstöðurnar bentu á eitt stakt prótín sem sökudólginn. Nú kemur í ljós að þetta prótín er miklu frekar til gagns!
„Við höldum áfram þeirri vinnu að reyna að skilja hvað það er veldur heilabilun og vitrænni skerðingu.
Þetta segir Daniel Wang hjá Mass General Brigham í fréttatilkynningunni. Vísindamennirnir segja að hægt sé að skipta út rauðu og unnu kjöti fyrir prótein úr hnetum, grænmeti eða fiski og minnka þannig hættuna á að fá heilabilun um allt að 20 prósent.
Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Neurology.