Alheimurinn

Ævafornar stjörnur finnast í útjaðri Vetrarbrautarinnar

Ljósbaugur Vetrarbrautarinnar afhjúpar stjörnur, sem eru næstum jafngamlar alheiminum.

BIRT: 16/11/2024

Nýjustu útreikningar eðlis- og stjörnufræðinga sýna að alheimurinn hafi myndast fyrir um 13,8 milljörðum ára.

 

Sá fjöldi stjarna sem síðan hefur myndast í alheiminum er beinlínis óskiljanlegur.

 

Bara í Vetrarbrautinni er álitið að séu einhvers staðar á bilinu 100 til 400 milljarðar stjarna. Plánetur gætu svo verið miklu fleiri.

 

Nú telja vísindamenn hjá MIT (Massachusetts Institute of Technology) sig hafa uppgötvað nokkrar af elstu stjörnum alheimsins – og m.a.s. einmitt í Vetrarbrautinni.

 

Vísindamennirnir greindu þrjár afar gamlar stjörnur, sem reyndar voru áður þekktar og niðurstöður voru birtar í Monthly Notices.

 

Milli 12 og 13 milljarða ára gamlar

Greiningar á efnasamsetningu þeirra sýna að þær gætu verið 12-13 milljarða ára gamlar, eða tiltölulega litlu yngri en alheimurinn sjálfur. Þetta kemur fram í miðlinum Live Science.

 

Þessar ævafornu stjörnur er að finna í ljósbaug Vetrarbrautarinnar, sem sagt því stjörnuskýi sem umlykur Vetrarbrautina, segja vísindamennirnir í fréttatilkynningu.

 

Reyndar telja þeir að þar megi finna fleiri stjörnur á sama aldri.

 

„Þær eru hluti af ættartré okkar í geimnum og við ráðum nú yfir nýrri aðferð til að finna þær,“ segir Anna Frebel eðlisfræðingur hjá MIT.

 

Vísindamennirnir rannsökuðu upplýsingagögn frá stjörnunum og á þeim grundvelli hefur þeim tekist að opna dyr að mögulegum rannsóknum á fleiri öldruðum stjörnum.

Milljarðar stjarna og líklega gríðarfjöldi pláneta. Vetrarbrautin er gríðarlega stór og þung. Hér er skemmtilegur fróðleikur um stjörnuþokuna okkar – Vetrarbrautina.

Uppruninn ekki í Vetrarbrautinni

Greiningarnar sýndu að í samanburði við sólina var í þessum stjörnum lítið magn af strontíum, baríum og járni.

 

Þetta er áhugavert vegna þess að í ungum alheimi var lítið til að fjölmörgum frumefnum, þar á meðal strontíum og baríum, segja vísindamennirnir í fréttatilkynningunni.

 

Vísindamennirnir setja líka fram mögulega skýringu á því að þessar stjörnur skyldu einmitt lenda í útjaðri Vetrarbrautarinnar.

 

Stjörnurnar gætu verið upprunnar í öðrum, litlum stjörnuþokum, sem Vetrarbrautin hefur gleypt í sig.

 

Þessar þrjár stjörnur snúast í kringum svarthol, en í öfuga stefnu við flestar aðrar stjörnur í grenndinni. Það segja vísindamennirnir benda til að þær hafi sogast inn í Vetrarbrautina á ferð hennar um geiminn einhvern tíma fyrir milljörðum ára.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is