Náttúran

Ævagamalt sæskrímsli fannst í Mexíkó

Vísindamenn uppgötvuðu því nær heila hauskúpu af óþekktu sæskriðdýri sem uppi var fyrir 90 milljón árum.

BIRT: 28/09/2024

Á krítartímabilinu voru höfin iðandi af lífverum sem sum hver voru eins konar viðundur þróunarsögunnar og meðal þeirra ýmsar stórskepnur.

 

Og nú hefur eitt þessara furðuskrímsla birst við uppgröft.

 

Þetta risavaxna skriðdýr hefur dulist undir sólbrenndum jarðvegi í Mexíkó í 90 milljón ár og ýmis einkenni þess eru óneitanlega sérstök.

 

Skepnan flokkast sem ein af þeim mosasaurus-eðlum sem uppi voru fyrir um 90 milljón árum eða á síðari hluta krítartímabilsins.

 

Ríkti á sama tíma og risaeðlurnar

Vísindamenn frá del Desierto-safninu fundu næstum heila höfuðkúpu þessarar sæeðlu og stærðin gefur til kynna að eðlan hafi verið um 5,2 metra löng.

 

Tegundin hefur ekki fundist áður en hefur nú fengið fræðiheitið Yaguarasaurus regiomontanus.

 

Hún tilheyrði ætt mosasaurus-eðla sem voru stærstu rándýr í sjó á seinni hluta krítartímabilsins, meðan risaeðlurnar ríktu enn yfir þurrlendinu.

Steingervð hauskúpa af Yaguarasaurus regiomontanus.

Alls hafa fundist um 40 tegundir mosasaurus-eðla frá þessum tíma og þær hefur verið að finna víða í heimshöfunum.

 

Sú stærsta, Mosasaurus hoffmani, var um 12 metra löng. Það er um tvöföld lengd stærstu núlifandi hvítháfa.

 

Mosasaurus-eðlur eru þekktar fyrir hvassa og klofna tungu, svipað því sem einkennir núlifandi slöngur og sandeðlur.

Mosasaurus

Mosasaurus-eðlur voru skyldar frýnum og réð ríkjum í heimshöfunum í lok risaeðlutímabilsins.

 

Stærð: 13 metrar – Þyngd: 14 tonn.

Mosasaurus

Mosasaurus-eðlur voru skyldar frýnum og réð ríkjum í heimshöfunum í lok risaeðlutímabilsins.

 

Stærð: 13 metrar – Þyngd: 14 tonn.

Sæskriðdýr í höfunum, flugeðlur og mikill fjöldi eðla á þurrlendi dóu út í mikilli útrýmingu tegunda eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni í lok krítartímabilsins.

 

„Þetta er ein af fyrstu, stóru mosasaurus-eðlunum og ótrúlegt eintak sem getur gefið okkur nýja innsýn í það hvernig þessar eðlur breiddust út á seinni hluta krítartímabilsins,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum sínum.

Rannsóknir á varðveittum búti úr beini hafa slegið steypireyðina af toppnum sem stærsta dýr sem hefur lifað á jörðu. Bein þetta reyndist vera komið frá útdauðum risa sem var heil 200 tonn og nú róta fræðimenn í gegnum skúffur og skápa til að leita eftir menjum um fleiri sjávarrisa fortíðar.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Luis Rey/Museo del Desierto

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is