Á krítartímabilinu voru höfin iðandi af lífverum sem sum hver voru eins konar viðundur þróunarsögunnar og meðal þeirra ýmsar stórskepnur.
Og nú hefur eitt þessara furðuskrímsla birst við uppgröft.
Þetta risavaxna skriðdýr hefur dulist undir sólbrenndum jarðvegi í Mexíkó í 90 milljón ár og ýmis einkenni þess eru óneitanlega sérstök.
Skepnan flokkast sem ein af þeim mosasaurus-eðlum sem uppi voru fyrir um 90 milljón árum eða á síðari hluta krítartímabilsins.
Ríkti á sama tíma og risaeðlurnar
Vísindamenn frá del Desierto-safninu fundu næstum heila höfuðkúpu þessarar sæeðlu og stærðin gefur til kynna að eðlan hafi verið um 5,2 metra löng.
Tegundin hefur ekki fundist áður en hefur nú fengið fræðiheitið Yaguarasaurus regiomontanus.
Hún tilheyrði ætt mosasaurus-eðla sem voru stærstu rándýr í sjó á seinni hluta krítartímabilsins, meðan risaeðlurnar ríktu enn yfir þurrlendinu.
Steingervð hauskúpa af Yaguarasaurus regiomontanus.
Alls hafa fundist um 40 tegundir mosasaurus-eðla frá þessum tíma og þær hefur verið að finna víða í heimshöfunum.
Sú stærsta, Mosasaurus hoffmani, var um 12 metra löng. Það er um tvöföld lengd stærstu núlifandi hvítháfa.
Mosasaurus-eðlur eru þekktar fyrir hvassa og klofna tungu, svipað því sem einkennir núlifandi slöngur og sandeðlur.
Mosasaurus
Mosasaurus-eðlur voru skyldar frýnum og réð ríkjum í heimshöfunum í lok risaeðlutímabilsins.
Stærð: 13 metrar – Þyngd: 14 tonn.
Mosasaurus
Mosasaurus-eðlur voru skyldar frýnum og réð ríkjum í heimshöfunum í lok risaeðlutímabilsins.
Stærð: 13 metrar – Þyngd: 14 tonn.
Sæskriðdýr í höfunum, flugeðlur og mikill fjöldi eðla á þurrlendi dóu út í mikilli útrýmingu tegunda eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni í lok krítartímabilsins.
„Þetta er ein af fyrstu, stóru mosasaurus-eðlunum og ótrúlegt eintak sem getur gefið okkur nýja innsýn í það hvernig þessar eðlur breiddust út á seinni hluta krítartímabilsins,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum sínum.
Rannsóknir á varðveittum búti úr beini hafa slegið steypireyðina af toppnum sem stærsta dýr sem hefur lifað á jörðu. Bein þetta reyndist vera komið frá útdauðum risa sem var heil 200 tonn og nú róta fræðimenn í gegnum skúffur og skápa til að leita eftir menjum um fleiri sjávarrisa fortíðar.