Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Arthur Conan Doyle skapaði frægasta einkaspæjara allra tíma, Sherlock Holmes. En eftir að hann sló í gegn reyndi breski rithöfundurinn að losa sig við persónuna sem hafði fært honum bæði auð og frægð – en án árangurs.

BIRT: 21/06/2024

Í desember 1893 var síðasta tölublaði ársins af „The Strand Magazine“ dreift með járnbrautum út um allt Bretland. Upplagið vóg meira en 100 tonn.

 

Vinsældir tímaritsins höfðu vaxið jafnt og þétt frá því það hóf að birta sögur læknisins Arthurs Conan Doyle um meistaraspæjarann ​​Sherlock Holmes tveimur árum áður.

 

Lesendur fengu aldrei nóg af hinum snjalla spæjara sem leysti hvert leyndardómsfulla glæpamálið á fætur öðru með skörpu innsæi sínu og einstakri ályktunarhæfni.

 

Sherlock Holmes var orðinn bókmenntaleg ofurhetja sem var elskaður af milljónum en höfundur sagnanna var hins vegar orðinn þreyttur á honum.

 

Vissulega hafði Holmes fært Conan Doyle auð og frægð en einkaspæjarinn skyggði á önnur og – að hans eigin mati – mikilvægari verk.

 

Þá tók Conan Doyle róttæka ákvörðun: Holmes varð að deyja.

 

Þegar lesendur komu að síðustu línunum í nýjustu sögu Sherlock Holmes, „The Final Problem“, í desember 1893, fengu þeir áfall.

 

Sherlock og erkióvinur hans, Dr. Moriarty féllu fram af kletti við Reichenbach-fossinn í Sviss og mættu þar dauða sínum.

 

Viðbrögðin við dauða einkaspæjarans létu ekki á sér standa.

 

Hatursbréfin streymdu inn um bréfalúguna hjá Conan Doyle og um 20.000 lesendur sögðu upp áskrift sinni að „The Strand Magazine“ í mótmælaskyni. Jafnvel prinsinum af Wales var brugðið við dauða rannsóknarlögreglumannsins.

 

En Conan Doyle var ánægður. Nú gat hann loksins helgað sig almennilegum bókmenntum.

 

Fljótlega kom þó í ljós að heimurinn hafði langt frá því séð það síðasta af Sherlock Holmes.

 

Frá lækni til rithöfundar

„Ef, eftir 100 ár, ég verð eingöngu þekktur sem maðurinn sem skapaði Sherlock Holmes, þá mun ég líta á líf mitt sem misheppnað,“ skrifaði Conan Doyle einhvern tímann.

 

Því mætti segja að ævi hans hafi, þegar upp var staðið, verið misheppnuð.

 

Enn þann dag í dag er nafn breska rithöfundarins órjúfanlega tengt Sherlock Holmes. Ekkert annað sem Conan Doyle sendi frá sér setti svip sinn á bókmenntasöguna.

 

Reyndar ætlaði Arthur Conan Doyle aldrei að gera ritstörf að ævistarfi sínu.

„Ég hef fengið svo of stóran skammt af honum að mér líður gagnvart honum eins og ég geri fyrir „paté de foie gras“, sem ég borðaði eitt sinn of mikið af. Bara nafnið eitt og sér gerir mig veikan enn þann dag í dag,“ skrifaði Arthur Conan Doyle árið 1896 um þá ákvörðun að taka Sherlock Holmes af lífi. Fimm árum síðar birtist spæjarinn hins vegar aftur í ,, Baskerville hundinum".

Hann lærði læknisfræði við The Royal Infirmary of Edinburgh í Edinborg, höfuðborg Skotlands, þar sem hann ólst upp.

 

Þar heillaðist Conan Doyle af fyrirlesara sínum, Joseph Bell sem gerði það oft sér til gamans og til að ganga í augun á nemendum sínum, að giska á starfsgrein einhvers manns út frá nokkrum sýnilegum vísbendingum.

 

Og þó Conan Doyle væri hrifinn af vísindum og rökhyggju, þá var hann jafn heillaður af spíritisma og hinu yfirnáttúrulega.

 

Þegar hann flutti til Southsea í Suður-Englandi á níunda áratug nítjándu aldar og opnaði þar læknastofu tók hann oft þátt í miðilsfundum í frítíma sínum þar sem miðlar náðu sambandi við látið fólk.

Dauðinn var aldrei langt undan þegar Edgar Allan Poe átti í hlut.  

Alla ævi laðaðist Conan Doyle jafnt að skynsemishyggju og spíritisma.

 

Hann hafði skrifað sögur um yfirnáttúruleg fyrirbæri frá því að hann var sex ára og sem ungur maður fékk hann nokkrar smásögur gefnar út, þó þær vektu ekki mikla athygli.

 

Rekstur læknastofunnar í Southsea nálægt Portsmouth, þar sem hann bjó með konu sinni Louisu, gekk ekki vel og fjárhagur þeirra var heldur þröngur.

 

Allt þetta breyttist vorið 1886 þegar Conan Doyle fékk hugmynd.

 

Sherrington Hope rannsóknarlögreglumaður

Tvær teikningar úr ,,Study in Scarlet". Önnur, teiknuð af David Henry Friston, er úr fyrstu útgáfu tímaritsins "Beeton's Christmas Annual" (1887). Hin er teiknuð af George Wylie Hutchinson úr bók sem kom út árið 1892.

Innblásinn af hryllings- og glæpasagnahöfundinumEdgar Allan Poe og skáldsagnapersónu hans, C. Auguste Dupin og Joseph Bell, fyrirlesara sínum við læknaskólann hóf ungi læknirinn að skrifa spæjarasögu.

 

Skáldsagan bar titilinn „A Study in Scarlet“ og aðalpersónan var óviðjafnanlegur einkaspæjari að nafni Sherrington Hope sem fékk það verkefni að leysa dularfullt morðmál í London með hjálp aðstoðarmanns síns, Dr. Watson.

 

Conan Doyle kláraði skáldsöguna á sex vikum í mars og apríl 1886 og á meðan hann var að semja hana breytti hann nafni aðalpersónunnar lítillega.

 

Í nóvember 1887 kom fyrsta Sherlock Holmes sagan, „A Study in Scarlet“ út í tímaritinu „Beeton’s Christmas Annual“.

 

Í fyrstu vakti hinn snjalli og sérvitri einkaspæjari litla athygli en eftir því sem Conan Doyle gaf út fleiri sögur um hann – nú í tímaritinu „The Strand Magazine“ – jukust vinsældir Sherlock Holmes.

 

Í lok níunda áratugarins þénaði Conan Doyle orðið það vel á sögum sínum að hann hætti læknisstörfum og helgaði sig ritstörfum eingöngu.

 

Bætt við skáldskap Conan Doyles

Bogna pípan, veiðihatturinn og hin ódauðlega setning: „Elementary, my dear Watson“ eru einkennismerki Sherlock Holmes. Ekkert af þessu kemur þó fyrir í bókum Conan Doyles.

Uppskáldað heimilisfang varð að raunveruleika

Þegar Conan Doyle skrifaði sögurnar lét hann Holmes búa í Baker Street 221 B þrátt fyrir að svo hátt húsnúmer væri ekki til við þá götu. En árið 1932, þegar gatan var lengd náði hún nógu langt til að þetta fræga húsnúmer kæmist í notkun. Í dag er í því húsi safn, tileinkað spæjaranum fræga.

Pípan fræga kom til síðar

Bogna pípan og hin þekktu orð „Elementary, my dear Watson“ er hvorugt frá Conan Doyle komið heldur leikaranum William Gillette. Hann lék Holmes á sviði og í kvikmyndinni „Sherlock Holmes“ sem var gerð árið 1916. Gilbert valdi bogna pípu í stað hefðbundinnar beinnar, því hann sagði að hún varpaði síður skugga á andlit sitt á sviðinu. Hann samdi einnig hin frægu orð „Elementary, my dear Watson“ sem aldrei koma fyrir í verkum Conan Doyles.

Sherlock Holmes sem framhaldssaga

Spæjarinn sló fyrst almennilega í gegn í þriðju skáldsögunni um hann, „A scandal in Bohemia“, sem kom fyrst út í tímaritinu „The Strand Magazine“ í júlí 1891. Sagan birtist þar sem framhaldssaga svo lesendur urðu að kaupa öll tölublöðin til að geta fylgt sögunni. Sala á tímaritinu rauk við þetta upp í hálfa milljón eintaka á mánuði. Í allt skrifaði Arthur Conan Doyle 4 skáldsögur og 56 smásögur um Sherlock Holmes.

Ímynd Viktoríutímans

Mynd af London frá þeim tíma þegar Conan Doyle fagnaði sínum fyrstu sigrum með Sherlock Holmes. Myndin frá árinu 1890 frá betri hluta London við Strand.

Sjálfur bjó Arthur Conan Doyle aldrei í London en líklega hefur hann heimsótt milljónaborgina oft til að sækja sér innblástur í sögur sínar.

 

Hvað sem því líður er söguheimur Sherlock Holmes ríkur af ógleymanlegum lýsingum á andrúmsloftinu í ensku höfuðborginni sem í lok 19. aldar var miðpunktur heimsins.

 

Allt frá þykkri þokunni sem löngum lá þung yfir borginni, til gaslýstra steinstrætanna þar sem ómaði stöðugur hávaði frá hestvögnunum. Allt frá ómanneskjulegum ópíumgrenum í fátækrahverfum East End til hertoga og fallegra kvenna í rándýrum kjólum í hinum auðugri hverfum.

 

Lýsingarnar á London í sögunum um Sherlock Holmes sýna þetta allt og þó milljónaborgin sé ekki sýnd í neinum ævintýraljóma þá er heldur ekki dregin upp nein glansmynd af hinu rómaða sveitalífi.

 

Eða eins og Holmes orðar það á einum stað: „Það er mín reynsla, kæri Watson, að jafnvel fátækustu og hryllilegustu húsasundin í London séu ekki syndugri en hin fallegustu sveitasetur“.

„Augljóst, minn kæri Watson“.
William Gillette (ekki tilvitnun í Conan Doyle).

Sherlock Holmes sjálfur er persónugervingur heimsmyndar Viktoríutímans þar sem menn litu svo á að allt í náttúrunni og menningunni lyti lögmálum rökfræðinnar.

 

Með því að beita skynsemi og vísindalegri nákvæmni átti þjálfaður athugandi að geta ályktað hvað hafði gerst á glæpavettvangi, einfaldlega með því að rannsaka ummerkin um atburðina.

 

Eða eins og segir í einni frægustu tilvitnun Sherlock Holmes: „Þegar þú hefur ýtt hinu ómögulega til hliðar, þá hlýtur það sem eftir stendur – sama hversu ólíklegt sem það er – að vera sannleikurinn“.

 

 

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Look and Learn/Bridgeman Images,© Herbert Rose Barraud/Public domain,© Public domain,© sematadesign/Shutterstock,© Library of Congress,© Toronto Public Library/Creative Commons,© Wikimedia Commons,© Hartswood Films/Shutterstock/Ritzau Scanpix,© Universal Pictures/Public domain,© Express/Stringer/Getty Images,© Hartswood Films/Shutterstock/Ritzau Scanpix,© First National Pictures/Public domain

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is