Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Sagnfræðinga hefur greint á um kynþátt Kleópötru í aldaraðir. Netflix lét gera leikna heimildamynd um hana fyrir skemmstu þar sem drottingin er látin vera þeldökk, þrátt fyrir að sögulegar heimildir hermi annað.

BIRT: 12/05/2024

„Netflix gerir tilraun til að skapa glundroða og bera út rógburð um að egypsk menning eigi rætur að rekja til þeldökkra, segir hinn virti egypski fornleifafræðingur Zahi Hawass.

 

Viðbrögð hans komu í kjölfarið á frumsýningu nýrra leikinna heimildaþátta um Kleópötru, drottningu Egypta (69-30 f.Kr.).

 

Þeldökk leikkona var fengin til að leika Kleópötru í þáttunum og þetta hefur haft í för með sér mikla gagnrýni af hálfu Egypta, Grikkja og Makedóníumanna.

 

MYNDSKEIÐ: Sjáðu Netflix-stikluna um Kleópötru

Grískir forfeður

Engar ritaðar heimildir greina frá kynþætti Kleópötru en ákveðnir þættir eru þó eins konar vísbendingar um uppruna drottningarinnar.

 

Sagnfræðingar vita að Kleópatra fæddist inn í konungsætt sem hinn makedónsk-gríski Ptólemaios 1. lagði grunninn að einum 250 árum áður.

 

Konungsætt þessi var þekkt fyrir að leggja stund á innrækt til þess að menga ekki blóð konungborinnar fjölskyldunnar. Afi Kleópötru átti sér engu að síður ástkonu, auk grískra eiginkvenna sinna, með óljósan uppruna.

 

Hún gæti fræðilega séð hafa verið amma Kleópötru en sannanir fyrir því skortir og engar heimildir þess tíma gefa til kynna að ástkonan hafi verið svört.

 

Faðir Kleópötru er einnig sagður hafa átt nokkrar konur og ef marka má gríska sagnfræðinginn Strabon voru þær allar af tignum ættum. Fyrir vikið hafa þær sennilega verið Grikkir ellegar þá tilheyrt trúarlegu prestastéttinni í Grikklandi sem hefðin bauð að kvænast grískum konum.

Uppgötvun dularfullrar grafskriftar í Norður-Grikklandi rekur þræði aftur til óhugnanlegrar valdabaráttu sem hófst þegar Alexander mikli gaf upp öndina. Þar með hófst valdabarátta í makedónska ríkinu og henni lauk ekki fyrr en öll fjölskylda Alexanders lá í valnum.

Sagnfræðingar nú á dögum eru því sammála um að Kleópatra hafi annað hvort verið hreinræktaður Grikki eða átt gríska forfeður sem miklar líkur eru á að hafi ekki verið þeldökkir. Hún hefur því ugglaust líkst konum frá Miðjarðarhafinu.

 

Þessi kenning er jafnframt studd með styttum og mynt frá fornöld sem sýna andlit Kleópötru.

Hin mörgu andlit Kleópötru

Kleópatra er einhver alþekktasta persóna fornaldar og saga hennar hefur löngum vakið áhuga kvikmyndagerðarfólks. Fyrir vikið hafa verið gerðar mýmargar kvikmyndir um drottningu þessa, hver á sinn hátt.

Kleópatra (1934)

Hver lék Kleópötru?

 

Claudette Colbert

 

Hvernig kom hún fyrir sjónir?

 

Í kvikmynd þessari er Kleópatra slóttug og tælandi drottning, sem beitir fegurð sinni og snilligáfu til að öðlast yfirráð og komast til valda. Hún vílar ekki fyrir sér að svíkja sína nánustu og notar kynþokkann sem leið til að ráðskast með karlmenn og fá sínu framgengt.

Kleópatra (1963)

Hver lék Kleópötru?

 

Elizabeth Taylor

 

Hvernig kom hún fyrir sjónir?

 

Kleópatra er sterk, valdamikil drottning, með mikla útgeislun, sem er staðráðin í að vernda ríki sitt gegn ógninni sem steðjaði að frá Rómverjum. Drottningin er látin vera greind kona með stjórnmálavit, sem beitir engu að síður töfrum sínum til að ráðskast með aðra.

Kleópatra drottning (2023)

Hver lék Kleópötru?

 

Adele James

 

Hvernig kom hún fyrir sjónir?

 

Í þessum leiknu heimildaþáttum frá Netflix kemur egypska drottningin okkur fyrir sjónir sem sterk og valdamikil kona sem berst fyrir ríki sínu. Þó svo að þættirnir séu sagðir vera heimildaþættir kemur oftsinnis fram að Kleópatra hefði allt eins getað verið þeldökk.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Paramount Studios, © 20th Century Studios,© Netflix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Austur-Þýskaland var aðeins lýðræði að nafninu til

Náttúran

Hvernig getur kviknað í af sjálfu sér?

Lifandi Saga

Hreintrúarfólk daðraði gegnum langt rör

Heilsa

Stór rannsókn sýnir fram á einfalda leið til að bæta þarmaheilsuna

Alheimurinn

Hvað gerist ef það slokknar á sólinni?

Menning

Heimsþekktir síamstvíburar

Maðurinn

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir kulda?

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.