Maðurinn

Af hverju deyja konur oftar í bílslysum en karlar?

Einhvers staðar sá ég að konur eigi fremur á hættu að slasast alvarlega eða deyja í bílslysum en karlar. Hvers vegna eru konur í meiri hættu?

BIRT: 24/02/2025

Þótt karlar sýni mun meiri áhættuhegðun í akstri en konur og lendi mun oftar í bílslysum, eru konur í talsvert meiri hættu í umferðinni.

 

Rannsóknir sýna að kona á 73% fremur á hættu að slasast alvarlega í bílslysi en karl og dánarlíkurnar eru 17% meiri. Það er líka tvöfalt líklegra að kona festist í bílflaki en karl.

 

Þessi dapurlega tölfræði skapast að stórum hluta af því að bílar eru hannaðir fyrir karlmenn. Jafnvel þótt nýrri bílar séu mun öruggari en eldri gerðir, þarf enn að gera verulegar úrbætur.

 

Sænsk rannsókn sýndi t.d. að konur eiga mun fremur á hættu að fá hálshnykk – þegar höfuðið kastast aftur á bak og áfram af miklu afli – vegna þess að bílsætið er gert fyrir meiri líkamsþyngd.

Úr hverju er eldur eiginlega? Og af hverju eru logarnir rauðir?

Sætisbök eru iðulega stíf og það skapar einskonar trampólínáhrif við harðan árekstur. Þar eð konur eru almennt léttari en karlar eiga þær á hættu meiri hraðaaukningu þegar líkaminn kastast fram á við.

 

Vísindamennirnir segja að konur væru betur varðar með mýkra og sveigjanlegra sætisbaki sem myndi bæði draga úr hraðaaukningunni og hættunni á hálshnykk.

 

Sjálf líkamsstellingin er konum líka óhagfelld. Þær eru yfirleitt lágvaxnari og færa sætið því nær stýrinu sem eykur líkur á sköddun við árekstur.

Bílar eru hannaðir fyrir karla

Konur eru í meiri hættu við árekstur því bílar eru miðaðir við líkamsbyggingu karlmanna.

1. Léttavigt eykur hættu á hálshnykk

Sætisbök eru yfirleitt stíf og gerð fyrir meiri þyngd. Það eykur hættuna á því að konur sem eru léttari, kastist harkalega fram og fái hálshnykk.

 

2. Sætisstaða kvenna er mun lakari

Konur eru almennt lágvaxnari og þurfa að hafa sætið framarlega til að ná að stíga á pedalana. Þessi líkamsstaða eykur hættu á innri blæðingum og alvarlegri sköddun við árekstur.

3. Prufubrúður líkjast körlum

Þegar bílaframleiðendur prófa öryggi bílbelta, hnakkapúða og loftpúða, nota þeir tilraunabrúður sem líkjast fremur körlum, bæði varðandi hæð, þyngd og líkamsbyggingu.

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is