Það geta verið margvíslegar ástæður til þess að hundur eltir á sér rófuna af miklum ákafa.
Hvolpar og ungir hundar gera sér kannski ekki fulla grein fyrir því að rófan er hluti af þeim sjálfum en eru þó aðallega að leika sér.
Hjá eldri hundum getur þetta verið merki þess að hundinum leiðist. Ef hundar eru einir langtímum saman getur þetta verið ákveðin lausn á leiðindunum.
Í þessum tilvikum þarf að leika meira við hundinn og fjölga gönguferðum.
Hundur eltir rófuna til að fá athygli
En þessi tilgangslausi eltingaleikur getur líka verið aðferð hundsins til að beina að sér athygli. Þegar vísindamenn greindu 400 tilvik rófueltingaleiks, reynist atferlið vekja hlátur viðstaddra í 55% tilvika og í 43% tilvika hvatti eigandinn hundinn sinn áfram í eltingaleiknum.
Gæludýrin fríka út

Kettir geta skyndilega fyllst mikilli orku og stokkið fram og aftur um húsið. Oftast eru þeir bara að þjálfa veiðieðlið en atferlið getur líka tengst flóabiti eða jafnvel heilakölkun.

Einkum ungir hundar ráðast af ákafa á t.d. buxnaskálmar eða púða. Atferlið er fyllilega eðlilegt og hormónadrifið. Mikill ákafi getur þó tengst streitu eða áráttu.
Síðast en ekki síst kynni þetta stundum að vera áráttuhegðun vegna streitu eða kannski stafa af sársauka í rófunni vegna bólgu eða sýkingar.
Sjón dýranna er afar frábrugðin okkar sjón en hvernig skynja býflugur, hundar og kræklingar eiginlega umhverfi sitt? Svarið fæst hér.